Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 23

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 23
urþingeyskra og eyfirskra svar- enda taka reglulega heysýni og svipaða sögu er að segja af norð- urþingeyskum þátttakendum. Fremur óalgengt var að þátttak- endur ynnu eftir ákveðu ræktunar- skipulagi, þó taldi rétt um þriðj- ungur eyfirskra svarenda sig vinna eftir fyrirfram ákveðnu ræktunarskipulagi. Túnrœkt Svarendur, sem bjuggu á kúabú- um eða blönduðum búum, endur- ræktuðu örar en þeir sem stund- uðu sauðfjárbúskap (Mynd 1). Algengast var að þau tún, sem á annað borð voru endurræktuð, væru endurunnin á 10-15 ára fresti. Þriðjungur þeirra 25 sauð- fjárbænda sem svöruðu sögðust ekki stunda neina endurræktun. Þessar nióurstöður eru rökréttar þegar hafðar eru í huga þær kröf- ur sem sauðfé annars vegar og mjólkurkýr hins vegar gera til fóðurs. Þó verður að nefna að á sauijárbúum er vissulega þörf iýr- ir gæðafóður á sauðburði sem hæpið er að náist af gömlum tún- um nema með því að slá mjög snemma. Algengast var að tún væru end- urræktuð til þess að slétta þau og gera þau auðveld yfirferðar (Mynd 2). Þriðjungur kúabænda og þeirra sem stunda blandaðan búskap endurræktuðu til þess að bæta fóðurgæði en sá þáttur virtist ekki vega þungt hjá sauðijár- bændum. Fáir sögðust bylta tún- um vegna lélegrar uppskeru en nokkuð var um að kal neyddi þátt- takendur til endurræktunar. Kal reyndist mun algengari endur- ræktunarástæða í Þingeyjarsýsl- um en í Eyjaijarðarsýslu sem kemur kunnugum ekki á óvart. Grjót er helsta vandamálið í túnræktinni, en 14 bændur af þeim 68 sem svöruðu töldu grjót megin vandamálið i endurræktun Mynd 3. Þeir þættir sem nefndir voru sem helstu vandamál í túnrækt á Norðausturlandi. túna sinna (Mynd 3). 11 bændur töldu viðkvæmni nýræktanna fyr- ir kali mesta endurræktunarvanda- málið en einnig voru nefnd vanda- mál á borð við arfa, mikinn kostn- að, slaka endingu sáðgresis o.fl. Grænfóður 42 þátttakendur sögðust nota grænfóður sem hluta af endur- ræktunarferli búsins en grænfóður var ræktað hjá 52 þátttakendum, þar af hjá öllum þátttakendum sem bjuggu á kúabúum eða blönd- uðum búum. 10 af 25 sauðijárbú- um stunduðu enga grænfóðurræk- un. Grænfóðurakrar voru að jafn- aði stærstir hjá þeim sem bjuggu blönduðum búum eða 3,8 ha mið- að við 2,8 ha á kúabúum og 1,9 ha á sauðijárbúum. Algengast var að sumarrýgresi og sumarrepja væru notuð til mið- sumarsbeitar en grænfóður var al- mennt ekki notað til beitar á miðju sumri. Vetrarrepja var langalgeng- asta haustbeitarplantan, en helm- ingur þeirra sem svaraði beitti á vetrarrepju að hausti. 33 þátttakendanna sögðust Framhald á bls. 21 Bygg m Sumarrýgresi 1 1 Jii 11 3 ra Mergkál Q X Hafrar E3 Næpa ■ Sumarrepja □ Sumarrýgresi '**J' i_ ra Sumarrepja WBttWWW E Vetrarrepja □ J) Vetrarrýgresi □ Vetrarrúgur ■ Notkun grænfóðurs til beitar o > Vetrarhveiti ■ 0% 10% 20% 30% 40% 50% Mynd 4. Tegundir til grænfóðurbeitar. Freyr 8/2003 - 23 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.