Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 28

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 28
Gunnar á Daðastöðum fór til Ástraliu og Nýja-Sjálands og lærði þar að nota hunda við fjárgæslu. Hann hefur flutt inn fjárhunda og haldið mörg námskeið i notkun þeirra víða um land. Gunnar er for- maður Smalahundaræktarfélags ís- lands. (Freysmynd). henni sem unglingur fyrir ofan Hafnaijörö. Áður en ég varð bóndi fékk ég ijölskylduna með mér að tína lúpínufræ sem ég svo sáði með góðum árangi. Ég sá líka, eft- ir að við fluttum hingað norður, að lúpínan gæti gert okkur mögulegt að rækta melana margfalt hraðar upp. Þrátt fyrir góðan ásetning fór- um við ekki að nota lúpínu til ræktunar fyrr en við gátum fengið ffæ frá Landgræðslunni. Ræktunin með lúpínunni hefur verið töfrum líkust. Það er geysilega gaman að sjá lúpínuna breyta öllu þessu landi, sem áður voru ófrjósamir melar, í gott beitiland. Hér er ég kominn að því sem ég tel lykilatriði, landbætur em ekki hvað síst tæknilegt vandamál. Við höfúm þegar tækni sem er ágæt, eins og að rækta upp með fræi, áburði og lúpínu. Það er líka hægt að planta trjám. En það þarf að þróa fleiri aðferðir sem duga bónda með vandamál af þeirri stærðargráðu sem við höfúm á Daðastöðum. Númer eitt er að fá smárafræ og ódýrari leiðir til að koma birki af stað. Það er margt tæknilegs eðlis sem mér hefúr dottið í hug en ekki komið í verk. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að eyða meira í tæknilegar lausnir og minna í margt annað. Hvers vegna stundum VIÐ LANDGRÆÐSLU OG BORGAR ÞAD SIG? Það gefúr mér meiri ánægju við búskapinn en nokkuð annað að sjá ónýtt land verða að góðu landi. Að sjá hvem melinn af öðmm gróa upp. Að aka heim að Daðastöðum og horfa yfir algróið land, sem áður var flekkótt af melum, lilýjar mér um hjartarætur. Hvort við höfúm beint grætt á því er önnur saga. Bændur verða að bæta landið til að hafa góða ímynd, það borgar sig til lengri tíma. Afúrðir fjárins hér hafa aukist, en það er raunhæfara að rekja það til þess að fóðrun hefúr batnaó og að fé í Öxarfirði hefúr fækkað og að það hafa verið góð grasár undanfarið, heldur en að þakka landbótunum meiri afúrðir. Landbætumar skila sér aftur á móti ótvírætt í bættri haustbeit. Til ffamtíðar sé ég fyrir mér að ef landbætur verða stundað- ar hér áffam, getur það haft úrslita- áhrif um búsetu á þessari jörð. Bætt- ir hagar munu þá mjög auðveldlega geta ffamfleytt þeim fjölda fjár með góðar afúrðir, sem tækni ffamtíðar mun krefjast af bændum. ÍSLAND ER GOTT LANDBÚNAÐARLAND í mínum huga er það gmndvall- aratriði í því hvemig við nálgumst landgræðslu í þessu landi, hvort við höfúm trú á landinu sem land- búnaðarlandi eða hvort við emm bara fyrst og ffemst að fegra það. Það var í blöðunum verðkönnun sem bar saman verð á matvælum í nokkrum löndum Evrópu. Þar kom fram að tveir lítrar af kók kostuðu 88 kr. á Spáni en 230 kr. á Islandi. Það er alveg það sama í kókinu á Spáni og Islandi nema vatnið. Skyldi kókið kosta 88 kr. á Islandi ef vatnið yrði flutt frá Spáni? Eða kannski er Island bara svona vont kókland? Miðað við kókvísitöluna eru landbúnaðar- vömr ekki dýrar á Islandi. Fyrst og fremst verða menn að muna að þó að landbúnaður hér eigi við margan vanda að stríða á það við um landbúnað almennt, bæði hér og annars staðar. Þegar ég byrjaði að skrifa niður það sem kom upp í hugann um erfiðleika bænda er- lendis sem ég hef unnið hjá, sá ég fljótt að það var efni í marga fyr- irlestra og því miður ekki tími til að fara í það hér. „Basl er búskap- ur“ segir einhvers staðar, og það hef ég lært að em sannmæli. VlLDI HAFA GERT MEIRA Ég er nokkuð ánægður með margt sem við höfúm gert, en hefði engu að síður viljað hafa ræktað meira og prófað fleiri aðferðir við ræktun. Fjárhagur sauðfjárbænda hefúr versnað mjög mikið undan- farin áratug. Þá unnum við hjónin bæði við búið og höfðum strák til aðstoðar á sumrin. I dag vinnur konan fulla vinnu utan bús og ég vinn í íhlaupum við annað. Við höfúm ekki haft strák hér mörg undanfarin sumur. Að reka þetta bú og stunda ræktunarstarf á landi sem er þrisvar sinnum stærra en Heiðmörkin væri miklu auðveld- ara ef fólk borðaði meira kindakjöt Framhald ci bls. 27 124 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.