Freyr - 01.02.2003, Síða 12
Lón II i Kelduhverfi. (Ljósm. Jóhannes Sigurjónsson).
ur, en lægst í 180 hreiður. En þetta
hefur verið á uppleið og nú eru
hér um 600 hreiður“.
Einar hefur frá upphafi ein-
göngu verið með fjárbú. „Síðustu
hestamir vom felldir hér um það
leyti sem ég fæddist. Hér vom kýr
fram undir 1980, þetta 5-6 gripir.
En nú er engin mjólkurfram-
leiðsla, hvorki hér í Kelduhverfi
né annars staðar í Norður-Þing-
eyjarsýslu, nema þá rétt til heimil-
isnota.”
Ungir bændur
I íjárbúinu í Lóni em nú um
310 kindur. Einar lenti í því að
skera niður vegna riðuveiki 1999
og er að ijölga aftur eftir það.
„Búið var stærst um 430 íjár, rétt
fyrir 1980 en við höfum tvisvar
skorið niður vegna riðu. Ég er enn
að íjölga stofninun smátt og smátt
eftir síðasta niðurskurð og stefni
að því að vera með þetta 350-400
íjár sem er sú bústærð sem hentar
best hér án þess að ráðast þurfí í
verulegar fjárfestingar.
Fjárbúum og fé hefur fækkað
verulega í Kelduhverfi eins og
víðast að sögn Einars. „Arið 1986
var skorið niður fé hér á 11 bæjum
í sveitinni og annað eins annars
staðar í Skjálfandahólfí, vegna
riðuveiki og það var reyndar upp-
hafíð að aðgerðum sem miðuðu
að því að útrýma riðuveiki með
skipulögðum hætti. Upp úr þessu
fækkaði búum nokkuð því að ekki
hófu allir búskap á ný. Nú em hér
í sveitinni 14-15 bú sem hafa
verulegar tekjur af sauðljárrækt.
Hins vegar verður það að teljast
jákvætt sé horft til framtíðar að
meðalaldur bænda hér í Keldu-
hverfi er ekki hár miðað við land-
ið í heild. Það eru aðeins tveir
bændur yfír sextugu og aðrir tveir
yfir fímmtugu og hinir á aldrinum
30-50 ára”, segir Einar.
Hann segir að það sé í mesta
lagi einn bóndi í Kelduhverfi sem
hefur eingöngu tekjur af sauðíjár-
búskap, nánast allir vinni önnur
störf meðffam búrekstrinum mis-
mikið eftir aðstæðum hvers og
eins.”Ég er t.d. með vinnu í lax-
eldinu hjá Rifósi, þetta um 40
tíma á mánuði og Guðríður sam-
býliskona mín er í 80% starfí hjá
Norðurlandsskógum sem svæðis-
stjóri í Þingeyjarsýslum. Hún ekur
ljóra daga í viku til Húsavíkur þar
sem hún er með skrifstofuað-
stöðu. Við erum einnig svolítið í
skógrækt og sér Guðríður að
mestu um það. Þá hef ég dálítið
verið í verktakavinna hjá Land-
græðslunni við áburðardreifíngu
| 8 - Freyr 1/2003