Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 20

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 20
Sýrustig - pH 2 3 4 5 6 7 8 mjög súr mikið súr nokkuð súr lítið súr hlutlaus Al.qengt pH í islenskum jarðveqi Bygg og grænmeti þrifst best í lítið súrum jarðvegi. Nýrækt fer best ef pH er frekar hátt Kartöflur þrifast i súrum jarðvegi 1 Bygg | Nýrækt Gömul tún Kartöflur | 3. tafla. Sýrustig (pH) í jarðvegi og algengt bil í íslenskum jarðveg og í ræktun. gróðurmoldina. Tjón af því að fá sýrandi uppgröft á túni í endur- rækt er óumflýjanlegt. Við þetta lágt sýrustig er jarðvegurinn meira og minna “dauður” og spír- un og vöxtur grasa er nær enginn. Lífrœn efrii í mýrarjarðvegi er magn líf- rænna efna mjög hátt og ekki tak- markandi. I móa- og sandjarðvegi getur það hins vegar verið tak- markandi. Köfnunarefni og brennisteinn og stór hluti fosfórs eru bundin í lífæmum efnum. Líf- ræn efni em mikilvæg fyrir bygg- ingu og stöðugleika jarðvegsins og fyrir jarðvegslif. Islenskur jarðvegur er að jafnaði með mjög mikið af lífrænum efnum en það má rekja til þess að “allófan” leir er ríkjandi en við hann bindast líf- ræn efni mjög fast. Ennfremur dregur kalt loftslag úr rotnunar- hraða og stuðlar að uppbyggingu lífrænna efna.* Gott ræktunarland þarf að hafa yfir 8% lífrænna efna (um 4,5% lífrænt kolefni) en jarðvegur, sem er með innan við 5% lífræn efni (um 3% lífrænt kolefni), verður lélegur til ræktunar. Þetta era mun hærri viðmiðanir en tíðkast í ná- grannalöndum okkar en hafa ber í huga að íslenskur jarðvegur er mjög laus í sér, með lága rúm- þyngd. Það þarf því hærra hlutfall til að ná sama magni og í jarðvegi með háa rúmþyngd. Hlutfall kolefnis og köfmmar- efnis (C/N) Þegar hlutfall kolefnis er hátt verður mikil samkeppni um köfn- unarefnið. Þar sem hlutfallið er lágt er samkeppnin minni og jurt- ir eru í minni samkeppni um köfn- unarefnið við örverar jarðvegsins. Þegar kemur fram á sumar getur mikið köfnunarefni losnað sem nýtist gróðri. Lágt hlutfall er inn- an við 12 í góðu ræktunarlandi en þar sem það er yfir 18 eru gæði ræktunarlandsins rýrari og landið áburðarffekara. Fosfór og kalí Fosfór og kalí (2. tafla) eru áburðarefni sem hægt að bera á til að ná góðri uppskeru þó að lítið sé af þessum efnum í jarðveginum. Saint er mun hagstæðara að nokk- urt magn í jarðveginum sé nýtan- legt. Landið verður ekki eins við- kvæmt gagnvart óreglulegri áburðargjöf og aðgengi gróðurs að þessuni efnum verður jafnari yfir vaxtartímann. Skaðleg efni Ómengaður jarðvegur er fram- skilyrði til að tryggja heilbrigði manna, dýra og lífríkis. Islending- ar eru heppnir að mengun hér á landi mun vera takmörkuð enn sem komið er. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá nokkrum efnum sem hafa borist og berast í jarðveg þar sem landbúnaður er stundaður. Þar ber að nefna þunga málminn kadmíum sem berst með fosfóráburði. Einnig má nefna baðlyfið gammatox (hexaklórhex- an, einnig þekkt undir nafninu lindan) sem var notað áram sam- an. Þetta efni er mjög þrávirkt og varasamt í jarðvegi. I Evrópu beinist jarðvegsvemd mjög að því að halda skaðlegum efhum frá jarðvegi. Það er jarðvegsvernd sem byggir á forvömum. Þar sem þessi málflokkur er vart þekktur á íslandi verður fjallað um hann í sérstakri grein. Lokaorð Þó að bændur og aðrir ræktend- ur stefni að því að halda eða bæta frjósemi landsins er ekki gefið að alltaf sé rétt að því staðið. Margar breytingar í jarðvegi eru hægfara og hvorki þjöppun né skaðleg efni eru sýnileg. Akveðnir gæðastaðlar á jarðvegi geta því hjálpað til við að fylgjast með ástandi landsins og haga nýtingu þess í samræmi við það. Ásókn í land til annarra nota en til ræktunar nytjagróðurs er mjög mikil. I Þýskalandi eru t.d. nú þegar 12% landsins lokuð af byggingum, vegum, iðnaðarsvæð- um o.fl. Daglega hverfa 130 ha lands til viðbótar og þetta er eitt af alvarlegustu umhverfismálum þar í landi (5). ísland er strjálbýlt en það gengur samt á takmarkaðan forða ræktunarlandsins af sömu ástæðum og í öðrum löndum. Þéttbýli myndast gjaman þar sem landið er frjósamt, samgönguleið- ir liggja yfir hallalítið land og oft má sjá vegi skera mýrarsund milli hæðahryggja. Þar með er dýrmæt- ur jarðvegur farinn forgörðum. Nokkur umræða er í gangi um 120 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.