Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 35

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 35
Tafla 1. Nokkrar athuqanir á ræktun qrænmetis á 18. öld Tegund Búöardalur Bessastaðir Sauðlauksdalur Lachanologia 1762-1779 1749-1758 1761-1763 1768 Baunir # # Blaðlaukur # Blómkál # lítið Dilla # Ertur # # # Grænkál hrokkið # # # # krull Gulrófur # # # # Gulrætur # # # Gúrkur # Hnúökál ofanjarð # # Hreðka # # Hvítkál # # # # ekki höfuð Hvönn # Jakobsepli hvít # # Jaröepli rauð # # # # Karsi # Kervill # # # Kúmen # # # Laukur hvítur # # # Laukur rauður # Mirjam # # Mynta # # Næpur # # # Pastinakka # # # # Piparrót # # # Rauðkál # # # Rauðrófa # Salat # # # Salvia # # til tes # Savoj kál # Sellery # Sillara, selja # Sinnep # 10 fet Sniðkál # # Spínat # # # Steinselja # # # # Villi ertur # Melur # Alls 20 13 24 28 gera fram á dal til þess að geta veitt vatni á engi og aukið grasvöxtinn. Einnig veitti hann vatni í matjurta- garð og blómareit eftir smárennum heima við bæ í Búðardal. Garðahleðsla: Magnús sýslumaður gekk ríkt eftir því að fyrirmælum um tún- garðahleðslu væri fylgt í Dala- sýslu en hverjum bónda var skylt að hlaða 6 faðma grjótgarð sam- kvæmt konungstilskipun 1776. Umhverfís túnið í Búðardal lét Magnús hlaða grjótgarð. Einnig lét hann hlaða traðir á tvo vegu út úr túninu frá bænum. Aukinn og bættur gróður Uppgrœðsla: Magnús hvatti bændur til að slétta tún sín en hver bóndi átti ár- lega að slétta 6 ferfaðma túns samkvæmt konungstilskipun 1776. Sjálfur lét hann slétta túnið í Búðardal. Notaði hann þá skófl- ur við þúfnasléttun, sem voru þá nýtískuleg áhöld, en hann fékk sér einnig danskan plóg sem hann breytti nokkuð til að hann hentaði betur íslenskum aðstæðum. Við þessa jarðyrkju hafði hann einnig gagn af hjólbörum og vagni, sem voru þá fáséð tæki. Grœnmetisrœktun: Magnús mun hafa hafið garð- rækt sína á Melum upp úr 1758. Gat hann þar að nokkru borið starf sitt saman við garðrækt séra Jóns Bjamasonar á Ballará (1721- 1785), en prestur var einmitt mjög áhugasamur um garðrækt og var þá að hefja ræktun grænmetis. Magnús segist samt aldrei hafa séð ræktun grænmetis, þegar hann byrjar á ræktunarstörfum sínum, og telur sig aðeins hafa fengið þann lærdóm af bókum. Magnús lét síðan gera matjurtagarð mikinn í Búðardal, eftir að hann hafði flutt búferlum. Var garðlandið þrí- hymt að lögun, 80 faðma í um- mál. I þessum garði ræktaði hann margs konar grænmeti. Fræi garðávaxta var þá úthlutað ókeypis til landsmanna en einnig vom Skúli fógeti eða Eggert Ólafs- son hjálplegir með að útvega fræ. Fræ af kúmeni fékk Magnús sent ffá Hlíðarenda 1771 og köngla af tijáfræi frá L. A. Thodal, stiffamt- manni. Bera má tilraunir Magnús- ar með ræktun ýmissa plöntuteg- unda saman við þær sem gerðar vom á Bessastöðum og í Sauð- lauksdal (tafla 1). Sést við þann samanburð að Magnús hefur verið ötull við að reyna hinar margvís- legustu tegundir. Greinir hann frá niðurstöðum þessarar ræktunar í ritinu: Nokkrar tilraunir gerðar með nokkrar sáðtegundir og plönt- ur hentugar til fæðu. Hrappsey 1779, 92 bls. í þessu garðyrkjuriti var Magnús að lýsa sinni eigin ræktunarreynslu. Aður hafði Ólaf- ur Ólafsson að vísu skrifað mat- jurtabók en byggði þar mest á er- lendum árangri ræktunar. Freyr 1/2003 - 31 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.