Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 2

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 2
Norðrið og suðrið snúi bökum saman Á sl. vori var haldin hátíðar- samkoma í Osló í tilefni af 25 ára afmæli “Utviklingsfon- dets”. Meðal dagskrárliða var að efnt var til paliborðsumr- æðna þar sem þrjár konur sátu fyrir svörum; Hege Norland frá Norsk Bonde- og Smábru- kerlag, Anuradha Mittel frá samtökunum FoodFirst í Bandaríkjunum og Neth Dano frá samtökunum SEARICE á Filippseyjum. Ameríski draumurinn Anuradha Mittel íjallaði um „Ameríska drauminn“ í augum Mexíkana. Mexíkó var sjálfu sér nægt um bæði sojabaunir, hrís- grjón og hveiti. En eftir stofnun fríverslunarbandalagsins NAFTA í N-Ameríku hafa Bandaríkin náð 95% markaðshlutdeild i verslun með sojabaunir í Mexíkó. Þá ráða þeir yfír helmingi af hrís- grjóna- og hveitimarkaði í land- inu. Afleiðing þessa er hrun í land- búnaði í Mexíkó þar sem 600 býli leggjast í eyði á dag um þessar mundir og bændumir verða at- Altalað á kaffistofunni Finn ég hrollinn Eftirfarandi haustvísu orti Bjami Jónsson úrsmiður á Akureyri. Finn ég hrollinn, fiarri er vor, jolvar á bolhmi lánna, skurnar á pollum, skorpnar for, sbjáfar í kollum trjánna. vinnulausir. í örvæntingu sinni reyna þeir að komast ólöglega til Bandaríkjanna í atvinnuleit. Tak- ist það bíður þeirra láglaunavinna í Kalifomíu þar sem þeir hafa 20 dollara í vikulaun. Hungur í Indlandi Aukin alþjóðleg viðskipti með matvæli hafa einnig haft óheilla- vænlegar afleiðingar fyrir bændur í Indlandi og Indverja yfirleitt. 380 milljón Indverjar em van- nærðir en á sama tíma fækkar ind- verskum bændum um tvær millj- ónir á ári. Nokkuð af frjósamasta ræktunarlandinu er notað undir túlípanarækt og uppskeran flutt út. Fleiri fangar en bændur i Bandaríkjunum Bandaríkin standa í fararbroddi fyrir frjálsri verslun með matvæli. Með öflugu styrkjakerfi heima fyrir stunda þeir útflutning á mat- vælum til æ fleiri landa. En einn- ig í Bandaríkjunum fækkar bænd- um. Árið 1939 lifðu 25% Banda- ríkjamanna af landbúnaði en nú 2% og er nú svo komið að það eru fleiri fangar í landinu en bændur. Jafnframt eldist bænda- stéttin hratt. Meðalaldur banda- rískra bænda er 55 ár og meðal- bóndinn hefur aðeins 14% af tekjum sínum af búskap þrátt fyr- ir alla hagkvæmni stórrekstrar- ins. Sjálfsvíg eru algeng meðal bandariskra bænda en oft era þau sett á svið sem slys til að tryggja Ijölskyldunni tryggingabætur. Norðrið og suðrið STANDI SAMAN Norðrið og suðrið geta staðið saman í baráttu íyrir tilvera sinni innan WTO, sagði Neth Dano frá Filippseyjum, en starfssvið henn- ar er barátta fyrir matvælaöryggi og líffræðilegum fjölbreytileika í Suðaustur-Asíu. Við höfum séð afleiðingar af lækkun og niðurfellingu tolla. Áð- ur vora í gildi 100% tollar á inn- flutningi grænmetis til Filipps- eyja, nú era þeir 7%. Lækkun tolla útrýmdi grænmetisfram- leiðslu á norðanverðum eyjunum og nú ræktum við þar aspargus í stórum stíl, sem heimamenn hafa ekki vanist að neyta og er fluttur út. Bændum þar hefur þar með fækkað um 10-20%. Hins vegar hefur fjöldi Filippseyinga, sem leitar sér vinnu erlendis, aukist mjög. Þótt það hljómi nöturlega þá hefur stríðið í írak bætt at- vinnuástand Filippseyinga úti um heim, sagði Neth Dano. Samstaða Ég er fulltrúi evrópskra kvenna í samtökunum Via Campersina, en það era alþjóðleg samtök bænda og landbúnaðarverkamanna. Fyrir okkur er samstaða bænda í norðri og suðri mikilvægust, sagði Hege Nerland. Við viljum viðhalda tollavemd sem almennri reglu. Varðandi stuðning við þróunarlönd geta rík lönd hins vegar samið við þau sér- staklega um tollaívilnanir. Á hinn bóginn berjast samtök okkar gegn kostnaðarsömum langflutningum á matvælum heimsálfanna á milli. Þá berjumst við fýrir því að hvert land hafi sjálft vald yfir því hvar matvæli þess séu framleidd. Bændur í Nor- egi era núna um 60 þúsund og fækkaði sl. ár um 4.000. Það er þróun sem verður að stöðva. (Þýtt og endursagt úr Bonde og Smábruker nr. 6/2003). | 2 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.