Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 17
urs og uppskeru. Þegar minna
svæði eða jarðvegur á einum stað
er metinn þá er aðallega litið til
eiginleika jarðvegsins sem slíks.
Það fer síðan eftir aðstæðum og
hvaða hlutverk er verið að meta
hvaða þættir eru valdir en nokkrir
skulu hér taldir upp (2. mynd).
A 3. mynd kemur fram að líta
má á jarðvegsgæði sem hluta af
mati og vöktun á hinu náttúrlega
umhverfí þar sem vatn og loft eru
grunnnáttúrauðlindir líkt og jarð-
vegurinn. Þegar þessi nálgun er
notuð við mat á umhverfísáhrifum
þá beinist heildannat á umhverf-
inu að sjálfsöguð einnig að jarð-
fræði og lífríki. Mat og forvamir
em liður í sjálfbærri þróun. Sjálf-
bær landbúnaður er lykilatriði á
landsbyggðinni. Til þess að land-
búnaður geti verið sjálfbær em fé-
lagslegt umhverfí og hagkvæmni í
rekstri lykilatriði ekki síður en hið
náttúrlega umhverfí.
Mýrarsniðið frá Torfalæk, sjá 4.
mynd, sýnir á skemmtilegan hátt
hversu mörgum hlutverkum jarð-
vegurinn gegnir samtímis og að
það em mismunandi þættir sem
líta þarf á til að meta þessi hlut-
verk.
Jarðvegsvernd
A undanfomum ámm hefur Ól-
afur Amalds ásamt fleirum mótað
hugsun um jarðvegsvemd, m.a. í
merkilegu riti, Jarðvegsrof á ís-
landi (3). Eðlilega beinist athygli
þeirra fýrst og fremst að jarðvegs-
rofí en Ólafur bendir á að: “Hug-
takið jarðvegsvemd felur ekki að-
eins í sér vemdun jarðvegs gegn
rofi heldur vemdun á eiginleikum
jarðvegsins, t.d. frjósemi hans og
hæfni til að geyma vatn og miðla
því.” (3 bls. 22). Með því að gera
sér grein fyrir hinum margþættu
hlutverkum jarðvegs og jarðvegs-
gæða, sem hægt er að skilgreina
og mæla, skapast grunnur að
markvissri vinnu að alhliða jarð-
vegsvemd sem stefnir að því að
jarðvegur geti gegnt hlutverkum
sínum um ókomna framtíð.
Fyrirbyggjandi jarðvegsvernd
er hugsun sem náð hefur mikilli
útbreiðslu á síðustu ámm. Þessi
hugsun byggir á forvömum og í
sambandi við álag á jarðveg er sí-
fellt meira unnið með metnum eða
mældum stærðum sem eiga að
tryggja að jarðvegurinn haldi
gæðum sínum.
I nútíma velferðaríkjum er það
skylda að huga að sjálfbæmi í nýt-
ingu náttúrauðlinda, eins og jarð-
vegi, huga að hvers þurfí að gæta
og taka ákvarðanir í samræmi við
þekkingu á hverjum tíma. Fyrir-
byggjandi vemd er hugsum sem á
sérstaklega vel við um jarðveg.
Landið er nytjað og það er ávallt
álag á jarðveginn. Þetta álag,
hvort sem um er að ræða beit,
ræktun, umferð, áborin efni, úr-
gang eða annað, má aldrei leiða til
varanlegs skaða og jörðin þarf að
geta náð sér innan fyrirsjáanlegra
tímamarka. Það er ekki gefið að
landnotendur geri sér alltaf grein
fyrir langtímaáhrifum nýtingar-
innar og má þá sérstaklega nefna
hægfara rof, þjöppun og skaðleg
efni sem safnast upp. Það er því
þörf á að gera grein fyrir því hver
hin ýmsu hlutverk jarðvegsins eru
og hvaða þáttum þarf að fylgjast
með til að gæði þessarar auðlind-
ar haldist.
II. Ræktunarlandið
Stærð ræktunarlands
Samkvæmt opinberum tölum
eru um 20.000 ferkílómetrar á ís-
landi ræktanlegir, þar af eru
15.500 ferkílómetrar innan við
200 metra hæð yfír sjávarmáli.
Ræktað land er hins vegar aðeins
1.290 ferkílómetrar eða um 6,5%
af ræktanlegu landi. Þessar tölur
segja þó ekkert til um ástand
þessa lands, svo sem hversu gott
það er til ræktunar, og ekki er vit-
að hversu mikið af því er hæft til
komræktar.
Ræktunarskilyrði byggjast fyrst
og fremst á jarðvegi og loftslagi. í
röku og svölu loftslagi eins og á
Islandi, er það aðallega loffhitinn
yfir vaxtartímann sem er takmark-
andi. Jónatan Hermannson (2001)
skipti landinu í ræktunarbelti eða -
flokka. I fyrsta lagi land þar sem
meðalsumarhiti er yfír 10°C með
yfir 1300 daggráðum. Það er land
allt að 100 m hæð yfir sjávarmáli
J á Suður- og Vesturlandi og í inn-
sveitum á austanverðu Norður-
landi og á Fljótsdalshéraði. Af því
má sjá að besta ræktunarlandið er
neðan 100 m hæðarlínunnar og á
Norður- og Austurlandi eingöngu
á skjólbetri stöðum.
Frekari takmarkanir verða ef
jarðvegur er tekinn með. A þessu
besta ræktunarbelti em víðáttu-
mikil hraun og sandar á Suður-
landi og víða em áreyrar, melar,
grunnur jarðvegur eða illframræs-
anlegar mýrar takmarkandi þáttur.
Þó að tölur séu ekki til um það þá
er ljóst að besta ræktunarlandið er
ekki ótakmarkað og samfélagi,
sem stefnir að sjálfbærri þróun,
ber skylda til að varðveita þetta
land fyrir sig og komandi kyn-
slóðir.
Asókn í besta ræktunarlandið er
mikil. Allt þéttbýli, iðnaðarsvæði,
urðunarsvæði og meirihluti vega-
kerfisins er innan 100 metra hæð-
ar. Þetta landsvæði er einnig eftir-
sótt til íþrótta, útivistar og til fleiri
nota. Það er því rík ástæða til að
átta sig á því að besta ræktunar-
landið er ekki ótakmarkað, leggja
áherslu á verðmæti þess og huga
að því hvemig það er nýtt.
Mat á gæðum jarðvegs
TIL RÆKTUNAR
Bændur og aðrir landnotendur
hafa iðulega góða tilfinningu fyrir
því hvaða land er gott til ræktunar
Freyr 8/2003 - 17 |