Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 16
 Sjálfbær landbúnaður J. Umhverfis- gæði Hagræn sjálfbærni Félags- umhverfi Umhverfisgæði Á Jarövegs- gæði Vatns- gæði Loft- gæði / ~ ^ Jarðvegsgæði Eðlis- eiginleikar Efna- eiginleikar Líffræðilegir eiginleikar 3. mynd. Samband jarðvegsgæða, almennra gæða umhverfisins og hvernig þetta kemur að mati á sjálfbærni í iandbúnaði (2 og 7). Útivist og endurnœring Hvar og hvaða útivist er stund- uð fer mikið eftir landslagi og jarðvegi, t.d. hversu þurrt er um. Almenn vellíðan og sérstaklega ræktun í kringum sumarbústaði og á útvistarsvæðum er beint og óbeint háð jarðvegi á staðnum. A 4. mynd.Jarðvegssnið úr mýri á Torfalæk. Nokkur hlutverk þessa jarðvegs: • Framleiðsla matvæla - landið var nýtt til beitar, nú sem tún. Afbragös land til ræktunar • Búsvæði jarðvegslífs - mjög mikiö gildi • Miðlun vatns og grunnvatnsmyndum - mjög hátt gildi • Varðveisla náttúrminja - öskulög og jurtaleifar • Vaxtarskilyröi fyrir villtan gróður • Binding og eyðing úrgangsefna • Hráefni - fyrir framræslu mátti stinga eða rista torf af yfirborði en mó úr neðri lögum • Útivist og endurnæring • Mannabústaöir og samgöngur - þjóðvegur 1 erskammt undan. Jarðvegssnið úr mýri á Torfalæk . Jarðvegurinn er rúmlega 2 m að dýpt. • Myndin nær niður á u.þ.b. 1 m dýpi. íþróttasvæðum og reiðvöllum skiptir undirlagið og jarðvegurinn í raun meginmáli. Mcmnabústaðir og samgöngur Byggingarframkvæmdir og vegalagning er auðveldust þar sem undirlagið er þétt og jarðveg- ur þunnur. Þar sem landi hefur verið lokað með byggingum, vegalagningu, bílastæðum eða plönum getur jarðvegur ekki leng- ur gegnt neinu af öðrum hlutverk- um sínum og þessar aðgerðir eru óafturkræfar. Land, sem þannig hefur verið lokað, verður ekki notað til matvælaframleiðslu. Jarðvegsgæði Gæði jarðvegsins eru metin út frá hæfni hans til að gegna hlut- verkum sínum í nútíð og ffamtíð hvort sem landið er nýtt eða ekki (2). Á landi, sem nýtt er til land- búnaðar, er litið til þátta sem stuðla að stöðugri og öruggri framleiðslu hágæða matvæla (6). En til hvers þarf að huga að jarðvegsgæðum? Þar sem fylgst er með jarðvegsgæðum má koma í veg fyrir að frjósemi rými vegna rofs, útskolunar eða ofauðgunar af næringarefnum, koma í veg fyrir að skaðleg efni safnist upp í jarð- vegi og koma í veg fyrir að efni úr uppgreftri eða það, sem plægt er upp úr dýpri lögum, rýri ekki upp- skeru að magni og gæðum. Það er aðferð til að meta land og til að auka hagkvæmni í ræktun. Við framkvæmdir þarf að huga að gæðum jarðvegs sem og annarra náttúrauðlinda. Við framkvæmdir þarf að athuga gæði þess jarðvegs sem dreift er yfír og gróður á að ná rótfestu i. Jarðvegsgæði eru metin eða mæld, helst með einfoldum og ódýrum aðferðum. Þegar gæði stórra svæða eru metin þá er gjarnan litið til landslagsins í heild, svo sem rofs, ástands gróð- [ 16 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.