Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 29
Langtímatilraun í lífrænni ræktun - grein í vísindaritinu að ber til tíðinda þegar grein um jarðrækt birtist í því virta og þekkta vís- indariti Science og ekki síst þegar greint er frá langtímatil- raun og það meira að segja samanburður á hefðbundinni og lífrænni rækt. Þetta gerðist síðastliðið vor (2), en þá var greint frá mjög merkilegri til- raun sem gerð er á rannsókna- stofnun um lífrænan landbúnað í Frick í Sviss (Forschungsins- titut fiir biologischen Landbau). í tilrauninni hafa nokkrar að- ferðir við lífræna ræktun verið bornar saman við hefðbundna ræktun síðastliðin 21 ár. Aður hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur sagt nokkuð frá þessum tilraunum (1) Science vænu reitunum. A lífrænu reitina var að auki borið á lítið magn af bergdufiti og kalkríku magníum- grýti. A lífefldu reitina voru sér- staka blöndur notaða. Kúamykja gerjuð í kýrhomi og kísill einnig gerjaður í kýrhomi. Illgresi var eingöngu eytt á vélrænan hátt í líf- rænu reitunum en að auki með plöntueyðum á reitum í hefðbund- inni rækt. Plöntusjúkdómar vom einungis meðhöndlaðir óbeint í lífrænni rækt en með sveppalyíj- um í hefðbundinni rækt. Skordýr- um var haldið niðri með plöntu „extröktum“ í lífrænni rækt en með skordýraeitri í hefðbundinni rækt. Eftir að hefðbundinni rækt var breytt í vistvæna rækt vom lyf einungis notuð eftir þörfúm eftir reglum þess búskaparlags. eftir Þorstein Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri Uppskera I það heila er uppskera lífrænu reitanna um 80% af uppskeru þeirra hefðbundnu að meðaltal- i í þau 21 ár sem tilraunin hefur staðið. Það er hins vegar mikill munur eftir því hvað er ræktað. Þannig var kartöfluuppskera í líf- rænni rækt að mestu milli 30 og 40 tonn/ha sem var einungis 58 - Tilraun Tilraunin er á frjósömum löss jarðvegi og gerður er samanburð- ur á hefðbundinni rækt, með og án búfjáráburðar og tveim gerðum af lífrænni rækt, lífefldri og lífrænni (2 og 3). Skiptirækt í líkingu við það sem tíðkast í nágrenninu var notuð en í henni eru kartöflur, vetrarhveiti, grænmeti og smára - gras tún. Hefðbundna ræktunin var eftir nokkur ár færð yfir í svo- kallaða „Intigrated cultivation“ eða vistvæna rækt eins og það hefur verið nefnt á íslensku. Áburðarmagn á hefðbundnu reit- ina var í samræmi við almennar leiðbeiningar og á lífrænu ræktun- ina rotinn búfjáráburóur og mykja miðað við 1,4 stórgrips einingu sem einnig var viðmiðunin í vist- Loftmynd af tilraunasvæðinu i Therwyl i Sviss (stutt frá Basel). Heimild heimasíða rannsóknastöðvarinnar. www.fibl.ch/ Freyr 1/2003 - 251

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.