Freyr - 01.02.2003, Side 22
með deiliskipulagi fyrir einstakar
jarðir og verður nánar vikið að
síðar.
Frá fagurfræðilegu sjónarmiði
er mikilvægt að byggingarnar
skeri sig ekki um of úr landslaginu
og beri ekki beint við himin þaðan
sem oftast er horft að þeim. Aftur
á móti er mjög algengt að fólk vilji
hafa gott útsýni frá íbúðarhúsinu
til allra átta, bæði til að „gá til veð-
urs“ og fylgjast með umferð
manna og málleysingja. Þessi tvö
sjónarmið getur verið erfitt að
samræma. Þá er það að sjálfsögðu
einnig smekksatriði hversu mann-
virkin eigi að vera ríkjandi eða
víkjandi í landslaginu. Flvað varð-
ar ytra útlit er mikilvægt að inn-
byrðis samræmis sé gætt hvað
snertir staðsetningu, stærð, bygg-
ingarefni og litasamsetningu (Alf-
hildur Ólafdóttir 1979). Forðast
ber mjög ljósa og endurkastandi
liti á þökum og draga má úr mis-
ræmi bygginga með láréttum lín-
um. Til samræmingar hefúr lögun
þakanna afgerandi þýðingu fyrir
útlitið (Odd Brochmann 1966). En
jafnvel þó að þau séu ólík má með
gluggasetningu, mismunandi þak-
homum láta þau mynda heilstæða
mynd. Litaval hefur einnig mikla
þýðingu fyrir heildarútlitið og þá
vilja menn jafnan að þeir litir falli
sem best að hinum náttúrulegu að-
stæðum.
Þegar taka á afstöðu til hversu
langt á að vera milli bygginga og
hver á að vera innbyrðis afstaða
þeirra, rekast oft á ólík sjónarmið
hvað snertir ytra útlit, vinnu i hús-
unum og reglugerðarákvæði. Eitt
af grundvallaratriðum er að íbúð-
arhús skulu þannig staðsett að það
sé fyrsta húsið sem komið er að á
bænum og þess jafnframt gætt að
umferðaleið gripanna eða til
gripahúsanna liggi ekki yfir bæj-
arhlaðið (Gunnar Jónasson 1976).
Einnig þarf að líta til framtíðar-
áforma varðandi stækkun á rekstr-
Oddgeirshólar í Hraungerðishreppi. Byggingar, jafnvel háreistar, falla vel að
landslaginu. (Ljósm. Gunnar. M. Jónasson).
bæ en sveit, þar sem þau standa
ein sér og oftast nokkuð framandi
í umhverfmu. Okkur vantar líka
skógana til að milda svipinn og
tengja mannvirkin umhverfinu“.
Þessi orð Þóris eiga við enn í
dag. Sem áður er það viðfangsefni
arkitekta að fella mannvirkin að
landslaginu út frá fagurfræðilegu
sjónarmiði. Við teljum að það
þurfi að leggja enn aukna áherslu
á þann þátt í framtíðinni. Jafn-
hliða því sem reynt verði að sam-
ræma ásýndina sem best hinum
hagnýtu þáttum. Eitt af grundvall-
aratriðum við þá vinnu er að
skipuleggja, eftir því sem kostur
er, með nægum fyrirvara og reyna
að rýna eins og tök eru á fram í
tímann. Tilgangur skipulagslaga
og reglugerða er m.a. að stuðla að
þeirri þróun, en það má t.d. gera
Lyngholt i Leirár- og Melasveit. Býli í þjóðleið til fyrirmyndar um snyrtilega
aðkomu og umgengni. (Ljósm. Gunnar M. Jónasson).
118 - Freyr 1/2003