Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2000, Side 33

Freyr - 15.12.2000, Side 33
Sumarexem í hestum Sumarexem er ofnæmi í hross- um gegn próteini sem berst við bit mýflugna af ættkvísl- inni Culicoides sem kallast „midg- es“ á enskri tungu og eru 1-3 mm á stærð. Ofnæmið er vandamál í ís- lenskum hestum á erlendri grund en þessi ættkvísl mýflugna lifir ekki á Islandi, bitmýið hér er af ættkvíslinni Simulium sem kallast „blackflies“ á ensku, 2-5 mm á stærð (/. mynd). Öll hrossakyn geta fengið ofnæmið en það er algeng- ara í íslenskum hestum og um 20- 30% þeirra fá sumarexem en ein- ungis 3-7% af flestum öðrum kynj- um. íslenskir hestar, sem fluttir eru út, virðast líka vera næmari en þeir sem alast upp með flugunni erlend- is (Broström og Larson 1987, Hall- dórsdóttir og Larsen 1991). Sýnt var fram á með faraldsfræðilegri rannsókn að tíðni sumarexems í út- fluttum hestum gat verið allt að 50% ef þeir voru á svæðum þar sem mikið var um flugu og ekkert var gert til að verja þá (Sigríður Björnsdóttir dýralæknir, munnleg heimild). Sjúkdómsmyncl Sumarexemið er í flestum tilvik1 um ofnæmi af gerð I (Type I hyper- sensitivity) en því fylgir fram- leiðsla á þeim flokki mótefna sem heitir IgE, einnig oft kölluð of- næmismótefni, losun á histamíni og öðrum bólguþáttum (Romagn- ani 1990, Marti o.fl. 1999). Útbrot í húð vegna sumarexems sjást oft- ast á makka, sterti og í sumum til- fellum á baki og höfði, þá sérstak- lega eyrum. Útbrotin geta náð yfir á lend og síður, en eru sjaldnar á kvið eða innanvert á lærum. Fyrstu einkenni eru roði og bólumyndun í húð. í kjölfari þessara breytinga sjást eiginlegar exembreytingar með seytingu (seyting: gefa frá sér) á gulleitum vökva og skorpumynd- un. Þessu fylgir mikill kláði þannig eftir Sigurbjörgu Þorsteins- dóttur °g Vilhjálm Svansson, Tilraunastöð Háskóia íslands í meinafræði að Keldum að hesturinn nuddar af sér allt fax og tagl og rífur sig jafnvel til blóðs. Djúp sár geta myndast og bakteríu- sýkingar í þeim. í langvinnum til- fellum þykknar húð. Sumarexem er verst þegar heitt og rakt er í veðri í langan tíma, en í þannig veðurfari þrífst flugan best. Hestar með sumarexem gróa yfirleitt sára sinna fullkomlega yfir veturinn en næsta sumar fá þeir útbrot á ný og þá oft verri en árið áður, sé ekkert gert til að verja þá fyrir flugunni (Knud Nilsen 1984). Rannsóknarátak á sumarexemi Auk þess sem sumarexem getur valdið hestunum mikilli þjáningu þá hefur það einnig neikvæð áhrif á íslenskan hrossaútflutning. Því var ákveðið að gert skyldi rannsóknar- átak á þessum sjúkdómi og land- búnaðarráðherra, Guðni Agústs- son, skipaði nefnd síðasta vor til að gera rannsóknaráætlun. Rannsókn- aráætlunin miðar að því að reyna að þróa bóluefni gegn sumarexemi. Skipuð var verkefnisstjóm og er formaður hennar Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur. Rann- sóknimar fara fram á Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum undir stjóm Sigurbjargar Þorsteinsdóttur og við Háskólann í Bern í Sviss undir stjóm Eliane Marti. Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Rannsóknarráði Islands. Ónæmissvörun - ofnæmissvörun Ónæmiskerfið er vamarkerfi lík- amans og er svipað að uppbygg- ingu í öllum spendýrum. Líffæri Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafrœði á Keldum. (Ljósm. Karl Skírnis- son). FREYR 13-14/2000 - 33

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.