Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 33

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 33
Sumarexem í hestum Sumarexem er ofnæmi í hross- um gegn próteini sem berst við bit mýflugna af ættkvísl- inni Culicoides sem kallast „midg- es“ á enskri tungu og eru 1-3 mm á stærð. Ofnæmið er vandamál í ís- lenskum hestum á erlendri grund en þessi ættkvísl mýflugna lifir ekki á Islandi, bitmýið hér er af ættkvíslinni Simulium sem kallast „blackflies“ á ensku, 2-5 mm á stærð (/. mynd). Öll hrossakyn geta fengið ofnæmið en það er algeng- ara í íslenskum hestum og um 20- 30% þeirra fá sumarexem en ein- ungis 3-7% af flestum öðrum kynj- um. íslenskir hestar, sem fluttir eru út, virðast líka vera næmari en þeir sem alast upp með flugunni erlend- is (Broström og Larson 1987, Hall- dórsdóttir og Larsen 1991). Sýnt var fram á með faraldsfræðilegri rannsókn að tíðni sumarexems í út- fluttum hestum gat verið allt að 50% ef þeir voru á svæðum þar sem mikið var um flugu og ekkert var gert til að verja þá (Sigríður Björnsdóttir dýralæknir, munnleg heimild). Sjúkdómsmyncl Sumarexemið er í flestum tilvik1 um ofnæmi af gerð I (Type I hyper- sensitivity) en því fylgir fram- leiðsla á þeim flokki mótefna sem heitir IgE, einnig oft kölluð of- næmismótefni, losun á histamíni og öðrum bólguþáttum (Romagn- ani 1990, Marti o.fl. 1999). Útbrot í húð vegna sumarexems sjást oft- ast á makka, sterti og í sumum til- fellum á baki og höfði, þá sérstak- lega eyrum. Útbrotin geta náð yfir á lend og síður, en eru sjaldnar á kvið eða innanvert á lærum. Fyrstu einkenni eru roði og bólumyndun í húð. í kjölfari þessara breytinga sjást eiginlegar exembreytingar með seytingu (seyting: gefa frá sér) á gulleitum vökva og skorpumynd- un. Þessu fylgir mikill kláði þannig eftir Sigurbjörgu Þorsteins- dóttur °g Vilhjálm Svansson, Tilraunastöð Háskóia íslands í meinafræði að Keldum að hesturinn nuddar af sér allt fax og tagl og rífur sig jafnvel til blóðs. Djúp sár geta myndast og bakteríu- sýkingar í þeim. í langvinnum til- fellum þykknar húð. Sumarexem er verst þegar heitt og rakt er í veðri í langan tíma, en í þannig veðurfari þrífst flugan best. Hestar með sumarexem gróa yfirleitt sára sinna fullkomlega yfir veturinn en næsta sumar fá þeir útbrot á ný og þá oft verri en árið áður, sé ekkert gert til að verja þá fyrir flugunni (Knud Nilsen 1984). Rannsóknarátak á sumarexemi Auk þess sem sumarexem getur valdið hestunum mikilli þjáningu þá hefur það einnig neikvæð áhrif á íslenskan hrossaútflutning. Því var ákveðið að gert skyldi rannsóknar- átak á þessum sjúkdómi og land- búnaðarráðherra, Guðni Agústs- son, skipaði nefnd síðasta vor til að gera rannsóknaráætlun. Rannsókn- aráætlunin miðar að því að reyna að þróa bóluefni gegn sumarexemi. Skipuð var verkefnisstjóm og er formaður hennar Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur. Rann- sóknimar fara fram á Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum undir stjóm Sigurbjargar Þorsteinsdóttur og við Háskólann í Bern í Sviss undir stjóm Eliane Marti. Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Rannsóknarráði Islands. Ónæmissvörun - ofnæmissvörun Ónæmiskerfið er vamarkerfi lík- amans og er svipað að uppbygg- ingu í öllum spendýrum. Líffæri Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafrœði á Keldum. (Ljósm. Karl Skírnis- son). FREYR 13-14/2000 - 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.