Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 11
hér á landi og það eru lagðir mikl- ir íjánnunir núorðið í ræktun gras- flata. A knattspymuvöllum er allt unnið frá grunni, skipt um jarðveg og keyrt í þetta sandur og möl og sandur og mold í einhverri blöndu og svo sáð í, en svona völlur þarf að “drena sig” vel. Það var haldinn fundur um þetta verkefni á RALA sl. vetur og þar kom fram hjá manni, sem hefur með knattspymuvelli að gera, að það kosti 70 milljón krónur að búa til sjálfa grasflötina. Það hefur verið kannað hvaða gróður vex á golfvöllum og álíka flötum og niðurstaðan var sú að ef ekki væri þar varpasveifgras, sem sumir telja illgresi, þá væri ástandið ekki burðugt. Það virðast vera til golfvellir þar sem gróður- inn er að uppistöðu varpasveifgras og snarrótarpuntur. Á flötunum kringum holumar er grasið haft 5 mm á hæð á haustin þegar þær em búnar undir veturinn og enn sneg- gri á sumrin. Þetta er allt annar heimur heldur en við lifum í i bú- skapnum. En undir hvern heyrir þetta verkefni, þ.e. rœktun golf- og knattspyrnuvalla og grasjlata? Eg býst við að það heyri undir okkur hér og svo Garðyrkjuskól- ann. Þar hefur t.d. verið gerð at- hugun á upphitun grasflata en slík upphitun gæti lengt notkunartíma knattspymuvalla um hálfan mán- uð ár hvert. Umsjónarmenn þess- ara valla þurfa oft að standa vel í ístaðinu á vorin að leyfa ekki notkun þeirra fyrr en gróður er farinn að taka vel við sér. Lífrænn landbúnaður Lífrœnn landbúnaður? Mér fínnst ekki rétt að stilla upp lífrænum landbúnaði og hefð- bundnum sem svo miklum and- stæðum. I báðum tilvikum er ver- ið að nýta það sem moldin gefur. Þetta eru mismunandi aðferðir sem gefa afúrðir með mismunandi eigindir. Sumar af þessum eigind- um eru jafnframt þannig að það er mjög erfitt að mæla þær, t.d. mun á lífrænu kjöti og ekki lífrænu. Hins vegar hefur lífræna kjötið í sér þá eigind að sá sem kaupir það getur verið viss um að viðkom- andi skepna hefur ekki verið alin í búri eða þröngbýli. Þessi kálfur hefúr gengið undir móður sinni einhvem tíma og hann hefur hvorki fengið óhollt fóður né vaxtarhormóna. Hér á landi þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu og í huga kaup- endi hér á landi er það góð um- önnun og velferð dýranna sein skiptir þá meira máli heldur en t.d. | það að skepnan hafi ekki fengið hey af landi sem hefur ekki feng- ið tilbúinn áburð. Ég held að það sé rétt mat hjá almenningi að ís- lenskur landbúnaður sé ekki mengandi atvinnuvegur. Við notum tilbúinn áburð en ég veit ekki um nokkurt dæmi þess hér á landi að sá áburður hafi valdið umhverfisspjöllum, þó að það kunni að hafa gerst og þá vegna slyss, þ.e. að áburðarpoki hafi rifnað og brennt svolítinn blett. Þetta, sem við höfum heyrt af erlendis, að grunnvatn sé að spillast, það veit ég ekki dæmi um hér á landi. Islenskir bændur nota sáralítið af jurtavamarefnum á ræktunar- land sitt og það litla það er þá er einkum um að ræða efni til ill- gresiseyðingar sem eru i hættu- minnsta flokki slíkra efna, t.d. miðað við efni sem drepa skordýr. Umhverfisvandamál hér á landi tengjast aftur mest uppblæstri og jarðvegseyðingu. Skráning Það sem einkennir svo lífrænan búskap er að það er viðurkenndur eftirlitsaðili sem fylgist með hon- um og við treystum. Gæðastýring- in í sauðfjárrækt er í þessa átt. Svo er til vistvœnn landbúnaður. Já, en ég þekki ekki stöðu hans. Hann hefur þó sínar reglur til að fara eftir en ég þekki ekki umfang hans hér á landi. Ég hef þó séð að gúrkumar frá Laugalandi í Staf- holtstungum em merktar “Vist- vænar”. Orðin vistvænn og lífrænn í þessu samhengi eru markaðshug- tök. Það má ekki kalla neina vöru hér á landi lífræna neina hún upp- fylli þá staðla sem er að finna í reglugerð um lífrænar vörur. Mér finnst stundum farið nokkuð frjálslega með þetta í búðum. Þar em innfluttar vörur merktar líf- rænar en við nánari athugun er þar ekki merki neinnar vottunarstofú eins og vera ber. Sá sem kaupir lífræna vöru er að kaupa framleiðslukerfi og af- urð sem hann trúir að sé heilsu- samleg. Eitt af því sem þama hef- ur komið inn er hugsunin um “ná- lægð”. Það er t.d. einhver þver- sögn í hugsuninni um lífræn vín- ber frá fjarlægum stöðum, eins og Kalifomíu, eða lífræna tómata frá Kanaríeyjum. Þessi nálægð, þ.e. að kaupandinn sjái fyrir sér bónd- ann og framleiðsluaðstæður hans, skiptir máli í ímynd lífrænna af- urða. I þessa hugmyndafræði kemur einnig inn beint og óbeint spum- ingin hvort það sé æskilegt að matur sé framleiddur þannig að hann skuli vera ódýr, hvemig svo sem farið er að því. Þegar menn kaupa lífræna tómata eða mjólk á eitthvað hærra verði þá em menn að skrifa upp á það að það sé ekki sjálfgefið að matur skuli ævinlega hafður eins ódýr og hægt er án til- lits til framleiðsluaðferða. Þetta finnst mér vera mikilvæg lífssýn, sem ég held að sé mjög holl, og ég held að hinn hefð- Freyr 8/2003 - 11 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.