Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 8
vetrarfóðraðar kindur en algengt er að hektarinn fóðri 10 kindur. Til að hlífa afréttum, ef þess gerist þörf, er hins vegar vænlegra að taka féð fyrr af afrétti. Grænfóðurrækt Hlutverk grænfóðurs í nútíma- búskap? Grænfóður hefur í áranna rás verið notað bæði til beitar og sem vetrarfóður en nú á siðustu árúm hafa not þess til beitar sótt á og ég spái því að það muni aukast enn eftir því sem reynt verður meira að dreifa sláturtíma sauðijárins. Grænfóðurrækt hófst á 4. tug aldarinnar með ræktun á höfrum sem slegnir voru í kýmar. Einnig voru þá prófaðar einærar belgjurt- ir, svo sem ertur og flækjur í blön- du við hafrana. Eftir stríðið kom svo fóðurrepja til sögunnar, bæði sumar- og vetrarafbrigði sem og einært rýgresi, einnig sumar- og vetrarafbrigði, ræktað eitt sér eða í blöndu með höfrum. Fleiri teg- undir bættust svo við, svo sem bygg til beitar og sláttar, fóður- mergkál, fóðumæpur og fóður- hreðka. Sumt af þessum tegund- um hefur nær horfið en annað haldið sér. Á kalárunum og kulda- árum, sem stóðu frá 1965 og fram yfir 1980, bjargaði grænfóður- ræktin miklu bæði til beitar og votheysgerðar. Eftir að rúllutæknin kom til sög- unnar, kringum 1990, rúlluðu menn um skeið repju. Þegar hún var slegin var hún með um 10% þurreffti þannig að i 500 kg rúllu vom 50 kg af þurrefhi, enda flött- ust rúllumar út eins og spælegg. Sumir bændur sögðu að kúnum þætti þetta gott fóður. Auk þess hefúr talsvert verið ræktað af rý- gresi til rúllunar. Það er líka blautt, á hæfilegu þroskastigi, þ.e. við skrið, er þurrefni ekki yfir 15%, en með því að láta það visna í skára kemst það þó fljótlega upp í 20% þurrefni. Þar er sá vandi á ferð að mold getur blandast saman við fóðrið við hirðingu og það getur verið stórskaðlegt. Áhrif moldarmeng- unar á verkun rýgresis getur dul- ist, en er mjög áberandi við upp- skeru og meðferð á byggi, þar get- ur örlítil moldarmengun gert vem- legan skaða og þarf ekki annað en að maður gangi á óhreinum stíg- vélum yfir kombing. Grœnfóður til sumar- og haust- beitar? Já, þeir sem leggja áherslu á að fá grænfóðurbeit sem fyrst á sumrin, nota núorðið til þess sum- arrepju og sumarrýgresi og reynd- ar einnig bygg. Þessar tegundir tréna hins vegar fljótt. Þegar kom- ið er fram í ágúst tekur svo vetr- arrepjan og vetrarrýgresið við, ásamt höfmm í bland við rýgresi. Rýgresið hefur sérstöðu í því að gefa endurvöxt eftir slátt eða beit sem hægt er að nýta aftur. Er fóðurmergkálið úr sögunni? Nei, það er flutt inn mergkál í um 100 hektara og það er einkum ræktað í uppsveitum Ámessýslu þar sem það er notað til beitar fyr- ir mjólkurkýr. Þar hafa menn ver- ið mjög ánægðir með mergkálið og telja að það standi vel en þama nýta menn kálbeit langt fram eftir hausti. Hins vegar er fóðurmerg- kál mjög seint til í sprettu og þol- ir ekki nokkum arfa. Þegar ég fór í gegnum allar grænfóðurtilraunir, sem hafa verið gerðar á landinu frá upphafi, ásamt nemendum mínum, fyrir nokkrum ámm, þá var næstum undantekningarlaust að mergkálið kom illa út. í hitteðfyrra gerðist það hins vegar hér á Hvanneyri að mergkálið gaf jafn mikla upp- skera og repjan. Hins vegar hefur mergkálið þann ókost að fræið af því er mjög dýrt, eða um 1400 kr. á kg, á sama tíma og repjufræið kostar um 150 kr. á kg. Fóðurnœpan? Fóðumæpan hefúr náð nokkurri útbreiðslu en ekki veralegri og þeir sem náð hafa tökum á þeirri ræktun eru afar ánægðir með hana en stundum tekur það gripina nokkum tíma að venjast henni. Hún er einkum notuð til beitar fyrir mjólkurkýr og geldneyti hér á landi, kýmar éta kálið fyrst og | 8 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.