Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 8
Minning Guðmundur Ingl Krlsllánsson á nrhlHbáll f. 15.1. 1907-d. 30.8. 2002 Mikilhœfur maður er horfmn sjónum okkar. Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli í Bjarn- ardal í Onundarfirði er látinn efiir langt og farsœlt ævistarf Hans ber að minnast með hlýhug og þökk allra sem honum kynntust og notið hafa hans margvíslega framlags, sem bónda, skálds, kennara og félagsmálamanns á mörgum sviðum. Tilvitnuð orð eru upphaf minn- ingargreinar Birkis Friðbertssonar í Birkihlíð um Guðmund Inga (Morgunblaðið 12. sept. 2002). Margir, bæði skyldir og vanda- lausir, urðu til þess að mæla eftir Guðmund Inga og allir af hlýhug og þökk. Ríkar ástæður eru til þess að hans sé minnst hér í Búnaðarblað- inu Frey, sem þess skálds í hópi bænda sem einlægast og fegurst hefur kveðið um störf bóndans, jafnt í stóru sem í smáu, og sem eins hins sannasta og dyggasta félagsmálamanns á öllum sviðum sem að honum sneru, jafnt í sveit sinni og héraði og hjá heild- arsamtökum bændanna svo að aðeins tvennt sé nefnt. Guðmundur Ingi Kristjánsson var fæddur á Kirkjubóli í Bjamar- dal í Önundarfirði. Hann var næstelstur fjögurra bama hjón- anna Bessabe Halldórsdóttur og Kristjáns Guðjóns Guðmundsson- ar er bjuggu á Kirkjubóli frá 1904 til 1920 að Kristján féll frá en eftir það bjó Bessabe með bömum sínum til 1944 er þau tóku við búskapnum. Systkini Guðmundar Inga vom: Ólafur Þórður, f. 1903, d. 1981, skólastjóri í Hafnarfírði, Jóhanna Guðríður, f. 1908, bóndi á Kirkjubóli með bræðmm sínum frá 1944 og þar til heimilis til þessa, Halldór, f. 1910, d. 2000, bóndi á Kirkjubóli frá 1944-1977 ásamt konu sinni Rebekku Eiríksdóttur. Halldór var rithöf- undur og starfaði sem blaða- maður. Leið Guðmundar, eftir nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum í Reykjadal veturinn 1929-1930 og síðan í eldri deild Samvinnuskólans i Reykjavik, lá aftur heim í Kirkjuból, þar átti hann heima ævina alla. Þau systkin tóku við búi á Kirkjubóli eins og áður er fram komið lýðveldisárið 1944. Annars vegar bjuggu þau Halldór og Rebekka þar til 1977 að þau fluttu til Reykjavíkur og hins veg- ar héldu Jóhanna og Guðmundur Ingi heimili og bú saman til 1962. Það ár kvæntist hann Þuríði Gísladóttur frá Mýmm í Dýra- firði. Hún er fædd 6. júlí 1925, dóttir merkishjónanna Gísla V. Vagnssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur er lengi bjuggu á Mýmm. Sonur Þuríðar og stjúpsonur Guð- mundar Inga er Sigurleifur Ágústsson. Segja má að hvar sem þurfti góðs manns við, í Önundarfirði eða fyrir héraðið, þar var Guð- mundur Ingi kallaður til. Hann annaðist bamakennslu í hreppn- um, þó með hléum m.a. vegna eigin skólagöngu, allt ffá árinu 1927 til 1946 en síðan samfellt í tuttugu ár frá 1954-1974 og var skólastjóri í Holti frá 1955. í frásögnum af lífí og starfi í Önundarfírði frá fyrrihluta síð- ustu aldar og fram yfír hana miðja kemur ffam að þar var bæði öflugt og fjölþætt félagslíf og víða er þá Guðmundar Inga minnst. Ungmennafélög störfuðu í Ön- undarfirði ffá því laust eftir alda- mótin, oftast fleiri en eitt, en höfðu þó með sér samband. Fé- lagið, sem náði til Bjamardals, hét Bifröst og þar var Guðmundur kominn í stjóm fímmtán ára, árið 1922 og var það til 1937 og aftur 1938-1942. Því fylgdi svo seta í stjórn Héraðssambands ung- mennafélaga Vestfjarða en hann var ritari þess 1932-1951. í stjóm Kaupfélags Önfírðinga sat Guð- 14 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.