Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 15
^Efríaþættir f Eðlisþættir \
• Lífræn efni • Dýpt
• Næringarefni • Kornastærð
• Sýrustig • Rúmþyngd
• Skaðleg efni • Loftrými
) Nýtanleat vatn )
-Á
Jarðvegsgæði
Líffræðilegir þættir
• Virkni örvera
• Losun á N
• Ánarnaökar
• Rótarsveppir
Aðrír þættir
• Jarövegsrof
• Náttúruminjar
• Söguminjar
2. mynd. Þættir til að meta jarðvegsgæði. Það fer eftir aðstæðum hvaða
þættir eru metnir eða mældir. (2, 6 og 7).
Búsvœði jarðvegslífs
í jarðveginum er ótrúlega fjöl-
breytt jarðvegslíf, sem veldur
rotnun og umsetningu efha, en við
það losnar mikið af næringarefn-
um. Gerlar í jarðvegi eru lykil-
þáttur í fjölmörgum efnahvörfum,
t.d. ummyndun á jámsamböndum.
Bæði óbundnar örverur og gerlar í
samlífí við rætur eru einu lífver-
umar á landi sem geta numið
köfnunarefni úr andrúmslofti.
Virkni örvera eða einstakar lífver-
ur eru stundum notaðar til að
fylgjast með eða vakta gæði jarð-
vegs.
Framleiðsla matvæla, timburs
og annarra nytjajurta
Búseta og mannlíf í landinu
byggist á þessu hlutverk jarðvegs-
ins. Við ætlumst til þess að af
jarðveginum vaxi gott, hollt og
ómenguð fóður og matvæli. ís-
land býr yfir miklu og góðu rækt-
anlegu landi en það er ekki óþrjót-
andi. Það þarf sérstaklega að gæta
besta ræktunarlandsins og að frjó-
semi þess rými ekki. Um þetta
hlutverk verður íjallað í sérstakri
grein.
Vaxtarskilyrði jýrir villtan
gróður
Jarðvegur veitir villtum gróðri
rótfestu og næringu og miðlar
vatni. Það fer mjög eftir aðstæð-
um hvaða gróður þrífst og dafnar.
Skilyrði fyrir Qalla- og melagróð-
ur, sem víða setur mikinn svip á
landið, þarfnast þess jarðvegs sem
þar er. Sama má segja um fífu og
annan votlendisgróður, að hann
þrífst eingöngu við þau ákveðnu
skilyrði. Þegar litið er á ákveðin
landsvæði eða landið í heild eru
þessi sérstæðu búsvæði, óræktar-
jörð í augum ræktunarmannsins,
afar mikilvæg í ásýnd landsins.
Miðlun vatns og grunnvatns-
myndum
Jarðvegur miðlar vatni til gróð-
urs en hann miðlar einnig vatni í
landinu. Lang öflugastar em mýr-
amar í þessu tilliti. Þær taka við
regnvatni sem sígur hægt í gegn
eða myndar hægfara vatnsstreymi
á yfirborði og síðan sígur vatnið
úr þeim á löngum tíma. Á þann
hátt dregur jarðvegurinn úr flóða-
hættu og miðlar vatni í læki og ár
í þurrkatíð. Vatn, sem sígur í
gegnum jarðveginn, myndar
gmnnvatn en nær allt neysluvatn
er tekið úr grunnvatni. Gmnnvatn
er víða mikilvægt fyrir gróður-
þekju og stöðugleika yfirborðsins.
Eyðing og binding úrgangsefna
Lífræn efni, sem til falla, sina
og aðrir plöntuhlutar svo og
smærri og stærri örvemr og dýr
rotna og sameinast jarðveginum.
Önnur efni, sem berast í jarðveg-
inn, bindast í honum og lífræn
efni umbreytast og eyðast með
tímanum. Það má segja að jarð-
vegurinn sé mjög öflug sía sem
hreinsar sig sjálf að öðm jöfnu.
Þessu má hins vegar ofbjóða þar
sem mikið berst af þrávirkum líf-
rænum efnum, þungum málmum
eða mjög mikið af næringarefn-
um. Þá mengast jarðvegurinn og
vandamál í sambandi við þá
mengun koma upp.
Varðveisla minja og sögu
I jarðvegi varðveitast bæði
náttúru- og söguminjar. Öskulög
eru mjög útbreiddar náttúruminj-
ar í íslenskum jarðvegi. Þau bera
vitni um stærð og gerð gosa. Ald-
ur þeirra má greina og jurtaleifar,
aðallega frjó, sem haldast í jarð-
veginum, segja til um gróðurfars-
sögu landsins. Ýmsar fornleifar
hafa varðveist í jarðvegi og frá
ræktunarsögu eru gömul lokræsi
og beðasléttur skemmtilegar
minjar.
Hráefni
Jarðvegur er minna notaður sem
hráefni nú en áður var. Torf var
aðal byggingarefnið öldum saman
og mór var stunginn til eldsneytis.
Á fyrstu öldum byggðar var jám
unnið úr jámsetum mýranna.
Freyr 8/2003 151