Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 24
Svœðaskipulag Svæðaskipulag er hugsað til að taka á þeim þáttum sem eiga við um sameiginlega hagsmuni tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Má þar nefna sem dæmi þjóðvegi, reiðleiðir, gönguleiðir, gjaman til þess að þeim verði ekki lokað með girðingum, orkuflutningslín- ur og vatnsvemdarsvæði. Mörg sveitarfélög hafa tekið miklu fleiri þætti í svæðaskipulag og njóta þess þá þegar kemur að aðalskipu- laginu. Er þá gjaman farin sú leið að staðfesta ekki þá þætti sem em ekki sameiginlegir öllum sem standa að skipulaginu. I svæða- skipulagsnefnd eru jafnmargir fúlltrúar ffá öllum aðildarsveitar- félögunum og að auki á Skipulag ríkisins starfsmann í nefndinni. Kostnaður greiðist af hálfú úr rík- isjóði og að hálfú úr sveitarsjóði. Aðalskipulag Aðalskipulag er skipulagsáætl- un hvers sveitarfélags. Aðalskipu- lag er að lágmarki til 12 ára. Þar kemur fram stefna sveitarfélags- ins um samgöngu- og þjónustu- kerfi, umhverfísmál og þróun byggðar. Landbúnaðarsvæði, þétt- býli og annað umhverfi er afmark- að. Þar skal koma fram núverandi og framtíðar skipulag á hverri jörð, t.d. fjöldi íbúðarhúsa á Altalað á kaffistofunni Vinarkveðja Eftirfarandi vísu orti Jóhann Hannesson, lengi skólameistari á Laugarvatni, um vin sinn Þórodd Jónasson lækni á Akureyri og áður á Breiðu- mýri: Mývetn- þekkist -ingur einn, ei slœ- talinn -pingur neinn, sjúkl- er ei til -inga seinn, öð- er gestum -lingur hreinn. hverri jörð, sumarbústaðarhverfi og bændaskógrækt svo að eitt- hvað sé nefnt. Það skal vera eitt af fýrstu verkum sveitarstjóma eftir hverjar kosningar að ákveða hvort vinna skuli að breytingum á aðal- skipulagi sveitarfélagsins. Deiliskipulag A grundvelli aðalskipulagsins er unnið deiliskipulag til hverfis, hluta bújarðar eða heillar bújarð- ar. Ef bújörð er deiliskipulögð fer það mjög eftir aðstæðum hvar rétt er að draga mörk skipulagssvæð- isins. Eðlilegast er að meta það eftir hugsanlegum framkvæmdum á bújörðinni. Þeir þættir, sem eru skipulagsskyldir, eru byggingar- framkvæmdir hvers konar, skóg- rækt í stærri stíl, þurrkun lands, fiskrækt, virkjanir, vegagerð, fyr- irhleðslur, námur og stofnlagnir á línum og veitum. Einnig að ákvörðun verði tekin um notkun á viðkomandi landi. A deiliskipulagsuppdrætti er gerð byggingaráætlun um þær byggingar sem fyrirsjáanlega þarf að byggja, settur byggingarreitur fyrir þær og byggingarskilmálar. Þegar unnið er deiliskipulag er skylt að skipulagssvæðið sé fom- leifaskoðað. Þá er kemur að fram- kvæmdum er sótt um byggingar- leyfi til byggingamefndar fyrir húsum og mannvirkjum en fram- kvæmdarleyfi til skipulagsnefnd- ar fýrir öðmm hlutum skipulags- áætlunarinnar. Mjög mikilvægt er að vanda til skipulags á bújörðum og reyna að gera sér góða grein fýrir hvemig hús fara vel, hvaða byggingar munu verða reistar á næstu ámm. Mynda þarf fallega aðkomu að bæjarhúsum og hafa í huga snjóa- lög, óveðursáttir, útsýni o.fl. Vanda þarf til skipulagsskilmála fyrir þær framkvæmdir sem skipulagið gerir ráð fýrir. í skipu- lags- og byggingarlögum er kveð- ið á um að sveitarstjóm deili- skipuleggi og að vinnan við það greiðist úr sveitarsjóði. I fram- kvæmd er nokkur munur á því hvemig þessum málum hefur ver- ið háttað. Akveði sveitarstjóm að heQa vinnu við deiliskipulag er það greitt að fullu úr sveitarsjóði, en óski landeigandi eða umráð- andi lands eftir að fá að deili- skipuleggja er það í raun sam- komulagsatriði við sveitarstjórn hvaða þátt hún tekur í kostnaði. Heimildir: Álfhildur Ólafsdóttir, 1979. Skipu- lag og útlit hins „fullkomna" bænda- býlis. Bændaskólinn á Hvanneyri, bú- vísindadeild II, ritgerð í bygginga- fræði, fjölrit, nóv. 1979, 7 s. Brochmann, O., 1966. Om hus og landskap. Turistforeningens árbok 1966, 96-105. Dolby, C.-M., 1985. Lantbrukets byggprocess - frán idé till fárdig byggnad. Aktuellt frán lantbmksuni- versitetet 339, teknik, Uppsala, 51 s. Gunnar Jónasson, 1976. Teikningar og staðarval húsa í sveitum. Handbók bænda 1977, 178-182. Junge, H.R., o.fl., 1970. Landbmg- ets byggebog. Landhusholdningss- elskabets Forlag, 374 s. Lindén, S., 1971. Byggprocessen. Aktuellt frán Lantbmkshögskolan nr. 166, teknik 11, 36 s. Ministry of Agriculture, Fisheries and Food, 1972. The Appearance of Farm Buildings in the Landcape. London. Molén, M. & Wám, H., 1982. Bost- ad för lantbrukare, planeringsrád. Aktuellt frá landbmksuniversitetet 307, teknik, Uppsala, 40 s. Skipulags- og byggingalög nr. 73, 1997 og síðari breytingar. Skipulagsreglugerð nr 400, 1998. Umhverfisráðuneytið. Þórir Baldvinsson, 1968. Bygging- ar. Bættir em bænda hættir, landbún- aðurinn, saga hans og þróun. Bókaút- gáfan Þorri sf., Reykjavík, 18-24. 120 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.