Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 35

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 35
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Brautskráning búfræðinga og kandídata vorið 2003 Brautskráning búfræð- inga og kandídata frá Hvanneyri fór fram 24. maí sl. Utskrifaðir voru 23 bú- fræðingar, þar af tveir sem fjarnemar. Nöfn þeirra fylgja hér með. Einnig voru útskrifað- ir 12 búfræðikandídatar með BS-90 próf frá skólanum, 9 af búvísindabraut og 3 af landnýt- ingarbraut, sjá annars staðar í þessu blaði. Hæstu einkunn á háskólaprófí hlaut Gunnfríður Elín Hreiðars- dóttir. Hún stundaði nám á búvís- indabraut og fékk einkunnina 8,78. Á landnýtingarbraut var hæsta einkunn 8,30, en hana hlaut Cathrine Helene Fodstad. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut svo Sigurbjörg Sigurbjömsdóttir, með einkunnina 8,64. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur útskrifast eftir að hafa stundað allt sitt háskóla- nám við LBH eftir að skólinn var formlega gerður að háskóla með lögum árið 1999. í skólaslitaræðu sinni sagði Magnús B. Jónsson, rektor, m.a.: í dag brautskráum við búfræð- inga og fyrstu nemendur sem lok- ið hafa námi sinu eftir breyting- una á háskólanámi skólans sem gerð var í kjölfar nýrra búfræðslu- laga. Þá var búfræðiprófið fellt niður sem undanfari háskóla- námsins og námið lengt í 4 ár til búfræðikandidatsprófs og nú brautskrást fyrstu nemendurnir sem lokið hafa BS-90 prófi frá skólanum. Þær breytingar sem urðu á skipulagi skólans með stofnun Landbúnaðarháskólans em smám saman að koma í ljós. I kjölfar Nýir nemendagarðar á Hvanneyri. (Freysmynd). Freyr 8/2003 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.