Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 11
Einar Ó. Björnsson í Lóni í Kelduhverfi: Verðum að aðlagast að- stæðum á hverjum tíma að er alveg óhætt að segja að Einar Ofeigur Björnsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi, hafi haldið tryggð við heimahagana. Hann er fæddur 22. desember 1961 í Lóni II, í húsinu sem hann býr nú í með sambýliskonu sinni Guðríði Baldvinsdóttur frá Engihlíð í Kinn. Foreldrar hans eru Björn Guðmundsson og Ásdís Einarsdóttir og þau búa á neðri hæðinni í þessu húsi sem þau byggðu á sínum tíma. Einar útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Hvanneyri vorið 1979 og kom þá heim og tók form- lega við búinu af föður sínum, aðeins 17 ára gamall. Þannig að hann hefur nú starfað sem bóndi í tæpan aldarfjórðung. Guðríður er skógfræðingur frá landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi, „Faðir minn hefúr auðvitað ver- ið með mér í þessu meðfram störf- um sínum sem oddviti í 36 ár en hann starfaði líka hjá skattinum á Húsavík árum saman. Eg var einnig í miklu samstarfi við Jón foðurbróðr minn á Lóni I, en 1997 hætti hann fjárbúskap og nú er að- eins eitt fjárbú í Lóni en báðar jarðimar eiga og nýta sameiginleg hlunnindi, æðarvarp, dúntekju, reka og silungsveiði í Lónunum". Segir Einar sem hefur alið allan sinn aldur í Lóni. „Ég varð reynd- ar þeirrar gæfú aðnjótandi að vera í heimavist frá 9 ára aldri og til loka grunnskólans í Skúlagarði hér í Kelduhverfi og Lundi í Öx- arfirði. Og svo var ég þennan eina vetur á Hvanneyri, annars hef ég verið hér.” - Og ekkert á fömm? „Nei, ég væri held ég löngu far- inn ef ég hefði ætlað að fara eitt- hvað!” Segja má að Lón sé ættaróðal Einars Ófeigs því að hann er fimmti ættliðurinn í beinan karl- legg sem býr í Lóni, en jörðin komst raunar ekki í eigu ættarinn- ar fyrr en afi hans, Guðmundur, keypti hana 1930. „Lón erafskap- lega landlítil jörð og núna leigi ég land af nágrönnum mínum. Hins vegar hefúr alltaf þótt gott að búa hér, það gerir nálægðin við Lónin og sjóinn. Bjöm langafí minn var, að mér er sagt, ekki mikill bóndi en var allur í veiðiskap og afi Guðmundur var líka mikill veiði- maður. Það hefúr held ég alltaf verið til nógur og fjölbreyttur matur í Lóni og ég man t.d. tæpast eftir því að hér hafi nokkum tim- ann verið keyptur fiskur. Hér hef- ur alltaf verið róið til fiskjar og er enn gert enda stutt á miðin. Þá hefúr silungsveiðin í Lónunum löngum verið mikið búsílag, þó reyndar hafi af einhverjum ástæð- um lítið veiðst síðustu 4-5 árin. Æðarvarpið og dúntekjan hefur líka gengið upp og niður. Þetta hefúr mest farið í um 1500 hreið- Einar og Guðríður með heimilishundum i hlaðinu í Lóni. (Ljósm. Jóhannes Sigurjónsson). Freyr 1/2003 - 7 j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.