Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 24
Staða og framtíð
ræktar á íslandi
r
undanförnum árum
hafa flestar þær fréttir,
sem almenningi hafa
borist af loödýrarækt hér á
landi, verið neikvæðar. Nú er
það alls ekki svo að einungis
hafi neikvæðir hlutir verið að
gerast í greininni, frekar má
leita skýringanna í því að við,
loðdýrabændur, höfum verið
linir við að koma því jákvæða á
framfæri og svo virðist sem
fréttamenn hafi meiri tilhneig-
ingu til að þefa uppi slæmar
fréttir en góðar - hjálparlaust.
Það er að sönnu rétt að í þessari
búgrein, eins og flestu nýju sem
menn taka sér fyrir hendur, hafa
verið gerð mistök. Af þeim ber
mönnum að læra og það höfum
við loðdýrabændur gert.
Eftir mjög mörg misjöfn ár
hvað verð afúrða viðkemur er nú
svo komið að síðustu VA-2 árin
hefur verð minkaskinna verið
stöðugt og verður að teljast nokk-
uð þokkalegt. Verð refaskinna er
nú um þessar mundir mjög gott.
Af þessu væri eðlilegt að draga þá
ályktun að afkoman væri allavega
bærileg. Það er að sönnu rétt mat
á afkomu þeirra bænda sem skul-
da hóflega. Því miður er það ekki
raunin með alla. Þeir, sem lentu í
því að safna skuldum á þeim árum
þegar verðið var hvað lægst, fá nú
ekki notið hins góða verðs í aukn-
um tekjum. Því miður er sú vaxta-
stefna rekin hérlendis að íjár-
magnið skuli og eigi að soga til
sín eins mikið og kostur er og
gildir þá einu hvort „kýrin“ er
drepin eða hvort hún skrimtir. Ef-
laust hugsa þeir sem setja þessar
leikreglur sem svo að það finnist
alltaf nýjar “ kýr” til að mjólka.
Vaxtaokrinu þarf að linna hér á
landi þannig að hinir hefðbundnu
.*
- ' ‘:v
Platínurefur. (Freysmynd).
loðdýra-
eftir
Björn Halldórsson,
formann
Sambands
ísl. loðdýra-
bænda,
Akri,
Vopnafirði
atvinnuvegir, sem eru lítt eða ekk-
ert hreyfanlegir, geti fengið að
þrífast og dafna. Okkar atvinnu-
grein getur ekki flúið land og
þannig fundið sér hagstæðara um-
hverfi að vinna í, öfugt við það
sem margar af hinum svokölluðu
„nýju“ atvinnugreinum geta auð-
veldlega.
Takmarkanir
Á LOÐDÝRARÆKT í EVRÓPU
A undanförnum árum hefur
aukist sú umræða í sumum ná-
grannalöndum okkar að banna
beri loðdýrarækt. I Bretlandi er
þingið búið að banna þessa at-
vinnugrein og það án þess að
menn hafí þurft að færa fram önn-
ur rök en sk. „public morality“
eða einhvers konar óskilgreinda
andstöðu almennings. Sama um-
ræða er nú á fullu í Hollandi og til
eru þeir sem spá að málum lykti
þar á sama veg og í Bretlandi inn-
an 10 ára.
Sl. vetur var brennt til grunna
nýbyggt loðdýrabú í Þýskalandi.
Talið er að þar hafí verið að verki
fólk sem gerir ekki skýran grein-
armun á réttu og röngu.
A Ítalíu eru uppi hugmyndir um
að minkar, sem haldnir séu í búr-
124 - Freyr 8/2003