Freyr - 01.02.2003, Síða 38
kammerið, þ.e. Jón Eiríksson kon-
ferensráð, hafi falið Thodal stipt-
amtmanni að fá Magnús Ketilsson
til að semja ritgerðina. Ætlast var
til að hann legði Hastfersbækling-
inn og útlendar bækur til grund-
vallar. Magnúsi var m.a. send
sænsk bók eftir Boyer nokkum og
vitnar hann oft beint í hann.
Þá vitnar Magnús einnig alloft í
enska höfunda og mjög oft í
„reynda og forstönduga“ bændur
um fjármeðferð og góða Qár-
mennsku.
Magnús var að sjálfsögðu kunn-
ugur fjármennsku ffá bamæsku og
allvíða vitnar hann í það sem tíðk-
ast á Norðurlandi og norðlenskar
aðstæður, hvort tveggja frábrugð-
ið því vestlenska.
í formála að ritinu vitnar Magn-
ús í Hannibal hershöfðingja sem
hafði hlustað með athygli á há-
lærðan rómverskan skólameistara
flytja ræðu um hemaðarlist og var
spurður hvemig honum hafi líkað:
„Eg er alvanur við það að heyra
fólk tala um þá hluti sem það hef-
ur ei vit á.“ „Þessu mega bændur
svara,“ segir svo Magnús, „þá þeir
hér sjá að ég fyrirskrifa þeim regl-
ur um þá hluti, sem þeir miklu
betur kunna en ég og em vanir frá
bamdómi“. Þama slær hann var-
nagla sem margur síðaritíma bú-
fræðingurinn hefði mátt tileinka
sér.
Skipulegar reglur
Magnús heldur upp á reynslu
bænda og talar um ánægjuna sem
hann hafi hafi af því að tala við
reynda og forstönduga bændur og
segir svo: „Greinilegar og skipu-
legar reglur em þó altíð góðar og
nytsamlegar, en: þeim sem hafa
lært einn lilut af vana og hluturinn
er miklu auðnæmari þá menn læra
hann og vana (þ.e. venja sig á
hann) eftir reglum heldur en
reglulaust.“ Reglumar em hinar
hagnýtu leiðbeiningar: Svona á að
fóðra, svona að kynbæta o.s.frv.
En að baki þeim þarf að liggja
þekking og skilningur ef mögu-
legt er. Ekki aðeins hvemig á að
fara að hlutunum heldur og hvers
vegna. Mjög víða gerir Magnús
Ketilsson tilraunir til að skýra
hvers vegna - hvað liggur á bak
við?
Að bera eld í stekk
Eitt skemmtilegasta dæmi um
þetta er þegar hann ræðir um „Að
bera eld í stekkinn. „Það em nú
margir famir að kalla hjátrú og
hégóma að bera eld í stekk; þetta
gjörðu þó gamlir menn og trúðu
að þá flýgi síður undir fé, og svo
varð þeim eftir trú sinni“. (Það að
fljúgi eða taki undir ær - var not-
að um það þegar ær fengu heift-
arlega júgurbólgu). „So gengur
það nú almennt, að þá menn skil-
ja ei orsökina til einhvers við-
burðar gjöra menn úr því annað
hvort lýgi, eður hjátrú og hindur-
vitni“.
Hann segist ekki trúa því að
undirflog (júgurbólga) stafí af
því að steindepill fljúgi undir
æmar, eða þó hann gerði það
gæti hann ekki orsakað slíkt né
heldur tryði hann á tilberann eða
snakkinn sem orsakavalda. Held-
ur gerir hann sér þá tilgátu að í
jörðinni, ekki hvað síst í stekkj-
unum, séu á summm einhver þau
illyrmi svo smá að ekki sjáist. Og
að þessir ormar eigi sök á júgur-
bólgunni. Er þá orðið stutt í raun-
veruleikanum, þ.e.a.s. sýkla í
jörð sem geta valdið bólgu og
drepi. Að bera eld í stekk hefur
þá verið til sótthreinsunar. En
auðvitað var þetta löngu fyrir
daga Pasteurs. Síðar ræðir um
það í ritgerðinni að „elda fjárhús-
in“ áður en farið er að láta fé lig-
gja inni að vetri.
Ad skapa nýtt fjárkyn
Miklu verri vísindi á okkar
mælikvarða er sú „kynbótafræði“
sem Magnús kennir og kemur
mjög víða fyrir í sambandi við
æskilega eiginleika fjárins. I fáum
orðum sagt er gmndvöllur þeirra
„kynbóta" sá að áunnir eiginleikar
erfist.
Hver bóndi getur myndað nýtt
kyn með því að velja sér sex ær úr
hjörð sinni. Láta þær hafa besta
atlæti allt árið, bera snemma og þá
eiga þær góð (væn) lömb að
hausti. Lömbin skal ala vel og
velja þeim besta haga. Þannig skal
ala þennan litla stofn ættlið eftir
ættlið og fá menn þá smám saman
nýtt kyn.
Orðrétt segir: „Nú muni enginn
neita því að það sé betra að hafa
gott sauðakyn, sem vel mjólkar og
skerst og hefur mikla og góða ull.
Slíku kyni gæti hver bóndi komið
sér upp ef hann tæki frá nokkrar
ær, hvor eftir sínum efhum og
hefði þær í öðm lagi (sér), gjörði
þeim eins vel og kúnum og léti
þær fá þegar 5 eða 6 vikur væri af
vetri (þ.e. mjög snemma) og kæmi
sér svo smám saman því kyni.“
Hann telur að þó að þetta kost-
aði kýrfóður á hveijar 6 ær mundi
mjólk þeirra borga þann aukna
fóðurkostnað; „svo mundu þær
vel mjólka fram á jól og jafnvel
lengur“. „Og síðan að vorinu
miklu betur en nokkur kýr“. (þ.e.
hverjar sex ær). - „Þessa hefi ég
dæmi fyrir norðan og hefði fýrir
löngu reynt ef ijárfaraldurinn
(kláðinn) hefði ekki aflagað það
fyrir mér.“ Nú kveðst hann hafa
byijað og þegar valið sér einar sex
ær til framtímgunar og vonast að
fá af þeim mesta gagn. Kynbóta-
fræði þessa hefur hann úr hinum
erlendu ritum og segir: „Hvað er
sú útlenda“ fjártímgun annað en
þetta?
Ullin og ensku hrútarnir
Gerð ullarinnar og magn skipta
miklu máli og hvað eftir annað
134 - Freyr 1/2003