Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.2003, Qupperneq 9

Freyr - 01.02.2003, Qupperneq 9
mundur Ingi 1935-1937 og 1938- 1978. Hann tók fyrst sæti í hreppsnefnd Mosvallahrepps árið 1938 og var oddviti hreppsnefn- dar 1956-1986 og í sýslunefnd sat hann fyrir hreppinn frá 1954- 1986. Guðmundur Ingi átti lengi sæti í skólanefnd hreppsins og skólanefnd héraðsskólans á Núpi. Aðkoma Guðmundar Inga að búnaðarmálum hófst með setu í stjóm Búnaðarfélags Mosvalla- hrepps er varði frá 1927 til 1947. Þá tók við formennska í Búnaðar- sambandi Vestfjarða og því starfi gegndi hann til ársins 1983 eða í 18 ár. Um það leyti sem Guðmundur Ingi tók við formennsku í Búnað- arsambandinu vom umbrot mikil og framfarir í landbúnaðinum. Stórvirku ræktunartækin, skurð- gröfúr og jarðýtur, tóku í einni svipan við ræktunarstörfunum. Jarðræktarsamþykktir vom gerðar og ræktunarsambönd stofnuð hvarvetna um landið. Breyting- amar vom ekki síður hraðar á Vestfjörðum en annars staðar en félagssvæðið ekki jafn einlægt og víða annars staðar og þurfti meira skipulags við. Framan af formannstíð Guð- mundar Inga hafði Búnaðarsam- bandið ekki ráðunauta eða fastan starfsmann og hafa störfin þá hvílt mjög á formanninum. Þetta breyttist um 1960 og búnaðarsam- bandið efldist af störfúm ráðun- auta undir forystu hans. A 1945 vom viðsjár nokkrar meðal ýmissa forystumanna bænda, einkum vildu framámenn þeirra á Suðurlandi ekki láta Bún- aðarfélag íslands fara með kjara- mál þeirra, með öðmm mikil- vægum málum, og vildu fela þau sérstöku sambandi stéttarinnar. Vom þá kjömir tveir fúlltrúar í hverri sýslu til að sitja fúnd á Laugarvatni síðsumars 1945 er varð að stofnfundi Stéttarsam- bands bænda. Þar kom Guðmund- ur Ingi sem annar af fulltrúum Vestur-Isfirðinga. Það er svo skemmst frá því að segja að Guð- mundur Ingi sat alla fúndi Stéttar- sambandsins, aðal- og aukafúndi, til og með 1986, að þremur aðal- fundum undanskildum (1946, '47 og '49) en þá sat Halldór bróðir hans fundina. Enginn sat fleiri | aðalfundi Stéttarsambandsins alla þess tíð. Guðmundur Ingi var kjörinn í stjórn Stéttarsambandsins árið 1969 og átti þar sæti í 18 ár, til 1987, og nokkuð af þeim tíma sat hann í Framleiðsluráði landbún- aðarins fyrir Stéttarsamband bænda. Öll vom störf Guðmundar Inga fyrir það með ágætum og unnin af trúmennsku. Af Stéttar- sambandsfundunum minnast menn hans þó sérstaklega sem fundarritara en það var hans sjálf- sagða starf á öllum fúndum þess frá árinu 1950 og til 1986, og svo ritari fundargerða stjómarfúnda Stéttarsambandsins allan hans tíma þar. Allt færði Guðmundur Ingi í fundargerðarbækumar með eigin hendi og sinni ským áferðar- fallegu og settlegu rithönd. Þegar hann svo las fundargerðimar í lok fundar mátti heyra hve frábær ritari Guðmundur Ingi var. Efninu í ræðum manna náði hann með ólíkindum en í fundargerðunum var hvers manns mál orðið meit- lað og nægilega knappt. Slíkt var ekki á færi annarra en bestu ís- lenskumanna og stílsnillinga. Hér að framan hefúr verið talað um bóndann, fræðarann og félags- málamanninn Guðmund Inga en ekki um skáldið og bóndann. Hjá fáum af mörgum góðum skáld- bændum hefúr verið nánara með skáldinu og bóndanum. Fáir ortu sem Guðmundur Ingi um það fagra í því smæsta. I öllu sem greri og þroskaðist sá hann fegurð. Hver annar gat leyft sér að yrkja um grænkál, salat, seinni slátt eða jafnvel vothey og fjár- húsilm. Það var nú sök sér að yrkja um Hvitar gimbrar en ekki munu allir hafa áttað sig á hinu skáldlega í ávarpinu: Þér hrútar ég kveð yður kvæði. Ungur yrkir Guðmundur Ingi um þrá sína eftir að yrkja jörð í kvæðinu: Eg get ekki sofið. Eg sef ekki um nœtw: Svo þung er mín þrá, svo þrái ég vormold og gróður sem bandinginn frjálsrœði biður að fá, sem barn þráir móður. (Sólstafir 1938). I upphafi ræktunarbyltingarinn- ar miklu yrkir bóndinn nýtekinn að standa fýrir búi og segir svo um starf sitt í Greinargerð, fyrsta kvæði Sólbráðar (1945): Minn hlutur er að yrkja það búland sem bíður og brosir við reikulan fót og leggja mína hönd og minn hug ekki síður til hjálpar við íslenska rót og eygja hverja stund sem af œvinni liður sem auðlegð og fagnaðarbót. Einhverjum fannst Guðmundur Ingi vera tilgerðarlegur í kvæðinu Vomótt næst fyrsta kvæði Sól- stafa: Eg er öreiginn Guðmundur Ingi. Eg er önfirskur bóndason. Nú sái ég höfrum í mjúka mold í margfaldrar uppskeru von. Þó vinn ég ei arðsins vegna, þá veldi ég aðra leið. En órœktin hefur hrópað svo hátt að mér sveið. Eg gleðst við allskonar gróður, við gluggablóm, töðu og lyng. Guð hefur sent mig að grœða Freyr 1/2003 - 5 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.