Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2002, Page 6

Freyr - 01.08.2002, Page 6
Nýja skólahúsið á Hvanneyri, þar er heimavist skólans, mötuneyti, kennslu- stofurbaendadeildaro.fi. I baksýn er Skeljabrekkufjall, Skessuhorn og Skarðsheiði. Námið i bœndadeild? Eitt af því sem breyttist með nýju lögunum var það að við ákváðum að skera alveg á tengsl- in milli bændadeildar og háskóla- námsins. Aður var það skylda að ljúka búffæðiprófí til að komast í háskólanámið en nú er sú skylda afnumin. Um þetta hafa verið heilmiklar umræður en með þessari niður- stöðu töldum við okkur fá betri samkeppnisstöðu við annað há- skólanám með rýmri inntökuskil- yrði. Búfræðinámið er nú skipulagt sem tveggja ára fagmenntun í landbúnaði. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur, sem koma hér inn, séu að lágmarki 18 ára og hafi lokið a.m.k. einum vetri í framhaldsskóla og þau inntöku- skilyrði eru tiltölulega opin. Það var talið að bændadeildin mundi bíða töluverða hnekki við þetta og aðsókn minnka og t.d. stúdentar hverfa úr hópnum. Reynslan er ekki löng en hún er sú að við fáum síst færri nemend- ur og þeir eru síst lakar undirbún- ir, margir stúdentar eru í hópnum, sem eru ekki búnir að ákveða að fara í háskólanám eða eitthvað annað og þeir vilja gjaman taka búfræðipróf fyrst til að átta sig á því hvemig þeim fellur við nám- ið. Margir þessara nemenda em líka að velta því fyrir sér að taka við búrekstri og nýta þá tímann uns það er tímabært með því að taka þetta nám. Ef svo mál skip- ast á annan veg þá taka þeir bú- vísindanámið síðar. Hvað hefur hin nýja upplýs- ingatœkni; tölvan, internetið o.s.frv. breytt búfrœðináminu mikið? Er t.d. verkefnavinna orðin meiri? I almenna búfræðináminu emm við með hóp nemenda með mjög breytilegan undirbúning og að sama skapi jafn misjafnlega fær á tölvur. Það er enn enginn fast- ur staðall kominn í tölvukunnáttu nemenda í almennu búfræðinámi. Hins vegar er sýnilegt að þetta fólk er mjög næmt á að tileinka sér hina nýju tækni. Það hefúr alla tíð verið lögð mikil áhersla á verkefnavinnu en sú áhersla er þá miklu meira á námsgreinina en hagnýtingu tölv- unnar. Vissulega sækja nemend- ur sér efhi á Netið og það er af hinu góða og það sem koma skal. Hins vegar verst ég ekki þeirri hugsun að þeir, sem hafa gengið tölvunum mest á hönd, hafa misst sjónar á því sem skiptir mestu máli um skólann en það er að skóli er uppeldislegt samfélag og samfélagslega þættinum verður ekki sinnt með því að setja fólk framan við tölvu, svo margt sem þær hafa upp á að bjóða. Það er erfitt að vera markviss, skipulagður og skilvirkur á Inter- netinu, þar er að finna mikið af einfoldum upplýsingum, þar sem þarf skýra hugsun til að moða úr. Menn eru, sem betur fer, að sjá að við það að mennta einstakling til að takast á við þau viðfangs- efni sem bíða hans þá stendur það upp úr að hann nái samfé- lagslegum þroska, ekki síður en það að hann nái fæmi í því að afla sér upplýsinga. Upplýsinga- öflun er ekkert vandamál. Það sem er vandamál er að skilja á milli upplýsinga sem nýtast og hinna og það gerist ekki nema í virkri umfjöllun í skóla. I fjamámi því, sem skólinn býður nú upp á og er nauðsynleg viðbót við annað námsframboð, er það einmanakennd nemandans sem skólinn þarf að glíma við og helst að eyða. Er þá hlutverk kennarans, kennslubóka og œfmga óbreytt? Já, hlutverk kennarans er óbreytt, sem og kennslubókar- innar, en hún getur sem hægast verið á Netinu. Akveðin skil- greind fræðibók til að styðjast við er sígild. Hlutverk hennar er að færa nemandann inn í nýjan heim. Hlutverk æfinganna er ennþá mikilvægara en fyrr, einfaldlega vegna þess að verkleg kunnátta nemenda er miklu breytilegri en áður. Sem dæmi um þær má nefna þjálfún í mjöltun, rúningi, búfjárdómum, grasaþekking, plægingar, logsuðu, rafsuða o.fl. Hér má heldur ekki gleyma því að hlutverk bóksafns skólans er mjög mikilvægt. | 6 - Freyr 7/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.