Freyr - 01.02.2003, Qupperneq 30
Unnið að mælinum á hveiti í tilraun-
inni. Heimild: www.fibl.ch/
66 % af því sem fékkst í hefð-
bundinni ræktun. Má þar kenna
um sveppasýkingu eða svokall-
aðri kartöflumyglu (Phytophtora
infestans) en það reynist erfítt að
ráða við þann sjúkdóm án lyfja.
Hinsvegar var uppskera vetrar-
hveitis að meðaltali 4,1 tonn/ha
sem er um 90% af því sem fékkst
með hefðbundinni ræktun sem
var álíka og tíðkast í nágrenni við
tilraunalandið. I Evrópu er al-
gengt að uppskera koms sé 60 -
70 % af uppskeru í hefðbundinni
ræktun. Minnstur munur var á
uppskeru smáratúna. Mest upp-
skera fékkst í hefðbundinni rækt-
un þar sem búfjáráburður var not-
aður en munur á lífrænu reitunum
og reitum, sem einungis fengu til-
búinn áburð, var nánast enginn og
var uppskera þeirra yfírleitt 12 -
13 tonn þe./ha. í Evrópu er al-
gengt að uppskera af graslendi í
lífrænni ræktun sé 70 - 100% af
uppskeru sambærilegra graslenda
í hefðbundinni ræktun.
Frjósemijarðvegs
Viðhald frjósemi jarðvegs er
gmndvallaratriði og litið var á
marga þætti til að meta ástandið. í
heild má segja að í umræddri til-
raun hafí lífrænt ræktuðu reitimir
verið með öflugra jarðvegslíf en
minni munur kom fram í ýmsum
efna- og eðliseiginleikum. Bygg-
ing jarðvegsins mældist heldur
stöðugri í lífrænu reitunum og
kom þetta einnig fram í því að yf-
irborð flaga hélst lausara í lífrænu
reitunum, m.a. vegna meiri virkni
ánamaðka, en heldur meiri hætta
var á skánmyndun í hefðbundnu
reitunum. Jákvætt samhengi
reyndist vera milli stöðugleika
byggingar annars vegar og ör-
vemmassa og lífmassa ánamaðka
hins vegar.
Sýmstig var ívið hærra í lífrænu
reitunum en auðleystur fosfór og
kalí lægra. Hins vegar reyndust
auðleyst kalsíum og magnesíum
hærri. Það er athyglisvert að þó að
minna hafí verið af auðleystum
fosfór í lífrænu reitunum þá var
meiri losun á honum úr forða. Ör-
veruvirkni hefur mikil áhrif á
hringrás næringarefnanna og hún
var mest i reitum í lífefldri rækt en
minnst í reitum sem einungis
fengu tilbúinn áburð. Flæði fos-
fórs í lífmassa jókst með aukinni
lífstarfsemi og þar með losun úr
forða. Það má segja að í lífrænt
ræktuðu reitunum hafí auðleyst
næringarefni verið minni en losun
vegna örveruvirkni meiri. Það var
einnig athyglisvert að heildar-
lengd róta, sem vom með rótar-
sveppi, var um 40% rneiri í líf-
rænni rækt en í hefðbundna kerf-
inu, en það er vel þekkt að rótar-
sveppir hafa mikil og jákvæð áhrif
á upptöku t.d. fosfórs úr jarðvegi.
Fjölbreytt lífríki
Akurlendi er að jafnaði hvorki
með ljölbreyttan gróður né annað
líf. Það er því athyglisvert að bera
reitina saman einnig í þessu sam-
hengi. Fjöldi ánamaðka var mun
meiri í lífrænu reitunum en í þeim
hefðbundnu. Smádýralíf ofan-
jarðar var einnig athugað, sér-
staklega köngulær og bjöllur því
að þessi dýr em rándýr og lifa á
smærri dýrum sem geta verið
skaðvaldar. Fjöldi þeirra var um
það bil helmingi meiri í lífrænu
reitunum en í þeim hefðbundnu
og fjöldi tegunda var einnig hærri
í lífrænu reitunum en í hefðbund-
inni rækt enda engu skordýraeitri
dreift. lllgresisflóran í lífrænu
reitunum var einnig mun ljöl-
breyttari, með 9 til 11 tegundum
þegar vetrarhveitið var ræktað en
í hefðbundnu reitunum þar sem
einungis ein aukategund þreifst.
Ein af merkustu niðurstöðunum
var að ijölbreytni örveruflómnnar
var minnst í reitum í hefðbund-
inni rækt og hæst í reitum sem
vom í lífefldri rækt og að nýtni
lífrænna efna til vaxtar frekar en
viðhalds var hæst í þessum reit-
um. Ef litið er til akurs sem vist-
kerfis þá bendir þetta til mesta
stöðugleika í lífefldu reitunum.
Efna- og orkunotkun
A móti minni uppskem kemur
að bæði efnanotkun og orkunotk-
un var vemlega minni í lífrænu
ræktuninni en í hinni hefðbundnu.
I lífrænu ræktunina fór á milli 34
og 51% minna af aðal áburðarefn-
unum (N,P,K) en í hinni hefð-
bundnu. Vegna minni áburðar og
efnanotkunar var orkunotkunin
einnig minni hvort sem hún er
reiknuð á þurrefniseiningu upp-
skem eða á flatareiningu. Lífræna
ræktunin þurfti 20 til 56 % minni
orku til að framleiða einingu af
þurrefni, eftir því hvað var rækt-
að, og reiknað á hektara þá var
orkunotkunin 36 til 53 % minni í
lífrænu reitunum. Þetta gerir líf-
rænu ræktunina ódýrari hvað að-
keypt aðföng varðar en þar á móti
[ 26 - Freyr 1/2003