Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 26
Aliminkur. (Freysmynd).
skýli sem víðast eru notuð í öðr-
um löndum.
Fóðurgerð og kynbótastarfsemi,
þ.e. fagleg vinnubrögð hvað þessa
þætti áhrærir, er nú að komast á
þokkalegt stig hérlendis. Þetta má
ráða af því að hérlend framleiðsla
er orðin sambærileg því sem gerist
í mörgum nágrannalöndum. A
þessum sviðum hafa verið stigin
mjög stór framfaraskref á undan-
fömum 3-5 árum. Þær framfarir,
sem hafa orðið á þessum tíma,
segja okkur m.a. það að ef áfram er
haldið á sömu braut nálgumst við
hratt þá bestu í faginu - og fram úr
þeim ætlum við að sjálfsögðu.
I gegnum það samstarf, sem
samtök loðdýrabænda eiga við
systrasamtök sín á Norðurlöndun-
um, höfúm við greiðan aðgang að
öllu því nýjasta á sviði tilrauna og
rannsókna varðandi loðdýrarækt.
Sömuleiðis hafa forsvarsmenn
danskra loðdýrabænda lýst því yfir
að þangað getum við sótt faglega
aðstoð okkur að kostnaðarlausu.
Að lokum er sjálfsagt að nefna
þann auð sem fólginn er í allri
þeirri þekkingu sem bændur búa
yfir. Þessi þekking hefur verið að
safnast saman á sl. árum og ára-
tugum og enginn skyldi vanmeta
hana. Það er einfaldlega allt önnur
staða hvað þennan þátt áhrærir en
var fyrir áratug eða meira.
Hvað þarf til?
Ef takast á að byggja upp loð-
dýrarækt hér á landi, þannig að
vel fari, þarf ýmislegt að koma til.
Líklega er þar íyrst til að taka að
trú manna á greinina þarf að end-
urreisa. Það verður tæpast gert
öðruvísi en að leggja fram allar
staðreyndir sem máli skipta og
treysta síðan á að þær upplýsingar
verði metnar af skynsemi og for-
dómalaust.
Samtök bænda, SÍL og BÍ, sem
vinna að málefnum greinarinnar,
þurfa að móta skýra stefnu til
framtíðar, stefhu sem tekur á öll-
um þeim þáttum sem hafa afger-
andi áhrif á afkomu greinarinnar.
Að slíkri vinnu þarf einnig að
kalla önnur yfírvöld og þjónustu-
aðila landbúnaðarmála svo sem
Landbúnaðarráðuneytið, Lána-
sjóð landbúnaðarins og Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins. Einnig
væri æskilegt að sveitarstjórnir
viðkomandi svæða kæmu að mál-
inu svo og Byggðastofnun.
Uppbygging heillar atvinnu-
greinar mun að sjálfsögðu aldrei
verða bam í brók nema að málum
komi einnig aðilar sem ráða yfir
fjármagni. Með aukinni tiltrú á
möguleika greinarinnar er eðlilegt
að ætla að áhugi fjárfesta vakni.
Þar er einnig möguleiki að leita út
fýrir landsteinana. Nefha má sem
dæmi að ef loðdýrarækt verður
bönnuð í Hollandi, eins og sumir
eru að spá, verða þar aflögð um
200 loðdýrabú sem velta á yfir-
standandi ári 6-7 milljörðum íkr.
Hví skyldu ekki einhverjir þessara
bænda hafa áhuga á að koma hing-
að? Er það ekki þess virði að það
sé kannað? Vel má hugsa sér að
gefa út kynningarefhi um mögu-
leika greinarinnar hér á landi sam-
anborið við önnur lönd, efni sem
aðgengilegt væri bæði innlendum
og erlendum fjárfestum.
Að lokum
Það sem hér að framan hefur
komið fram eru hugleiðingar
manns sem hefur starfað við loð-
dýrarækt í 20 ár, sem kennari í
greininni, ráðunautur, bóndi og
nú síðast sem formaður Sam-
bands íslenskra loðdýrabænda. Á
þessum árum er ég búinn að sjá
gerð bæði mistök og einnig og
ekki síður góða hluti. Mistökin
eru til að læra af þeim og góðu
verkin til að byggja framtíðina á.
í mínum huga er fyllilega komin
tími til að menn hætti að velta sér
upp úr mistökum og snúi sér að
því að athuga í alvöru hverjir
möguleikar okkar eru. Ef það
verður gert á faglegan hátt þá er
ég þess fullviss að niðurstaðan
verður sú að það sé skynsamlegt
að leggja fleiri egg en nú eru i
þessa körfu. Þjóðarbúið og þá
ekki síst ákveðin svæði á landinu
geti haft af slíku mikinn stuðning,
stuðning sem búseta víða i hinum
dreifðu byggðum kallar ákaft á en
fær of lítið af.
[ 26 - Freyr 8/2003