Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 12
Úr tilraun með samanburð é búfjáráburði og tilbúnum áburði. Aðstoðarstúlka Rikharðs krýpur I tilraunareit sem fengiö hefur sauðatað. Sjá texta. (Ljósm. Magnús Óskarsson). bundni landbúnaður eigi að nýta sér hana, frekar en að agnúast út í lífrænan landbúnað og tala um hann sem trúarbrögð og eitthvert rugl. Hér áður gengu kaldar kveðjur milli hefðbundinna bænda og líf- rænna í Danmörku. Það gerist ekki lengur. Lifræn mjólk er þar 20% af mjólkinni og á sér fastan kaupendahóp og í verslunum stan- da þessar vörur hlið við hlið, hvor á sínu verði. í Danmörku eins og hér er hins vegar ekki mikill markaður fyrir lífrænt kjöt, og þá hvað síst fyrir lífrænt svína- eða kjúklingakjöt. Þar er líka orðinn mikill munur á framleiðslukostnaði. I lífrænni alifuglarækt má ekki hafa fuglana í búrum, þeir skulu fá að vera ut- andyra, en þar eiga þeir á hættu að komast í snertingu við ýmsa sýkla í umhverfinu, svo sem camphylo- bakter. Það verður líka að horfast í augu við að það er verulega hærra hlutfall fugla sem drepst úti en í búrum, mig minnir að hlut- föllin séu 20% úti en 5% i búrum. Þeir sem leggja fyrir sig lífræn- an búskap verða að gera það út frá heildstæðri lífssýn en ekki út frá hagnaðarvon. í hefðbundnum bú- skap eru ótakmarkaðir möguleikar til að afla allra rekstraraðfanga í búskapnum. I lífrænum búskap gildir það ekki, þar verður að ná sem bestri uppskeru með tak- mörkuðum aðföngum þar sem t.d. tilbúinn áburður og jurtavamar- efni koma ekki að. Þetta kristallar þá lífssýn sem hér er á ferð. Það er til hreyfing sem heitir.”Slow cooking”, eða hæg eldamennska, sem er stillt upp gegn annarri sem nefnist “Fast food” eða hraðeldamennska og hinir fjölmörgu skyndibitastað- ir bjóða upp á. Slow cooking gengur út á það að elda mat í tvo klukkutína og borða síðan í einn, en ekki borða hamborgara á tiu mínútum. Búfjáráburður Nýting bitfjúráhurðar? Já, nýting búfjáráburðar á sér fleiri en eina hlið. Lengi var þetta eini áburðurinn sem bændur áttu völ á og sem þeir nýttu til fúlln- ustu, bæði sem áburð og til eldi- viðar. Svo kom að því að men fóru að líta á hann sem úrgang sem best væri að losna við með sem minnstri fyrirhöfn, út í ár og læki eða fyrir sjávarbakkann. Á síðari árum hafa augu manna opnast fyrir því að nauðsynlegt er að koma honum inn í hringrás náttúrunnar og í mörgum löndum er búfjáreign bænda takmörkuð við það að þeir eigi ræktunarland til að taka við skítnum. Hér á landi eru enn ekki komnar jafn strangar reglur en það er skylda að nýta hann á ræktunarland eða til upp- græðslu en bannað að losa hann út í vatnsföll eða í sjó. I lífrœnum landbúnaði má ein- ungis nota búfjáráburð. Hefur hann einhver önnur áhrif en tilbú- inn áburður? Til að svara því langar mig að segja frá tilraun með N, P og K sem gerð var að tilhlutan Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, og hefur staðið hér á Hvanneyri frá árinu 1977. Þar eru borin saman áhrif búfjáráburðar og tilbúins áburðar. Þar eru reitir sem hafa einungis fengið sauðatað, 15 tonn á ha á ári, (en að vísu 20 tonn á ha af kúamykju fyrstu tvö árin). Að öðru leyti eru þarna vaxandi skammtar af N, P og K í tilbúnum áburði. Handbók bænda segir að 15 tonn af sauðataði gefi við bestu skilyrði 60 kg N á ha og auk þess nóg af fosfór og kalí. Tilraunin hefur nú staðið í 26 ár og fyrstu árin gaf tilraunaliðurinn með sauðataðið það sem vænta mátti, hliðstætt lið með 60 N á ha í tilbúnum áburði. Svo fór hann að hækka og hækka og fer svo upp í það að gefa jafn mikið af sér og þeir reitir sem fá 180 kg N á ha, alltaf með sama skammtinn af skít. Hvað er að gerast? Fyrsta skýr- ingin er að þama sé að safnast upp köfnunarefni. En af hverju eru þessir reitir alltaf ljósgrænir á lit- 112 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.