Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Síða 9

Freyr - 01.08.2002, Síða 9
Hluti nemendagarða háskóladeildar við aðkomuna heim að Hvanneyri. Um 1970 fórum við að taka þetta upp með skipulegum hætti með því að ráða hingað félags- málakennara sem kenndi ræðu- mennsku og fundarsköp og fund- arstjóm, námsefni sem UMFÍ hafði látið taka saman. Auk þess var tekin upp námsgrein sem nefndist „Félagsmál dreifbýlis“ en gekk oftast undir nafninu odd- vitafræði. Þessi tími er nú liðinn og við emm ekki lengur með sérstakan félagsmálakennara og kennum ekki lengur oddvitafræðina, hins vegar kennum við grein sem heit- ir landbúnaðarlöggjöf. Það má því segja að víð höfum ekki á seinustu árum reynt að byggja upp þessa forystusveit bænda með eins meðvituðum hætti og áður. Hins vegar hefur þjóðfé- lagið breyst mikið og opnast á síðari ámm, ekki síst í dreifbýli og ungt fólk er frjálslegra og vanara að umgangast annað fólk en áður var. Háskólanámið á Hvanneyrí? Með nýju lögunum ákváðum við að gera kröfu um stúdents- próf eða sambærilega menntun en fella út kröfu um að nemendur hefðu lokið prófi úr bændadeild. Af því leiðir að við getum ekki komið að eins miklu af fagnámi og við gátum á þremur ámm áð- ur. Þess vegna lengdum við námið upp í fjögur ár. Háskólanámið hér skiptist svo í þtjár brautir, í fyrsta lagi gamla búvísindanámið, í öðm lagi ný braut í landnýtingu og skógrækt og í þriðja lagi ný braut í um- hverfisskipulagi. Brautimar em allar skipulagðar með sama hætti þannig að nem- endur byrja á að fara í mjög hag- nýtt nám, sem tengir þá annars vegar við íslenskan landbúnað, og hins vegar er kennd gmndvallar fagþekking á sviði landbúnaðar. Önnur þessara greina heitir „Byggð og búskapur“ og hin heitir „Landbúnaður og landnýt- ing“. Til viðbótar þessu þá ger- um við ráð fyrir því að allir nem- endur fari í stutt starfsnám, 4-5 vikur, sem er tengt viðkomandi námsbraut. 1 búvísindabraut er það tengt búfjárrækt og jarðrækt, í landnýtingar- og skógræktar- braut er það tengt verkefnum í þessum greinum og í umhverfis- skipulagi tengist það skipulags- málum og landslagsarkitektúr. Fyrsta árið er þannig blanda af hagnýtu aðfaranámi og gmnn- námi. Er til jyrírmynd að þessu ann- ars staðar? Já, bæði á Norðurlöndum og einnig vestanhafs, en þar er verið að taka inn yngri nemendur en hér. Á Norðurlöndunum er byggt á þeirri hugmyndafræði að skapa samkennd nemandans við það fræðaumhverfí og þann atvinnu- veg sem hann er að undirbúa sig til að vinna við. Það má koma því hér að, að þeir sem hafa búfræðipróf og fara síðan í háskólanámið fá sjö ein- ingar af búfræðináminu metnar í háskólanáminu. Ein eining er skilgreind sem einnar viku nám. Síðan er allt háskólanámið skipulagt, eftir alþjóðlegum staðli, þannig að BS-námið taki þrjú ár, mastersnámið tvö ár til viðbótar og doktorsnámið taki þrjú ár þar til viðbótar, eða átta ár alls. Síðan höfum við ákveðið, vegna tengsla við leiðbeininga- þjónustuna, að bæta við braut- skráningu eftir fjögur ár með kandidatsprófi, en ráðunautastarf i landbúnaði krefst þess prófs. Nemandi, sem innritast í há- skólanám á Hvanneyri og lýkur BS-námi eftir þrjú ár, getur þá valið um annað hvort að fara í fjórðaársnám og ljúka kandidats- prófi eða að fara í mastersnám og bæta þá við tveimur árum. Hann getur reyndar farið þriðju leiðina sem er að taka masters- nám við einhvem samstarfsskóla okkar austan hafs eða vestan. Nánar um námsbrautirnar? Búvísindanámsbrautin tekur annars vegnar fyrir rekstrargrein- Freyr 7/2002 - 9

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.