Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 37

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 37
námstími en meðal námstími til stúdentsprófs. Við munum fá fleiri skóla til þess að bjóða nemendum okkar upp á þessa námsleið. Þetta gerir það að verkum að nú er bú- fræðiprófið orðið eðlilegur hluti í skólakerfí framhaldsskólans sem er mikilvægt fyrir framtíðarstöðu þess í skólakerfmu. Háskólanámið hefur verið í mikilli þróun og tekið allmiklum breytingum frá því sem áður var. Námsbrautum hefur ijölgað og skipulagi námsins verið breytt frá því sem upphaflega var ákveðið. Mikil aðsókn hefur ver- ið að sumum námsbrautum en of lítil að öðrum. Meistaranámið er að þróast og er allmikið spurst fyrir um möguleika til að hefja hér framhaldsnám til meistra- gráðu. Allar námsbrautimar em þannig skipulagðar að nemendur geta hindmnarlaust hafíð framhalds- nám við ijölmargar námsbrautir NOVA háskólanna svo og annarra háskóla sem við eigum samstarf við. Miklar breytingar eru að verða á námsframboði samstarfs- skólanna í NOVA. Stafa þessar breytingar bæði af breyttum áherslum en einnig af því að stöð- Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lét það vera sitt fyrsta embættisverk að loknum kosningum að vera viðstaddur útskrift frá Landbúnaðarháskól- anum. Að þessu sinni var þetta honum óvenju gleðilegur dagur, því þarna útskrifuðust alls fimm börn jafnmargra systkina hans. Frá vinstri: Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum, Jóhann Jensson, Teigi, Guðni Ágústsson, Baldur Gauti Tryggvason, Selfossi, Stefán Geirsson, Gerðum og Trausti Hjálmarsson, Langsstöðum. (Ljósm. Þórunn Edda Bjarnadóttir). ugt aukast kröfur um samræmingu í námsskipulagi. í flestum tilvikum eykur þessi endurskipulagning möguleika okkar nemenda til framhaldsnáms við skólana og vil ég þar sérstak- lega nefna landnýtingarbrautina. Þar hafa möguleikar til framhalds- náms aukist mjög mikið vegna mikilla endurskipulagningar á námssviðum sem tengjast skóg- ræktarfræðum og landgræðslu. Moli Rafræn skráning Á BÚFÉ í ESB Rafræn skráning og eftirlit með hjálp fjarkönnunarbúnaðar gegn- um gervitungl er orðið fram- kvæmanlegt og hefur ýmsa kosti miðað við núverandi kerfi. Það er álit Embættismannaráðs ESB að loknu umfangsmiklu tilraunastarfi á rafrænu eftirliti. Rannsóknirnar hafa verið gerðar í sex löndum ESB á um milljón gripum sem voru merktir á þennan hátt. Núverandi kerfi með eyrna- merki og tattóveringu hefur gengið sér til húðar. Handmerk- ingu gripa er auðvelt að falsa, söfnun gagna er seinleg og möguleikar á villum margir. Óvefengjanleg merking á hverjum grip er nauðsynleg til að koma í veg fyrir svindl á styrkja- kerfi landbúnaðarins I ESB og bæta heilbrigðiseftirlit og dýra- vernd. Hæst ber þó bætt mat- vælaöryggi, segir stjórnandi þessara rannsókna, Philippe Busquin. Styrkjakerfi landbúnaðar hjá ESB er nú í endurskoðun en þar er þó gert ráð fyrir að áfram verði fylgst með búfjáreign bænda, aldri, tegund og fjölda gripa á hverju býli o.fl. Þessar upplýsingar þurfa að byggjast á áreiðanlegum upplýsingum og nákvæmu skráningarkerfi. Busquin bætir því við að bar- átta við erfiða sjúkdómsfaraldra, svo sem gin- og klaufaveiki, verði auðveldari með hjálp ná- kvæms eftirlitskerfis með bú- fénu. (Landsbygdens Folk nr. 20/2003). Freyr 8/2003 - 37 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.