Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 37
„Hálærður í mörgu og margfróður í flestu“ Um búfræði Magnúsar Ketilssonar Erindi flutt á Málþingi um Magnús Ketilsson (1732-1803) á vegum Félags um átjándu aldar fræði 2. nóvember 2002. „í búfræði mun hann hafa verið með mestu mönnum hjer á landi í sinni tíð. í föðurlands- sögunni með þeim betri. í tungumálum: latínu og grísku mjög vel að sjer, þýsku, frön- sku og engelsku skildi hann til hlítar, að ekki tala um dönsku og svensku, sem honum var eins töm og sitt móðurmál. í fornaldarfræðum var hann og með þeim betri, eins og í margskonar reikningslist. I lög- speki þótti hann í meðallagi. I stuttu máli: hann var hálærður í mörgu og margfróður í flestu. í þeirri gömlu guðfræði var hann og sterkur.“ Þannig hljóðar umsögn Boga Benediktssonar í Hrappsey, sem vel þekkti Magnús, um lærdóm hans. Ekki var Magnús lærður í bú- fræði og lærðir búfræðingar á 18. öldinni voru ekki margir. í tali yfir íslenska búfræðikand- ídata eru taldir tveir frá 18. öldinni er eitthvað höfðu lært, sem kalla mætti búfræði eða náttúrufræði, eða stundað þau störf, rannsóknir eða annað sem fella má undir bú- fræði. Þórður Þóroddsson er nefndi sig Thoroddí, fæddur 1736, var lærð- ur í náttúrufræði, búfræði og hag- fræði í Svíþjóð, kom heim 1779 og starfaði sem ráðunautur í Norður- og Austuramtinu. Ólafur Ólafsson - Olavíus, fæddur 1741, lærði reyndar heim- speki en stundaði rannsóknir á öllu því er laut að atvinnuvegum landsmanna og skrifaði mikið um búfræðileg efni. Þeir Magnús Ket- ilsson og Olavíus áttu svo nokkuð saman að sælda í sambandi við Hrappseyjarprentsmiðjuna. Ólaf- ur sem eigandi hennar og Magnús sem ritstjóri og ritandi alls efnis í Islandske maaneds tidender. Þriðja búnaðarmanninn á 18. öld mætti nefna; Jón Grímsson, garðyrkjumann, sem var fæddur 1742, og „var að fyrirlagi yfír- valda látinn læra jarðrækt utan- lands.“ Hann kom heim 1764 og var styrktur til garðyrkjutilrauna. Búfræðilegt umhverfí, sem Magnús Ketilsson hrærðist í, hef- ur því ekki verið sterkt ef þá nokkurt. Hins vegar hefúr hann átt sér fyrirmyndir. Þar ber fyrst að nefha þá mága, Eggert Ólafsson (1726-1768) varalögmann og séra Bjöm Hall- dórsson (1724-1794) í Sauðlauks- dal, sem báðir rituðu um náttúru- fræði og búnaðarmál, auk þess sem Bjöm var frumkvæðismaður í ræktunarmálum. Og svo Ólaf Stefánsson (Stephensen) (1731- 1812) stiptamtmann sem Magnús vitnar ofl til. Hvatningar til verka sinna, til- rauna og skrifta hefúr Magnús hlotið æmar frá móðurbróður sín- um, Skúla Magnússyni land- fógeta, að ógleymdum Jóni Ei- ríkssyni konferensráði sem lagði oft á ráðin. Af ritum Magnúsar Ketilssonar fjalla ég einkum um sauðQár- ræktarritgerðina: „Undirvísun um þá íslensku sauðfjárhirð- ingu”. Hún kom út í Hrappsey 1778 og er meðal síðari ritgerða Magnúsar og sú lengsta, um 200 bls. Þorsteinn Þorsteinsson, ævi- söguritari Magnúsar, telur þetta fyrstu skrif íslendings um sauð- ljárrækt. Áður hafði þó Hastfer barón, sem eins og kunnugt er rak fjárræktarbúið á Elliðavatni og stóð fyrir þeim örlagaríka inn- flutningi enskra og spænskra hrúta, sem fluttu ljárkláðann fyrri til landsins 1760, ritað bækling um sauðljárrækt. Hann var þýdd- ur á íslensku og gefínn út 1761. („Um stiptan, lögun og með- höndlun eins veltilbúins schæff- eries, eður gagnlegrar sauðatímg- unar og fjárafla á íslandi“). Magnús vitnar oft í Hastfer og birtir langa málskafla frá honum beint í sínu riti. Greint er frá því í ævisögu Magnúsar Ketilssonar að toll- Freyr 1/2003 - 33 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.