Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 5

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 5
lengur við lýði, að minnsta kosti óarðbær með öllu“. (Freyr 15.-16. tbl. 1990). Við fráfall Bjöms Sigurðssonar 1959 tók Páll Agnar við forstöðu á Keldum og gegndi því starfi til ársins 1967. Hann var skipaður yfirdýralæknir 1959 og var það til 1989 er hann lét af fostu starfi sakir aldurs. Allan þann tíma starfaði hann jafhframt á Keldum og var þar sérffæðingur í hluta- starfi allt til ársins 1998 og hafði þá starfað þar í hálfa öld. Skrif- stofa yfírdýralæknis var allan tíma Páls á Keldum og þar hafði hann aðeins lágmarks skrifstofuhald með einum ritara. Störf Páls Agnars sem yfirdýra- læknis vora umfangsmikil, marg- þætt og á honum hvíldi mikil ábyrgð. Þegar hann tók við starf- inu var útrýmingu mæðuveiki með fjárskiptum að ljúka, en hún skaut þó upp kollinum á nýjan leik og beita þurfti ströngum var- úðarráðstöfúnum til að hindra að hún og aðrir sauðfjársj úkdómar breiddust um landið. Við margt annað var að glíma. Upp komu sjúkdómar í búfé svo sem svínapest, hundafár, veirask- ita í nautgripum, berklar í þeim og hænsfúglum, hringskyrfí á naut- gripum og fleira mætti telja. Við öllu þurfti að bregðast, oft með ströngum fyrirmælum sem stund- um mættu takmörkuðum skilningi. Sífelld varðstaða Páls Agnars gegn þvi að búfjársjúkdómar flytt- ust til landsins varðaði þó e.t.v. mestu fyrir bændur og þjóðina alla. Þar var til ótal margra hluta að líta - fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Þegar hin skæða kúar- iða var komin upp í Bretlandi og mikill ótti við útbreiðslu hennar greip um sig í öðram löndum var það rifjað upp að þegar árið 1978 var bönnuð öll notkun á kjötmjöli af riðusvæðum í fóður dýra. Bann- að var að nota í fóður einnar dýra- tegundar hráefni sem unnið var úr skrokkum sömu tegundar. Þama urðu íslendingar á undan öðram þjóðum að koma í veg fyrir þá hringrás sem síðar leiddi til þess að kúariða magnaóist upp í Bret- landi. Hér var það glöggskyggni og ffamsýni þeirra Páls Agnars og Sigurðar Sigurðarsonar dýralækn- is sem var lán Islendinga. Auk þeirra starfa, sem nú hafa verið talin, og margháttaðra trún- aðarstarfa fyrir hið opinbera og í félagsmálum var hann til liðs á fjölmörgum sviðum og oft í for- ystu. Hér skal fátt eitt talið. Hann átti sæti í Tilraunaráði búfjárrækt- ar 1960-65 að það var lagt niður, í Dýraverndarnefnd 1958-75, í stjóm Vísindasjóðs 1972-75, for- maður Fisksjúkdómanefndar 1970-89, í flúormengunarnefnd 1969-84, í Lyfjanefnd um árabil, í nefnd til að sjá um innflutning holdanauta og byggingu sóttvam- arstöðvar í Hrísey 1972-81 og í Dýravemdamefnd Evrópuráðsins 1968-84. Páll Agnar var í stjóm félags Hafnarstúdenta á námsáram sín- um og í stjóm Islendingafélagsins í Kaupmannahöfh. Hann var vara- formaður Landssambands hesta- mannafélaga 1959-63 enda mikill unnandi hesta og fór oft í óbyggðaferðir á hestum. Páll hlaut margháttaða viður- kenninga fyrir störf sín. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi ís- lendinga 1965, hlaut heiðursverð- laun úr sjóði Asu Guðmundsdóttir Wright fyrir vísindastörf, var sæmdur nafnbót heiðursdoktors af Konunglega dýralækna- og land- búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1985 og við lækna- deild Háskóla íslands árið 1992. Hann var og kjörinn heiðursfélagi í Dýralæknafélagi Islands 1994. Páll var sæmdur riddarakrossi hinnar Islensku fálkaorðu 17. júní 1974. Páll Agnar var í öllu mikill holl- vinur bænda og íslensks landbún- aðar og kom það fram í mörgu. Engum, sem átti ekki beinan hlut að máli, kynntist ég í störfum mínum sem bar meira fyrir brjósti velferð Búnaðarfélags íslands og reyndar annarra samtaka bænda en Páll Agnar. Hann fylgdist vel með störfum BI og ræddi þau oft og af mikilli vinsemd. Páll Agnar Pálsson var óvenju- lega vel gerður maður. Hann var mjög vel gefínn og svo minnugur og fróður að undrun sætti. Það var ekki aðeins að hann fylgdist mjög vel með í ffæðum sínum heldur og fjölmörgu því sem landbúnaðinn og bændur varðaði. Eg átti því láni að fagna að vinna náið með Páli um árabil og bar því meiri virðingu fyrir gáfúm hans, skoðunum og ríkum góð- vilja, sem kynni okkar urðu meiri. Hinn 22. júní 1946 gekk Páll að eiga Kirsten Henriksen dýralækni. Þau vora skólasystkin. Kirsten er fædd í Kaupmannahöfn 22. rnars 1920, dóttir hjónanna Ludvigs Henriksen verslunarstjóra í Kaup- mannahöfn og Soffíu Henriksen. Þeim Páli varð tveggja dætra auð- ið, Hlínar Helgu, kennara, og Vig- dísar Hallfríðar, hjúkrunarfræð- ings. Kirsten var Páli mikil og sterk stoð í öllu. Hann getur þess í við- tali að hann hefði ekki annað öll- um sínum störfúm (sem yfirdýra- læknir) ef hans ágæta eiginkona hefði ekki alltaf hlaupið undir bagga þegar með þurfti. (Viðtal í Frey 15.-16. tbl. 1990). Islenskir bændur og landbúnað- urinn allur á Páli Agnari Pálssyni mikið að þakka. Margt af því er hér enn ótalið. Það er rík ástæða til að halda minningu hans á lofti, læra af gerðum hans og standa vörð um íslenskt búfé og landbún- að. Jórtas Jónsson. Freyr 8/2003 - 5 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.