Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 15
bændur munum fagna því ef markarðsverð okkar afurða er- lendis hækkar. Það er nú einfald- lega þannig að ef allir þeir, sem lifa af sauðfjárrækt í landinu í dag, ætla að gera það áfram, þá verður að vera hægt að flytja út á viðun- andi verði. Ætli það séu ekki 2000 bændur í þessu núna og þeir verða ekki 2000 lengi af menn ætla eingöngu að lifa á framleiðslu á innanlands- markað. Innanlandsmarkaðurinn hefur dregist saman ár frá ári og ég tel útilokað að við munum ná honum aftur upp í það sem hann var. Mín skoðun er sú að við meg- um teljast góðir ef við höldum í það sem við höfum í dag. Og það er að mínu mati borin von að við getum snúið við þeirri þróun sem orðið hefur í neyslumynstri fólks og þess vegna verðum við að að- lagast síbreytilegum aðstæðum á hverjum tíma. Og það er líka mín skoðun að við hér í Norður-Þingeyjarsýslu verðum ekki þeir fyrstu sem drep- ast af sauðfjárbændum, og stönd- um bara þokkalega, takk fyrir. Við Keldhverfíngar höfum t.d. frábært beitiland og það er líka styrkur að hafa hér í sýslunni öfluga afurða- stöð, Fjallalamb á Kópaskeri, sem er mjög vel kynnt og hefur skapað sér gott orð fyrir gæðaframleiðslu. I þriðja lagi tel ég svo að að ijarlægð okkar frá höfuðstaðnum hjálpi okkur á vissan hátt að halda í sauðfjárræktina ef við viljum það. Þetta hefur auðvitað bæði kosti og galla, en það má nefna að í tilteknum radíus út frá Reykjavík eru allar falar jarðir að seljast fyr- ir marga tugi milljóna, sem eru upphæðir sem enginn búskapur getur keppt við. Þetta er auðvitað kostur fyrir þá sem vilja bregða búi og losa peninga. Og það hefur svo sem gerst hér líka að jarðir hafa selst fyrir að mínu mati æfin- týralegan pening. En yfirleitt er þá Húsfreyja með vænum forystusauð. (Ljósm. Jóhannes Sigurjónsson). verið að kaupa staðinn og um- hverfíð fremur en fasteignir. Raunar er hún ótrúleg, þessi þrá þéttbýlisbúa eftir sveitinni. Reykja- vík hálftæmist um hveija helgi, þegar borgarbúar bmna í sumarbú- staðina sína og allir sem eiga pening vilja kaupa jarðir. Það er reyndar merkilegt, þegar maður horfir til Suðurlandsins þar sem sumarbú- staðarbyggðin er þéttust, þá finnst manni að Reykvíkingar séu stöðugt að fara úr einni borg í aðra. En það er auðvitað þeirra mál.“ Sameiningarmál Sameiningarmál em jafnan til umræðu með einum eða öðmm Freyr 1/2003-11 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.