Freyr - 01.02.2003, Qupperneq 32
Magnús Ketilsson,
sýslumaður
frumkvöðull bættrar nýtingar landgæða á átjándu öld
Erindi flutt á Málþingi um Magnús Ketilsson (1732 - 1803) á vegum Félags
um átjándu aldar fræði 2. nóvember 2002.
Hér verður í stuttu máli
tjallað um þátt Magnús-
ar Ketilssonar sýslu-
manns í því að vekja áhuga Is-
lendinga á ýmsu er til bóta mátti
verða í nýtingu lands á seinni
hluta átjándu aldar. Rétt er að
telja Magnús Ketilsson frum-
kvöðul að mörgum umbótamál-
um, sem lúta að jarðrækt og
hagfelldri nýtingu lands, í svip-
uðum anda þess sem nú á tímum
væri nefndur vistvænn búskapur
og sjálfbær þróun.
Madur og ætterni
Magnús er fæddur í Húsavík í
Þingeyjarsýslu 29. janúar 1732,
sonur Ketils prests þar á staðnum
og Guðrúnar Magnúsdóttur
prests, en hún var systir Skúla
fógeta (f. 1711) og Sigríðar móð-
ur Geirs biskups Vidalíns (f.
1761). Magnús var snemma settur
til mennta. Var hann tekinn í
Hólaskóla 1745 og útskrifaðist
þaðan sem stúdent 1749. Hann fór
síðan utan 1751 til náms í Kaup-
mannahafnar háskóla. Tók hann
heimspekipróf þaðan 1752 og
stundaði að því loknu nám i lög-
fræði. Var honum síðan veitt
sýslumannsembættið í Dalasýslu
1754 sem hann hélt alla ævi.
Magnús var íyrsta árið eftir heim-
komuna í Hrappsey, en hélt síðan að
Amarbæli. Þaðan fór hann að Mel-
um og bjó þar á árunum 1758 til
1762. Fluttist hann síðan að Búðar-
dal, þar sem hann bjó til æviloka.
Magnús var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Ragnhildur Egg-
ertsdóttir frá Skarði á Skarðs-
strönd. Attu þau saman ellefu
böm og komust tíu þeirra á legg.
Seinni kona hans var Elín Brynj-
ólfsdóttir í Fagradal en þeim varð
ekki bama auðið. Frá þeim Magn-
úsi og Ragnhildi er kominn mikill
ættbogi. Nú skipta afkomendur
þeirra þúsundum.
Samband við framámenn
Magnús átti góða foreldra sem
gáfu honum farsælt uppeldi og
héldu honum að bóknámi. Honum
var síðan komið í framhaldsnám
og þar kynntist hann væntanlega
þeirri umbótastefnu, sem þá var
að ryðja sér til rúms um norðan-
verða Evrópu. Þegar fjallað er um
störf Magnúsar Ketilssonar og af-
köst hans ber að hafa í huga að
hann er systursonur Skúla fógeta
sem þá er helsti umbótasinni
landsins. Skúli var sýslumaður í
Skagafirði og ráðsmaður Hóla-
skóla þegar Magnús er þar við
nám og sér Skúli svo um að
Magnúsi er veitt ölmusa á náms-
árunum þar. A sumrin er Magnús
við störf heima á búi Skúla á Ökr-
um í Skagafírði. Þegar Magnús
fer til náms í Kaupmannahöín er
hann samferða Skúla móðurbróð-
ur sínum með skipi frá Eyrar-
bakka. Er talið sennilegt að Skúli
haft greitt ferðakostnaðinn og
mikill styrkur hefur Magnúsi ver-
ið af frænda sinum þegar til Dan-
eftir
Sturlu Friðriksson,
erfða- og
vistfræðing
merkur kom. Talið er að Skúli
hafi einnig átt mikinn þátt í því að
Magnús var gerður að sýslumanni
aðeins 22 ára þótt ekki hefði hann
þá lokið laganámi. Skúli var
mjög áhugasamur um garðrækt.
Hefur hann vafalítið hvatt systur-
son sinn í þeim efnum. Var Magn-
ús þá í miklu sambandi við Við-
eyjarfólkið og fylgdist með rækt-
unarilraunum þess.
Auk þess má ætla að Magnús
hafí orðið fyrir áhrifum af um-
bótaanda Eggerts Ólafssonar, sem
fór um sveitir á árunum 1752-57
og hvatti bændur mjög til græn-
metisræktunar. Má sjá það á ritum
Magnúsar að hann vitnar oft í
ræktunarleiðbeiningar Eggerts.
ÁSTAND LANDS
Á æviárum Magnúsar Ketils-
sonar steðja ýmsir erfileikar að ís-
lensku þjóðinni. Mikill fellir var á
fé á árunum 1756 og 1757 og varð
þá einnig hungursneyð hjá fólki.
Á árunum 1760-1770 gekk fjárkl-
áðinn yfir vesturbyggðir og má
heita að þá eyddust þessar sveitir
128-Freyr 1/2003