Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 4
Minning
Páll Agnar Pálsson,
yfirdýralæknir
f. 9. maí 1919 - d. 10. júlí 2003
eð Páli Agnari Páls-
syni er genginn sterk-
ur persónuleiki og
mikill dýravinur. Hann stóð
ianga vakt og oft stranga um
heilbrigði íslensks búfjár,
hreinleika búfjárkynjanna og
velferð allra húsdýra.
Páll var fæddur á Kletti í Reyk-
holtsdal þar sem foreldrar hans
bjuggu þá. Þau voru Guðrún Hann-
esdóttir húsfreyja (f. 11.5.1881- d.
11.11.1963) frá Deildartungu í
sömu sveit, dóttir Hannesar Magn-
ússonar og konu hans Vigdísar
Jónsdóttur í Deildartungu, og Páll
Zóphóníasson (f. 18.11.1886, - d.
1.12.1964) skólastjóri á Hólum,
síðar ráðunautur, alþingismaður og
búnaðarmálastjóri. Páll var sonur
Zóphóníasar prófasts í Viðvík í
Viðvíkursveit Halldórssonar bónda
á Brekku í Svarfaðardal og konu
hans Jóhönnu Soffíu Jónsdóttur
háyfirdómara Péturssonar frá Víði-
völlum í Blönduhlíð.
Páll Agnar fluttist árs gamall að
Hólum í Hjaltadal er faðir hans tók
þar við skólastjóm. Þar átti hann
heima til tíu ára aldurs er fjölskyld-
an fluttust til Reykjavíkur og Páll
eldri gerðist ráðunautur Búnaðar-
félags Islands í búfjárrækt. Hann
sinnti brátt nautgriparæktinni einni
og varð fyrir það landsþekktur fyr-
ir glöggskyggni, innsæi, sem oft
sætti undrun, og óbrigðult minni.
Fyrir þetta naut hann virðingar og
vinsælda meðal bænda.
Páll Agnar lauk stúdentsprófi 18.
ára 1937 en hafði áður unnið í sveit
á sumrum eins og títt var og sum-
arið eftir stúdentspróf fór hann enn
í Borgarfjörðinn og gerðist kaupa-
maður hjá frænku sinni á Kletti í
Reykholtsdal. Er hann var enn þar
bauðst honum að fara til Austur-
Grænlands sem hestasveinn með
leiðangri Lauge Koch og var aðset-
ur leiðangursmanna innst í Skores-
bysundi og aðstæður erfiðar fyrir
menn og hesta. Ætlunin var að
koma aftur til íslands um haustið
en leiðangurinn lokaðist inni vegna
íss og mátti Páll hafa þar vetrar-
dvöl. Um vorið, þegar skip kom og
flutti þá brott, sleppti það ætlaðir
viðkomu í Reykjavík og Páll fór í
staðinn til Kaupmannahafhar, enn
óákveðinn hvaða nám hann veldi
sér. Niðurstaðan varð að hann
lagði stund á dýralækningar og er
skemmst lfá því að segja að vorið
1944 lauk hann prófi frá Dýra-
læknaháskólanum með hæstu ein-
kunn í þeim árgangi.
Eftir eins árs dýralæknastörf á
Jótlandi kom hann aftur að há-
skólanum sem aðstoðarkennari og
hóf jafnframt framhaldsnám í
sýkla- og meinaffæði húsdýra og
stundaði það með störfum á rann-
sóknarstofú en að hluta siðar bæði
í Svíþjóð og Bretlandi til ársins
1948 að hann kom heim eftir ell-
efú ára samfellda vist erlendis.
Eftir heimkonuna var Páll Agnar
ráðinn sérfræðingur við Tilrauna-
stöð Háskólans í meinafræði á
Keldum. Þá stóð baráttan við
“karakúlpestimar”, (mæðiveiki,
þurramæði, visnu og síðar gama-
veiki), sem hæst með niðurskurði
og fjárskiptum, sem Keldnamenn
fylgdust með og litu eftir. Merki-
legastar vom þó þær rannsóknir
sem þeir stunduðu á þessum sjúk-
dómum undir forystu Bjöms Sig-
urðssonar læknis. I hópnum vom,
auk Bjöms og Páls Agnars, þeir
Guðmundur Gíslason læknir, Hall-
dór Gíslason, efnafræðingur og
fleiri. Rannsóknir þeirra á orsökum
mæði voru einstæðar í heiminum
og leiddu til hinnar víðfrægu kenn-
ingar Bjöms Sigurðssonar um
hægfara veimsýkingar, sem nú er
viðurkennd um allan heim - þar eru
Keldur enn í fararbroddi.
I grein um tilraunastöðina á
Keldum, Björn Sigurðsson og
samstarfsmenn hans kemst Þor-
steinn Þorsteinsson líffræðingur
svo að orði: “Þá var svo komið
(1959) að ekki stafaði vemleg
hætta af karakúlpestunum fyrir
landsmenn og vísindi Keldna orð-
in sameign allrar heimsbyggðar.
Hefði dugnaður þeirra Björns Sig-
urðssonar, Guðmundar Gislasonar
og Páls A. Pálssonar ekki notið
við væri íslenski fjárstofninn varla
14 - Freyr 8/2003