Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2003, Page 31

Freyr - 01.02.2003, Page 31
kemur að hún er heldur vinnufrek- ari. Samt hafa minni aðföng og dýrari vara þau áhrif að hag- kvæmni í lífrænu ræktuninni er sambærileg eða betri en í hefð- bundinni rækt. Hvað má af þessu læra? Niðurstöður af þessu tagi styðja að sjálfsögðu við bændur sem leggja stund á lífræna ræktun í Evrópu. Niðurstöðumar eru í raun í mjög góðum takti við reynslu fjölda framleiðenda hvað upp- skeru varðar en þær sýna einnig að frjósemi landsins minnkar ekki, eins og stundum má heyra, heldur má færa rök fyrir því að hún held- ur aukist en hitt og að gæðum ræktunarlandsins sé vel borgið um langa framtíð. Þetta er mikilvægt með tilliti til sjálfbærrar þróunar. A Islandi em það fáir sem leggja stund á lífræna ræktun en þessar niðurstöður eru einnig hvetjandi fyrir þá. Einnig hér er mikið af jarðvegi sem er frjósam- ur að upplagi en víða kann að vera að veikt jarðvegslíf sé takmark- andi. Lífræn ræktun byggir á líf- rænum áburði, t.d. búfjáráburði, og mikil natni lögð við að ná fram sem bestri nýtingu á honum, m.a. til að lífsstarfsemi í jarðvegi auk- ist. I athyglisverðu lokaverkefui á Hvanneyri vorið 2001, þar sem gerð var athugun á langtímatil- raun, kom fram að örveruvirkni í jarðvegi var meiri í reitum sem fengu húsdýraáburð en í reitum sem fengu eingöngu tilbúinn áburð. Þetta eru athyglisverðar vísbendingar sem styðja reynslu bænda sem lengi hafa stundað líf- rænan búskap, þ.e. að meira líf sé í jarðveginum. Einnig á Islandi em vísbending- ar urn að uppskera af túnum sem fá einungis húsdýraáburð geti ver- ið álíka rnikil og þar sem einungis tilbúinn áburður er notaður og sé allavega á því bili sem urn getur í þessari tilraun. Ef takast má að halda sjúkdómunr frá kartöflu- görðum þá er einn veigamesti þátturinn sem dregur úr uppskeru í lífrænni ræktun í Evrópu úr sög- unni en annars má vinna með líf- rænum vömum hér eins og þar. Þessi tilraun og grein í virtu vís- indariti hjálpa til að koma allri umræðu um lifræna ræktun á mál- efnalegan grunn og þessar niður- stöður sýna að þeir sem stunda líf- Landgræðsla og sauð- fjárrækt... Frh. afbls. 24 Ef við gætum selt allt okkar kjöt á innanlandsmarkaði og fengjum styrk á alla framleiðsluna þá væri fjárhagurinn i lagi. Besti stuðning- ur við okkur væri ef fólk borðaði meira kindakjöt. Indjánahöfðinginn kom og vildi semja um frið eftir langvarandi átök. Hann var spurður hvers vegna hann vildi semja frið núna og hann sagði: „only chieves no indians“, það er hætt við að kerfí eins og skólar, ráðunautar og rannsóknaraðilar, sem eru til vegna og fyrir sauðíjárræktina, verði skomir niður ef það fer eins illa fyrir sauðíjárrækt eins og þeir svartsýnu spá. Lokaorð Eg er þeirrar skoðunar að land með kjarri og mnnum með opnu landi á milli skili mestri uppskem og að birki og sauðkindur fari mjög vel saman á jörð eins og okkar. Með því að friða land aðeins tímabundið og beita það síðan, meðan það heldur áfram að batna, velst í landið gróður sem þolir beit. Það em til í dag aðferðir til að breyta lélegu landi í gott, en það á engu að síður að leggja mikla áherslu á að bæta þær aðferðir sem til em og fínna nýjar. ræna ræktun þurfa ekki að óttast þá umræðu. Heimildir Ólafiir R. Dýrmundsson 2001. Líf- rænar miðstöðvar í Sviss. Freyr 2. tbl. 2001 bls 4-8 Mader, Paul et.al. 2002. Soil ferti- lity and biodiversity in organic farm- ing. Science 296, 1694-1697 Heimasíða Rannsóknastofnunar- innar í Frick: www.fibl.ch/ Frjósemi ræður gróðurfarinu. Mólendi mun hverfa af stórum svæðum á láglendi eftir því sem frjósemi landsins eykst. Lúpína er töfrajurt sem gerir það sem helst þarf að gera, auka frjó- semi landsins. Þeir sem hafa trú á Islandi sem landbúnaðarlandi geta ekki litið á hana sömu augum og plöntu sem er að gera gott land- búnaðarland óhæft til búskapar. En það er gert í einu riti Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. A Daðastöðum verður lengi hægt að finna rofabarð. Beit kinda á rofabarð er ekki til bóta. En þó að kindumar séu i einhverjum mæli til skaða er ég ekki í vafa um að bú- skapur, eins og við stundum, verð- ur til að flýta fyrir því að landið batni. Mynd af kind í einhverju þeirra rofabarða, sem enn eru héma, segði lítið um það sem raun- vemlega er að gerast á jörðinni. Fjárhag sauðfjárbænda VERÐUR AÐ BÆTA. ísland er gott landbúnaðarland og við ættum öll að sameinast um að halda því á lofti. Það er korninn timi til að Landgræðslan og Skóg- ræktin auglýsi og hvetji fólk til að borða kindakjöt. Best hefði verið að ég hefði haft ykkur heima á Daðastöðum og gengið með ykkur um landið. Ef einhveijir eru ósammála mér um einhver atriði eru þeir sérstaklega velkomnir heim á Daðastaði. Freyr 1/2003 - 27 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.