Freyr - 01.02.2003, Side 10
grundirnar hér í kring,
að bylta bernskustöðvum
og bœta fornan svörð
og rœkta fyrir ríkið
því að ríkið á þessa jörð.
Þama yrki hann um störf sín og
um ánægjuna og lífsfyllinguna
sem er í því að yrkja jörð. Störfin
í þágu lands og gróanda fela
verkalaunin í sér.
Guðmundur var hugsjónamaður
í anda ungmennafélagshreyfingar
og samvinnustefnu. Þetta er nú
kölluð félagshyggja og þykir
heldur fágætt. I stjórnmálum
fylgdi hann Framsóknarflokknum
og var í framboði til Alþingis fyr-
ir hann, á Isafirði við tvennar
kosningar 1942 og í Vestur-Isa-
fjarðarsýslu 1946. Um 1960 tók
hann þátt í störfúm Samtaka her-
stöðvaandstæðinga. Guðmundur
Ingi trúði á æsku landsins og á
framfarir á grundvelli jafnréttis,
eins og kemur fram í kvæðinu. Eg
stend hjá þér:
Þú, vaxandi alþýðuœska,
átt allan huga minn.
Við veg þinn vildi ég standa
og verða hermaður þinn.
Ef eitthvað í hönd ég œtti,
í orðum og huga mér,
það vœri mér Ijúfast að leggja
Molar
Aukin ræktun á
ERFÐABREYTTUM
MATVÆLUM
Flatarmál ræktunarlands, þar
sem erfðabreyttar nytjajurtir eru
ræktaðar, jókst úr 52,6 milljón
hektörum árið 2001 í 58,7 milljón
hektara árið 2002 eða um
12,1%. 99% af ræktun erfða-
breyttra jurta fer fram I Banda-
ríkjunum, Argentinu, Kanada og
Kina. Meirihlutinn, eða 36,5
til liðsinnis handa þér.
(Sólstafir 1938).
Ljóðabækur sem Guðmundur
Ingi sendi frá sér urðu fimm: Sól-
stafir er kom út 1938, Sólbráð
1945, Sóldögg 1958, Sólborgir
1963 og Sólfar 1981. Heildarút-
gáfa bókanna, ljóðasafnið Sóldag-
ar, kom út 1993, með fimmtán
nýjum kvæðum í viðauka. I eftir-
mála við þá bók segir Helgi
Sæmundsson er annaðist útgáf-
una meðal annars:
Sóldagar bera þvi órœkt vitni að
Guðmundur Ingi sé i hópi listfeng-
ustu og sérstœðustu skálda okkar á
þessari öld. Og Ijóðin fimmtán í
viðauka bókarinnar, svo og
inngangskvæði safiisins, œttu að
sœta tíðindum. Þar yrkir hálfnírœð-
ur maður eins og miðaldra vœri.
Við sem áttum því láni að fagna
að kynnast félagsmálamanninum,
bóndanum og skáldinu Guðmundi
Inga munum þrátt fyrir allt lengst
minnast hins hlýja og dagfars-
prúða drengs sem á stundum á
milli stríða átti ætíð nóg af kímni
og græskulausri gamansemi. Með
honum var ætíð gott að vera.
Ræður Guðmundar á málþing-
um báru vott um prúðmennsku
hans, samfara góðri málafylgju og
málfarið var ætíð skýrt og meitlað
milljón hektarar, er undir soja-
baunarækt, síðan kemur maís-
rækt með 12,4 milljón hektara,
baðmull með 6,8 milljón hektara
og raps með um 3,0 milljón hekt-
ara.
(Bondebladet nr. 4/2003).
Meirihluti Dana vill
EKKlERFÐABREYTT
MATVÆLI
Nýlega fór fram I Danmörku
eins og brúnir vestfirskra fjalla.
Þegar það átti við gat Guðmundur
flutt óborganleg gamanmál, svo
sem um Vestfirði, menn þeirra og
málefni.
Eitt síðasta ljóð Guðmundar
Inga, ort 1990, neíhist Lokin í
nánd. í íyrri vísu þess litla ljóðs er
stutt en ótvíræð staðfesting.
Hér er mitt bú
og hér er minn fœðingarstaður.
Handtökin mín
voru bundin þessari sveit.
Hér hef ég verið
vorsins hamingjumaður.
Vísnagerð mín
er sprottin úr þessum reit.
Með Guðmundi Inga er genginn
mikill öðlingur sem íslensk mold
og íslensk bændamenning eiga
mikið að þakka.
Guðmundur Ingi Kristjánsson
var kjörinn heiðursfélagi Búnað-
arfélags Islands 1993 fyrir öll sín
rniklu félagsmálastörf og sem
kyndilberi íslenskrar bændamenn-
ingar.
Jónas Jónsson.
Ath. Beðist er velvirðingar áþví
að grein þessi hefur beðið aUlengi
birtingar.
Ritstj.
skoðanakönnun á viðhorfi fólks
til erfðabreyttra matvæla. Niður-
staðan var sú að 60,5% að-
spurðra vilja ekki slík matvæli og
47,4% eru reiðubúin til að greiða
allt að 10% meira fyrir matvörur
úr óerfðabreyttu hráefni.
Þessi niðurstaða er talin skýrt
merki um að Danir séu ekki að
snúast á sveif með erfðabreytt-
um matvælum.
(Bondebladet nr. 8/2003).
| 6 - Freyr 1/2003