Freyr - 01.08.2002, Qupperneq 2
Breytt landbúnaðarstefna í ESB eftlr stjórnar-
sMptl í ýmsum löndum sambandslns
Iár, 2002, hafa farið fram eða
eiga eftir að fara fram þing-
kosningar í mörgum löndum
ESB. Nýjar ríkisstjórnir hafa
verið myndaðar og breytingar
orðið á ráðherraráði ESB.
Þar má fyrst nefna Holland en
þar tók ný ríkisstjóm við í kjölfar
kosninga. Nýr þingmeirihluti
myndaðist í Irlandi eftir kosning-
ar sem hafði þó ekki veraleg áhrif
á samsetningu ríkisstjómarinnar.
A þessu ári og hinu síðasta
hafa einnig orðið stjómarskipti í
Frakklandi, Portúgal og Dan-
mörku. Síðar á árinu verða kosn-
ingar í Þýskalandi og Svíþjóð.
í ráðherraráði ESB sitja 87
manns, þar af hafa breytingar
orðið á 26 sætum á árinu og í
mörgum tilfellum flust til í hinu
pólitíska litrófí. Að auki geta orð-
ið breytingar á 14 sætum í kosn-
ingum síðar á árinu. Þetta mun
skipta veralegu máli við ákvarð-
anatökur í ráðinu.
Hvað varðar hina sameiginlegu
landbúnaðarstefiiu ESB, (oft
nefnd CAP) skipta þessar breyt-
ingar máli. Þar má nefna fyrri
ákvarðanir um að flytja framlög
frá beinum framleiðslustyrkjum
yfír í styrki til þróunannála í
dreifbýli. Fyrri ríkisstjóm í Portú-
gal hafði samþykkt slika áætlun,
en ný stjóm, hægrisinnaðri en hin
fyrri, stöðvaði þær áætlanir.
Breytt stefna Frakka
Nýr landbúnaðarráðherra
Frakka, Hervé Gaymard, hefur
einnig lýst því yfir að hann vilji
hnika til núgildandi stefnu um
nýtingu framlaga til landbúnaðar
og draga úr byggðasfyrkjum, í
því skyni að tryggja að fjármun-
imir verði nýttir.
Nýr landbúnaðarráðherra Dana,
Mariann Fischer Boel, tók við
starfínu af Ritt Bjerregard, sem
var veralega umdeild. Nýi ráð-
herrann hefur lýst yfír skilningi
sínum á því að danskur land-
búnaður verði að hafa tryggan
rekstrargrundvöll. Ný ríkisstjóm
Dana hefúr þó lýst sig fylgjandi
núverandi landbúnaðarstefnu
ESB, og þar með auknum styrkj-
um til dreifbýlis.
Skipt var um að landbúnaðar-
ráðherra í Þýskalandi snemma árs
2001, í kjölfar kúariðuveiki sem
þar kom upp. Nýi ráðherrann,
Renate Kiinast, er úr flokki
Græningja og hefur hún breytt
landbúnaðarstefnunni og lagt
áherslu á lífrænan landbúnað og
matvælaöryggi.
Kosningar verða í Þýskalandi
með haustinu. Bændur fylgja
venju samkvæmt hægri flokkun-
um, PDU og PSU. Ef foringi
stjómarandstöðunnar, Stoiber,
nær völdum mun það án efa
leiða til breyttrar landbúnaðar-
stefnu Þýskalands. Þýskir stjóm-
málamenn era þó allir sammála
um að draga úr framlögum
landsins til landbúnaðarsjóða
ESB. Stækkun ESB mun því
verða grandskoðuð þar í landi án
tillits til þess hvaða stjóm tekur
við völdum.
(Unnið upp úr Intemationella
Perspektiv nr. 19/2002).
Sólln þaggar þokugrát
Ein í tlokki fegurstu og
best kveðnu vísna á ís-
lenskri tungu er eftirfarandi
vísa:
Sólin þaggar þokugrát,
þerrar saggans úða.
Fjólan vaggar kolli káí,
klœdd úr daggarskrúða.
Vísa þessi hefur birst í vísna-
þáttum blaða og víðar, stundum
ófeðrað, stundum með höfund-
amafni og jafnvel fæðingarári
höfundar, en þó án þess að les-
endur séu miklu nær um hann.
Höfundur vísunnar hét Jónas
Jónasson, f. 30. júlí 1850,
kenndur við Torfmýri í Blöndu-
hlíð, sem nú er eyðibýli,
skammt frá Flugumýri. For-
eldrar hans voru Jónas
Pétursson, bóndi á Ytri-Löngu-
mýri i Blöndudal, og Sigriður
Olafsdóttir, ógift vinnuhjú, eins
og þá var nefnt.
Jónas var ráðsmaður á Stóra-
Ökram en síðar talinn fyrir búi
á Torfmýri og Dýrfínnustöðum.
Loks gerðist hann ráðsmaður að
Syðri-Hofdölum og þar and-
aðist hann 30. október 1907. í
Skagfírskum æviskrám, 1890-
1910, II. bindi, er þess getið að
hann hafí verið skarpgreindur,
ágætur hagyrðingur, víðlesinn
og fróður. Hann var viðfeldinn
í kynningu, skemmtilegur í
samræðum og nokkuð ölkær.
Hann kvæntist ekki en átti einn
son, Jón Eðvald, f. 1876.
Því skal spáð hér að
fyrmefhd vísa eigi efltir að lifa
lengi með þjóðinni og minna á
höfund sinn, alþýðumann með
ríka skáldgáfu.
| 2 - Freyr 7/2002