Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 18
• Stefnt að þáttum sem eru auðveldir í greiningu • Þættir þurfa að vera mælanlegir til að auðvelda samanburð og til að geta fylgst með breytingum Þaettir til greininga Há gæöi Meöal gæði Lltil gæði Jarövegsdýpt • >75 cm 25-75 cm >25 cm Jarðvegsrof . Lítil Meðal Mikil Kornastærö’’ • sL eða fínni sL til fS mS & grófari Nýtanl. vatn í rótarrými2' . >100 l/m2 50-100 l/m2 <50 l/m2 Loftrými . >15% 10-15% <10% Sýrustig - pH (H20) . >6,0 5-6 <5 Lífræn efni . >8% 5-8% <5% C/N . <12 12-18 >18 Fosfór og kalí . Meðal til há Meðal gildi Lág gildi Halli . Lítill Meðal Mikill Skaöleg efni . Forvarnargildi Forvarnargildi 1) Komastæröarflokkar: sL = sandy Loam (sendin mylsna); fS = fine Sand (fínn sandur); mS = meöal sandur. 2) Einnig þarf aö taka þarf tillit til úrkomu og gnóttargufunar. 1. tafla. Þættir til greininga og mats á gæðum jarðvegs til ræktunar, sjá texta. og er þá oft talað um ffjósemi landsins. Stundum er þetta sett í samband við ákveðna eiginleika en í heild sinni er frjósemi lands- ins háð ótal þáttum og það hefur vissulega kosti að líta á heildina í stað þess að kryfja niður í smáat- riði í hverju frjósemin felst. Við greiningu á jarðvegsgæðum er hins vegar leitast við að hafa ákveðnar viðmiðanir, það auð- veldar samanburð og er nauðsyn- legt ef fylgjast á með gæðum landsins í 1. töflu má sjá helstu atriði, sem hafa áhrif á gæði jarðvegs til ífamleiðslu matvæla, timburs eða annarrar ræktunar, og ákveðin mörk sett. Þessi upptalning minnir á hvers helst ber að líta til þegar land er valið til ræktunar. Mörk, sem sett eru fyrir hin ýmsu hlutverk jarðvegs, geta m.a. nýst við að: * Meta land til margs konar nota * Velja land til ræktunar * Vemda besta ræktunarlandið * Vakta gæði jarðvegsins. Jarðvegsdýpt Það er auðvelt að mæla jarð- vegsdýpt og hér er átt við jarðveg sem rætur geta náð til. Takmark- anir á jarðvegsdýpt eru hörð klöpp eða þétt undirlag, möl eða grófur sandur þar sem engin moldar- myndun á sér stað, þétt lög og loftlaus jarðvegur. Mörkin, sem hér eru sett, em væg og í mörgum tilfellum er góður jarðvegur mun meira en 75 cm að dýpt. Djúpur finkoma jarðvegur eða mýri á vatnsleiðandi undirlagi eru iðu- lega fyrirtaks ræktunarland. Jarð- vegur, sem er innan við 25 cm að dýpt, hefur miklar takmarkanir í rótardýpt og vatnsheldni. Við vinnslu þarf að gæta þess að möl, grjót eða annað vandræðaefni komi ekki upp og blandist yfír- borslaginu. Jarðvegsrof Jarðvegsrof er lítið eða ekkert af túnum með heilli gróðurþekju. Garðlönd og akrar eru hins vegar opin frá plægingu og þar til nytjajurtin hefur náð nokkurri þekju. Á þessu tímabili er jarð- vegurinn berskjaldaður gagnvart vatni og vindum. Jarðvegsrof af ökrum er víða mikið vandamál og um það verður íjallað í sér- stakri grein. Kornastœrð Á þurrlendi, (móajarðvegur, sandar, sendinn malar- eða grýttur jarðvegur) skiptir kornastærð miklu máli. Jarðvegur með fína komastærð miðlar meira af vatni og næringarefnum en grófur jarð- vegur. Á þurrari landsvæðum er vatnsmiðlunin mikilvæg og send- inn jarðvegur er áburðarffekari en fínkoma jarðvegur. Á Islandi eru komastærðimar méla og sandur ríkjandi. Jarðvegur í hæsta gæða- flokki til ræktunar þarf að hafa áferð (soil texture) sem er sendin mylsna (sandy loam) eða fínni. Sendna mylsnu er hægt að hnoða saman í kúlur en ekki í lengjur. Þegar jarðveginum er nuddað milli fíngranna ber mikið á sandi. Mörkin milli lands sem er meðal- gott til ræktunar og þess sem er lé- legt eru sett milli fíns sands og meðal sands. Fínn sandur er fínni en 0,06 mm í þvermál og skynjast sem mjög fínn sandur. Þessi mörk eru rúm og það kann að vera að sumum þyki sendnum jarðvegi gert of hátt undir höfði. Því er til að svara að sendinn jarð- vegur er jafnan vel þurr, hlýnar fljótt á vorin og fínn sandur held- ur í sér allmiklu af vatni fyrir gróður. Jarðvegur á fínum sandi er áburðarfrekur og viðkvæmur, ef eitthvað á bjátar hvað það varðar, en þolir umferð að jafnaði vel. Athuga ber að komastærðin er greind eða metin án tillits til líf- rænna efna. Þau eru metin sér. Nýtanlegt vatn í rótarrými Plöntur geta nýtt sér vatn sem er bundið í meðalstórum holum jarð- vegsins (0,2 - 50 míkrómetrar í þvermál). I þessum holum heldur jarðvegurinn vatni á móti þyngd- araflinu. Vatn í stærri holum sígur hratt úr jarðveginum og fyllist 118 - Freyr 8/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.