Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 6
Kornræktin hefur lyft ís-
lenskri ræktunarmenningu
Viðtal við Ríkharð Brynjólfsson, prófessor í jarðrækt við Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri.
Ríkharð Brynjólfsson er
prófessor í jarðrækt við
Landbúnaðarháskólann
á Hvanneyri og hefur um Iangt
skeið verið þar í forystu í rann-
sóknum og kennslu í þeirri
grein. Fyrir nokkru leitaði
fréttamaður Freys á fund hans
til að fræðast um hann og störf
hans að þessum undirstöðu-
þætti landbúnaðarins.
Ætt og uppruni?
Ættir mínar eru mest af Austur-
landi og ég er fæddur á Reyðar-
firði þar sem faðir minn vann þá
hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Eftir
viðkomu í Stykkishólmi flutti
ijölskyldan til Reykjavíkur þegar
ég er sex ára og þar bjuggum við
í Þingholtunum en faðir minn
vann hjá Bókaútgáfú Menningar-
Ríkharð Brynjólfsson.
sjóðs. Ég var svo nokkur ár í sveit
á sumrin og einn vetur hjá frænd-
fólki mínu á Sómastöðum í Reyð-
arfirði og þar fékk ég án efa áhuga
á búskap og landbúnaði.
Þegar ég var 17 ára, árið 1963,
sótti ég um skólavist á Hvanneyri.
Guðmundi skólastjóra þótti ég hins
vegar of ungur þannig að ég fékk
vinnu í fjósinu um veturinn. Haust-
ið eftir fór ég svo í skólann og lauk
búfræðiprófi vorið 1965. Ég tók þá
strax stefnuna á ffamhaldsdeildina
en þurfti fyrst að fara í undirbún-
ingsdeild sem þá var við Kennara-
skólann. Reyndar varð ég að bíða
einn vetur eftir því vegna þess að
það var ekki tekið inn í deildina
nema annað hvert ár. Haustið 1967
byija ég svo í ffamhaldsdeild, sem
þá var í fyrsta skipti þriggja ára nám
og útskrifast þaðan vorið 1970. Eft-
ir það var ég aðstoðarmaður Sturlu
Friðrikssonar á RALA við jarðrækt-
artilraunir í rúmt ár og fór svo
haustið 1971 að Ási í Noregi í ffam-
haldsnám í jurtakynbótum við
Landbúnaðarháskólann þar. Þar
þurfti ég að taka nokkur fög, sem
nam einu námsári í almennu námi
áður en ég gat hafið hið eiginlega
licensiat nám, sem ég lauk svo árið
1976. Lokaverkefni mitt Ijallaði um
greiningu breytileika innan og milli
nokkurra erfðahópa af túnvingli, ís-
lenskra og norskra.
Ég fékk svo ársleyfi 1989-90 til
að dvelja við háskólann í Ab-
erystwyth í Wales sem ég notaði
til að vinna úr nokkrum tilraunum
og kynna mér landbúnað á Bret-
landseyjum.
Kennarastarf á Hvanneyri?
Ég fékk starf hér við skólann
sem kennari í jarðrækt sama ár og
ég útskrifast á Ási, þ.e. árið 1976,
og tók auk þess fljótlega við starfi
tilraunastjóra í jarðrækt af Magn-
úsi Oskarssyni, sem þá fór að
helga sig tilraunum í matjurtarækt
hér við skólann, en þær hafði hann
þá stundað um nokkurt skeið.
Fyrstu árin kenndi ég mikið í
bændadeild, svo sem nytjajurtir
og erfða- og kynbótafræði. Þróun-
in varð síðan sú að ég fór að
kenna æ meira í búvísindadeild-
inni, en það nefndist deildin eftir
breytingu á lögum um búnaðar-
fræðslu árið 1978. Þetta gerðist
jafnframt því að ég tók við starfi
deildarstjóra og fleiri stjómunar-
störfúm við skólann.
Landbúnaðarháskóli á Hvann-
eyri.
Já, hann tekur til starfa 1. júlí
1999 og þá breytast stöðuheiti
manna og ég tek við starfi pró-
fessors í jarðrækt við skólann.
Túnrækt
A síðustu áratugum hafa orðið
miklar framfarir í tœkni við hey-
öflun, hafa orðið samsvarandi
framfarir í sjálfri túnræktinni?
Á því tímabili, sem ég hef komið
nálægt þessum málum, þá hefúr
áherslan í jarðræktinni eindregið
verið þróast frá magni til gæða
uppskerunnar. Þegar ég byija em
kalárin um og fyrir 1970 inönnum í
fersku minni. Þá vom bændur hey-
lausir víða um land. Svo komu
16 - Freyr 8/2003