Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 21

Freyr - 01.10.2003, Blaðsíða 21
skógrækt og val á skógræktar- landi. Skógur hlífir jarðvegi gagn- vart eyðingu betur en annar gróð- ur en skógrækin er einnig til fram- búðar. Það er því eðlilegt að litið sé til hvort líklegt sé að viðkom- andi land verði notað til tún-, korn- eða grænmetisræktar á næstu áratugum. Það væri mikill skaði ef ryðja þyrfti skóga þess vegna, auk þess sem það er dýrt. Enn dýrara er þó að ryðja burt byggingum eða vegum og breyta landinu í ræktanlegt land og aldr- ei er hægt að ná upprunalegu formi, auk þess sem ná þarf í gróðurmold annars staðar frá. Heintildir 1. Jónatan Hermannson 2001. Rækt- unarbelti á íslandi. Handbók bænda 51, bls. 21-23. 2. Karlen D.L., S.S. Andrews and J.W. Doran 2001. Soil Quality: Current Concept and Applications. Advances in Agronomy 74, bls. 1 - 40. 3. Ólafur Amalds, Elín Fjóla Þórar- insdóttir, Sigmar Metúsalemsson og Ásgeir Jónsson, Einar Grétars- son og Amór Ámason 1997. Jarð- vegsrof á Islandi. Landgræðsla rík- isins og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. 157 bls. 4. Sticher, H. 2000. Bodenschutz - Was ist zu schtitzen? In (Böker R. und Kaupenjohann M. Herausge- ber) Bodenschutz, Anspruch und Wirklichkeit, Hohenheimer Um- welttagung 32, bls. 23-32. 5. Umweltbundesamt 2003 http://www.umweltbundesamt.de /dux/bo-inf.htm uppfært í maí 2003, síða skoðuð í júní 2003. 6. USDA 2002. Soil Quality Infor- mation Sheets. Soil Quality Ins- titute [http://soils.usda.gov/sqi/] skoðað í júlí 2003 7. Þorsteinn Guðmundsson 2003. Flokkun jarðvegs með tilliti til landnotkunar. í Ráðunautafundur 2003, bls. 17-23. Jarðræktarkönnun á... Frh. afbls. 23 rækta grænfóður til sláttar. I lang- flestum tilfellum var um að ræða rýgresi en 5 svarendur sögðust hafa verkað repju í rúllur ýmist í hreinrækt eða í blöndu með rý- gresi. 7 aðilar nefndu bygg og 4 verkuðu hafra. Reynsla þátttakenda af beit grænfóðurs var almennt góð eða mjög góð og reynslan af grænfóð- urverkun þokkaleg eða góð. Helstu vandamál við verkun grænfóðurs voru moldarblöndun í fóðri og vandkvæði við forþurrk- un þess fyrir verkun. Kornrækt 18 af 68 svarendum sögðust hafa reynt kornrækt, flestir með þokkalegum eða góðum árangri. Langalgengast var að yrkin Arve og Olsok væru ræktuð en einnig voru yrkin Bamse, Skegla (Súla) og Filippa nefnd til sögunnar. Algengast var að kornbændur súrsuðu kornið en 11 svarendur sögðust súrsa kornið, 5 þurrka og 2 sýrðu það með própíonsýru. Þau vandamál, sem oftast voru nefnd til sögunnar í komrækt- inni, voru gæsir, hár þurrkunar- /verkunarkostnaður, óöryggi vegna veðurfars og hár kostnað- ur. Molar Útflutningur á korni FRÁ ESB DREGST SAMAN VEGNA MINNI UPPSKERU Kornuppskera (löndum ESB stefnir í það að verða minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ástæða þessa er hitabylgjan á megin- landi Evrópu á liðnu sumri, sem áætlað er að hafi haft áhrif á 80% kornræktarinnar þar. ESB hefur í framhaldi af því hætt að gefa út ný útflutnings- leyfi á korni til að koma í veg fyrir verðhækkanir á því. Þá hef- ur verið rætt um að leggja skatt á kornútflutning. Samtök bænda og samvinnufé- laga þeirra innan ESB, (COPA og COGECA) áætla kornuppskeru i ESB í ár 197,27 milljón tonn sem er 6% minna en árið áður. Hveiti- uppskeran er áætluð 86,3 milljón tonn eða 7% minni en árið áður. Sala á hveiti innan ESB þrjú síð- astliðin ár hefur verið á bilinu 81,7 - 85,6 milljón tonn. Fleiri lönd í Evrópu búa við minni hveitiuppskeru í ár en ESB löndin. Þannig berast fregnir frá Úkraínu um að þar sé kornuppskera í lágmarki og í Hvíta - Rússlandi er uppskera töluvert undir meðallagi. Landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum fylgist með korn- framleiðslu á heimsvísu. Það spáir því að heildaruppskera í ár verði 549 milljón tonn, sem er lækkun um 11 milljón tonn frá spá I júní sl. og 13 milljón tonn minna en á sl. ári en þá var uppskeran með minna móti. (Landsbygdens Folk nr. 33/2003) SVÍÞJÓÐ, LAND SKÓGANNA í Svíþjóð eru 22,6 milljón hekt- arar af nytjaskógi og árlega höggva Svíar 83,5 milljón rúm- metra af viði. Árlegur vöxtur skóganna er þó meiri en sem því nemur. Greni og fura eru að- al trjátegundirnar með um 40% af flatarmálinu hvor. Afgangurinn er lauftré þar sem hlutur birkis er stærstur. í Svíþjóð eru um 365 þúsund skógareigendur. (Bondebladet/SkogsElmia nr. 17/2003) Freyr 8/2003 - 21 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.