Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 26

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 26
iSHg ast líka til að geta ræktað upp með fræi og áburði á næstu tveimur til þremur árum. Áætlunin Ég hef gert áætlun sem við höf- um unnið eftir, bæði til langs og stutts tíma. I sinni einföldustu mynd hefur hún gengið út á að girða af tímabundið það land sem verst er farið og sá lúpínu í það, en nota fræ, skít og áburð á mela sem ekki er auðvelt að girða af. Hvernig lít ég á land? Skoðanir mínar um beit og land- bætur hafa mótast af ýmsu sem ég hef lesið, ferðalögum og af því að ræða við aðra. Ég tel þó að ég hafi lært mest af því sem í dag er kall- að að lesa landið. Margt, sem ég trúði og hélt hér áður fyrr, hef ég orðið að endurskoða eftir því sem náttúran kennir mér meira. Ég tel að frjósemi jarðvegs sé atriði sem of lítið sé rætt um. Mínar skoðanir og viðhorf eru nátengd þessu atriði. Það ræðst mikið af fijósemi jarðvegs hvað vex í honum, sé ffjósemin lítil sem engin, vex lítið. Væri sturtað fijósömum jarðvegi í hrúgu á mel eða í rofabarð þyrfti yfirleitt ekki að sá í hrúguna, hún greri fljótt upp. Mér sýnist líka að ef frjósemi jarðvegs er hrunin, get- ur það eitt og sér leitt til uppblást- urs Þegar frjósemi melanna eykst fer að vaxa mosi og beitilyng. Krækiberjalyng fer líka að sjást. Þegar fijósemin eykst meira fer að koma bláberjalyng og eitthvað af grasi. Ef ég ber skít á lyngmóa breytist gróðurfarið, gras fer að verða ráðandi. Hér er gamall tún- blettur sem unnin var úr mólendi fyrir 30 til 40 árum. Það hefúr ekki verið borið á þetta tún í fjölda ára. Frjósemi hans er að minnka og lyngið farið að taka við af grasinu. Það sama er að gerast á sumum þeim melum sem við ræktuðum upp fyrir nokkrum árum og erum hætt að bera á. Þegar við erum búin að rækta upp mela, hvort sem það er með skít og áburði eða með lúpínu, fara melamir að gefa af sér áburð. Kindumar beita sér og flytja til frjósemina. Meðan melamir em gróðurlausir taka þeir frá móun- um. Það er greinilegt að móamir fara að batna hraðar þegar melam- ir gróa upp. Meira gras kemur í þá. Það er þónokkuð kjarr hér á jörðinni og meðal annars sam- felldur um 15-20 hektara skógur og kjarr út frá þessum skógi. Utan við skóginn er sums staðar rýr mói, hann er að vísu skárri en hann var fyrir 20 ámm en engu að síður víða mjög lélegur. Mosi, beitilyng og krækiberjalyng eru ráðandi. Skógurinn sækir út á þessa móa. Það em stakar birkiplöntur þama um allt, fleiri eftir því sem nær 122 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.