Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 14

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 14
Náttúruauðlindin jarðvegur I. Hlutverk jarðvegs og jarðvegsvernd Inngangur Jarðvegur er náttúruauðlind sem allt líf á landi byggir á. Jarð- vegur er grunnur að allri landbún- aðarframleiðslu og mikið er undir því komið að gæði þessarar auð- lindar haldist um alla framtíð. Fyrir bændur er þessi grunnhugs- un sjálfsagður hlutur en það er hins vegar ekki jafnsjálfsagt að allir átti sig á hvað það er sem huga þarf að. Ef litið er á sögu mannkyns þá eru íjölmörg dæmi þess að byggð hafí dregist saman eða lagst af vegna hnignunar jarðvegs. Landið gat ekki lengur framfleytt fólkinu. Frá fyrstu dögum akuryrkju með áveitum er þekkt að salt hafi safn- ast upp og gert akrana ónýta. Þetta er enn mikið vandamál og enn verða stór landsvæði ónýt vegna þessa. Fléruðin við Aralvatn í Ka- sakstan og Usbekistan eru sorg- legt dæmi ffá síðari tímum. Nýrra af nálinni er þjöppun jarðvegs en henni fylgir loftleysi í rótarrými 1. mynd. Helstu hlutverk jarðvegs (2, og hægara flæði vatns í gegnum jarðveginn og uppskerurýrnun. Skaðleg efni, sem safnast upp í jarðvegi, eru víða mikið vanda- mál. Islendingar þekkja áhrif jarð- vegsrofs betur en nágrannaþjóðir okkar og hafa staðið í baráttu gegn því í áratugi. Það er hins vegar fleiri hluta að gæta í um- gengni við landið og rétt að gera grein fyrir hvaða hlutverkum jarð- vegurinn gegnir yfirleitt og hvem- ig hann er í stakk búinn til að gegna þessum hlutverkum. A seinasta áratug hefur fyrirbyggj- andi jarðvegsvernd víða eflst verulega. Þar er áhersla lögð á að vemda hlutverk jarðvegsins og viðhalda gæðum hans til að hann geti til frambúðar uppfyllt hlut- verk sín. Hlutverk jarðvegs Jarðvegur gegnir margbreyti- legum hlutverkum. í flestum til- fellum gegnir hann fleiri en einu 3 og 7). hlutverki samtímis, hann er því fjölnota (2 og 4). Jarðvegur, sem notaður er til fóður- eða matvæla- framleiðslu, tekur t.d. einnig þátt í grunnvatnsmyndun og niðurbroti lífræns úrgangs sem jafnframt er áburður. Þegar meta skal hversu vel jarð- vegurinn gegnir hinum ýmsu hlut- verkum er ekki alltaf hægt að nota sömu viðmiðun. Ákveðinn jarð- vegur getur verið mikilvægur við eitt hlutverk en til lítils við annað. Mat á landi, sem tekur mið af hin- um ýmsu þörfum, verður flóknara en jafnframt réttara en mat sem byggir eingöngu á frjósemi eða hæfni til að framleiða fóður og matvæli. Jarðvegur sem náttúrfyrirbœri Jarðvegur hér á landi setur meira svipmót á landið en tiðkast í nágrannalöndum okkar vegna hins lágvaxna gróðurs og yfirborðsein- kenni hans koma glöggt fram. Mest áberandi eru þúfur, börð, smástallar og lautir í brekkum og fleiri einkenni sem frostverkanir valda. I jarðveginum geta einnig verið sérstök lög eða sérstakar jarðvegsmyndanir, eins og kísilset, jámset eða jámútfellingar, sem gera jarðveginn merkilegan sem slíkan þó að þessi fyrirbæri séu mjög til óþurftar við ræktun. 114 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.