Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 10

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 10
Sýni af uppskeru til efnagreininga tekið með heybor. (Ljósm. Magnús Óskarsson). Kornrækt nýtur lítilla opinberra styrkja hér á landi en er að keppa við mikið styrkta kornrækt í öðr- um löndum, t.d. í ESB. Jafnframt eru náttúrleg skilyrði til kornrækt- ar þaryfirleitt betri en hér. Hvern- ig fórum við að því að bjóða korn á viðlíka verði og innfutt korn? Er þetta flutningskostnaðurinn eða er innlent korn betra fóður, t.d. lystugra? Nú skal ég ekki segja um gæða- muninn eða lostætnina, ég hef ekki trú á að það skipti þama máli. Hins vegar eru milliliðir við inn- flutning á korninu, þ.e. erlendi bóndinn selur einhverju fyrirtæki komið, sem selur það síðan áfram til Islands. Síðan kemur fraktin og svo íslenskt fóðursölufyrirtæki og svo flutningskostnaður hér innan- lands, jafnvel líka sekkjun. íslenski bóndinn ræður því hins vegar sjálfur hvernig hann verð- leggur bæði vinnu sina og véla- kostnað. Útlagður kostnaður hans er sáðkom, áburður og olía á dráttarvélina og eitthvað smáveg- is annað, t.d. própíónsýra og plast. Annað er fastur kostnað- ur.Varðandi styrkina þá er greidd- ur styrkur út á stærð ræktunar- lands í ESB og í Noregi er greidd- ur styrkur út á grip. Hjá okkur er allur stuðningur hins vegar mið- aður við framleiðsluna í mjólk- inni og tengt henni í sauðljárrækt- inni. Nýjungar í jarðrækt Nú eru á ferðinni nokkrar nýj- ungar í jarðrækt, svo sem línrækt, ORF verkefnið og maísrækt? Varðandi línið þá þekki ég ekki mikið til þess verkefnis. Ef við eigum að hafa þar eitthvert for- skot þá er það aðgangur að ódýru heitu vatni til að feygja línið, þ.e. hreinsa græna hluta þess burt. Svo er talað um að lín, sem vex við okkar veðurfar, þ.e. meiri vind- styrk en minni hita en erlendis, sé sterkt hráefni. A hinn bóginn er ekki sama hefð fyrir þessari ræktun hér og erlend- is, þá er vinnuafl t.d. í fyrrum aust- antjaldslöndum ódýrt og svo má vænta þess að með inngöngu þeir- ra í ESB verði settur kvóti á aðal- búgreinar þeirra sem losi þá um land undir aðra ræktun, svo sem línrækt. Fleira getur haft áhrif í báðar áttir, svo sem gengi gjald- miðla og tískusveiflur. En gaman væri aó þetta tækist hér á landi. ORF verkefnið felst í því að í byggplöntunni er komið fyrir erfðavísi.sem býr til nýtt prótein sein nota má í lyfjaframleiðslu. Þetta prótein safnast ýmist fyrir í kominu eða í blöðunum og er þá uppskorið áður en jurtin þroskast. Þarna eru hins vegar á ferð erfðabreyttar plöntur og þá fara menn að ganga á glóðum vegna áhættunnar á að þetta dreifi sér í náttúrunni. I þessu tilfelli er sú áhætta að mínu mati hins vegar mjög lítil eða engin. Bygg er eins sjálffrjóvga og nokkur planta getur verið, það em engir villtir ættingj- ar í umhverfinu og það verður ekki til neitt fúllþroska kom á bygginu við framleiðslu þessa próteins. Þetta er vissulega áhugavert verkefni og styrkur þess liggur í því að leyft yrði að rækta þetta hér á landi en ekki annars staðar. Ef menn óttast erfðamengun þá er hún helst frá fræi sem liggur í jörðu og spírar næsta ár, að fræ blandist o.s.frv, semsagt af slysni. “Andstæðingar” ræktunar erfða- breyttra plantna, hverjar sem þær nú em, benda einmitt á hættuna á mannlegum mistökum sem aldrei er hægt að útiloka, samanber laxa- geymslunótina í Norðfjarðarhöfn.. Að lokum er það maísræktunin, það er verið að reyna hana núna í sumar á nokkuð mörgum bæjum. Maísinn er ræktaður hér undir plasti en það er líka gert í öðmm löndum, t.d. Danmörku. Ræktun maís hefur verið að færast norður á bóginn á síðustu árum og ára- tugum, með kynbótum á plönt- unni. Maís er hitabeltisjurt og hef- ur þá náttúru að geta nýtt sér bet- ur heita daga heldur en flestar aðr- ar jurtir. Þegar hitinn er kominn í 25°C þá em flestar plöntur búnar að loka varaopum sínum til að forðast ofþomun. Þá geta maís, sorgun og fleiri tegundir haldið áfram lífsstarfsemi sinni. Kostur maísins er að hann getur gefið mjög mikla uppskera sem er hökkuð niður og votverkuð. Grasflatir Hefur Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri á verkefnaskrá sinni ræktun íþróttavalla, golfvalla og grasflata hvers konar? Það hefur lítið farið fyrir því fram að þessu. Þó hafa verið gerð- ar tilraunir hér með grasflatagrös. Þama er verið að sækjast eftir grösum með sterkt rótarkerfi og skriðulan vöxt. Þessi ræktun er þegar orðin injög umfangsmikil 110 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.