Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 14
Síminn er aldrei langt undan og hægt að ná i bændur í hlöðunni. (Ljósm. Jóhannes Sigurjónsson). sú að Samherji á þetta nánast allt saman frá upphafí til enda. Fyrir- tækið á mjölvinnsluna sem er grunnurinn að fóðurframleiðsl- unni og á nánast allar fískeldis- stöðvamar með einum eða öðmm hætti, þannig að Samherji stjómar þessum markaði á báðum endum og þar á bæ hafa menn það í hendi sér hvemig öðmm í þessum geira vegnar. Eg er ekki að segja að þeir hafi áhuga á að setja fótinn fyrir okkur, en þeir em í það minnsta í aðstöðu til að geta strítt okkur ef þeir vilja. Þetta er a.m.k. mitt mat á stöðunni en ég veit að ekki em allir hér á sama máli.” Samgöngumálin mikilvæg Talið berst að samgöngum en ástandið í þeim málum hefur lengi verið Norður-Þingeyingum erfitt. „Bættar samgöngur skipta grið- arlegu miklu máli fyrir framtíðar- búsetu hér á svæðinu. Ég segi stundum að nú sé loksins verið að leggja ökufæran veg til okkar sem tekur af hinn alræmda faratálma Auðbjargarstaðabrekkuna. Alla vega var hún oft erfíð á meðan snjóaði á vetuma. Þessi vegur á að verða tilbúinn næsta sumar eða haust og þá styttist í að það verði komið malbik frá okkur alla leið til Reykjavíkur. Við lendum líka nokkuð úr leið en núna liggur vegurinn um hlaðið hjá okkur. Ég er mjög ánægður með að fá af- leggjara upp á 1,5 km heim til mín og losna þar með við vömbílaum- ferðina af hlaðinu. En það er mikið verk óunnð í þessum efnum hér í sýslunni, eink- um hér austan við okkur. Nú, það er mikið talað um veg meðfram Jökulsá, að austan eða vestan, og skiptar skoðanir um það hvor leið- in verður valin. Slíkur vegur myndi áreiðanlega verða mikil lyftistöng fyrir ferðamennskuna á svæðinu, en til þessa hefur okkur ekki tekist að nýta okkur það nægj- anlega í atvinnuppbyggingu að við emm hér með mikilvægar og fjöl- sóttar náttúmperlur allt í kringum okkur. Þama liggja sem sé ónotuð tækifæri sem okkur tekst vonandi að nýta betur”. Framtíð sauðfjárræktar Við spyrjum Einar um mat hans á þróun mála í sauðfjárræktinni á næstu ámm, en þar em vissulega blikur á lofti og alltént óvissa. „Það er nýbúið að halda bænda- fundi með Ara formanni og þar var enginn bjartsýnisboðskapur á ferð. Menn þykjast sjá miklar breytingar framundan og m.a. nið- urskurð í stuðningskerfinu. Hins vegar held ég persónulega að þetta muni ekki koma eins illa niður á sauðfjárbúskap eins og öðrum greinum landbúnaðar. Þessi þróun á sér líka stað erlend- is, þar sem bændur em ekki held- ur ofhaldnir af sinum launum. Og ef niðurgreiðslur dragast saman í heiminum þá bara hækkar verð á kjöti til neytenda og við sauðfjár- 110 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.