Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Síða 12

Freyr - 01.08.2002, Síða 12
að taka nautgriparæktina sömu tökum í tengslum við nýtt fjós og uppbyggingu þróunarseturs í nautgriparækt hér, þá mun hið sama gerast og með sauðljárrækt- ina á Hesti. Sérðu jyrirþér frekari samruna RALA og Hvanneyrar? Það er augljóst að lögin um búnaðarfræðslu eru þannig byggð upp að það er mjög auðvelt að koma við samruna rannsókna- og kennslustofnana. Það er líka mjög auðvelt að sjá fyrir sér sam- runa skóla landbúnaðarins. Það er hins vegar engin ástæða til þess að gera það að einhverri for- sendu fyrir nánu samstarfi stofn- ana að þær verði sameinaðar. Það er búið að taka ákvörðun um mjög nána samvinnu milli RALA og Hvanneyrar. Gangi sú sam- vinna vel og efli starfsemina, eins og áformað er, verður ekki mikið rætt um sameiningu þeirra í ná- inni framtíð. Ef þetta form reyn- ist ekki með þeim hætti, sem stefnt er að, er líklegt að samein- ingarumræðan komi fljótlega upp aftur og þá er a.m.k. unnt að byggja á einhverri reynslu um það hvað ekki hafi tekist. Þótt til sameiningar kæmi er ekki ástæða til að starfstöðvar verði fluttar til. Vegalengdin milli Hvanneyrar og Reykjavíkursvæð- isins, ég tala nú ekki um þegar sundabrautin verður komin, er ósköp sambærileg því sem fólk víða erlendis fer í vinnuna. En hvað um leiðbeiningaþjón- ustuna í þessu samhengi? Við höfum fyrir okkur dæmi erlendis um það að það sé skyn- samlegt að skipuleggja hana í nánum tengslum við kennslu og rannsóknir. Það er hins vegar spuming um stjómunarþáttinn. Ég hef haldið fram þeirri skoðun að bændur eigi að stjóma leið- beiningaþjónustunni líka þeirri sem nú er stjómað af opinberum stofnunum, eins og Landgræðsl- unni og Skógræktinni, sem nú reka leiðbeiningaþjónustu í land- búnaði. Astæða þess er sú að þetta er atvinnuráðgjöf í víðum skilningi þess orðs og það er eðlilegt að ráðgjöf atvinnuvegar sé á forræði hans sjálfs. Það er hins vegar mjög auðvelt að skipuleggja þessa starfsemi þannig að hún sé í nánu sam- bandi við kennslu og rannsóknir. Kennsla og ráðunautastarf fer líka mjög vel saman. Meðan rík- ið hefur forsjá á rannsóknum og kennslu en bændur ráða yfir leið- beiningaþjónustunni þá er erf- iðara að sjá fyrir sér samræmda stjómun á þessu. Rannsóknir í öðrum greinum en búfjárrœkt? Það er ljóst að sá munur er á rannsóknum í jarðrækt og búljár- rækt að jarðræktarrannsóknir verða aldrei stundaðar á einum stað á landinu. Til þess em öll náttúruskilyrði of breytileg. Þess vegna er það brýnt að Hvanneyri og RALA komi sér niður á það hvað þessar stofnanir ráði við að reka margar starfsstöðvar í jarð- rækt. Menn hafa farið með til- raunir dreift út frá einum stað, svo sem í komrækt. Ég held þó að það sé skynsamlegt, til að móta með mönnum virðingu fyrir jarðrækt, að hafa tilraunastöðvar í jarðrækt sýnilegar á fleiri stöðum á landinu. Okosturinn við það er sá að það er ekki eins hagkvæmt, en það verður ekki markvisst öðm- vísi. Það þýðir að við verðum að skipuleggja þetta í tengslum við leiðbeiningaþjónustu landbúnað- arins vegna þess að það er skyn- samlegt að hafa jarðræktarmið- stöðvar í mjög nánum tengslum við leiðbeiningastarfið. Það er þó jafn mikilvægt að þær lúti einni samræmdri stjóm. Ég tel að það hafi verið til baga að stjómun jarðræktarrannsókna hefúr í raun ekki verið nógu miðlæg. Nýju lögin um búnaðarfræðslu auð- velda þetta mjög ef menn vildu móta þama nýja stefiiu. Háskóla- ráð er mjög kjörinn vettvangur til að taka á þessum málum. Þar sitja fúlltrúar allra þeirra aðila sem málið varðar mest. Önnur tilraunaverkefni skól- ans? Þar er fyrst að nefna að hér hafa um árabil verið mjög öflug- ar fóðurverkunarrannsóknir og skólinn hefur lengi verið í farar- broddi í þeim rannsóknum í tengslum og samvinnu við bú- vélaprófanir og aðra þætti bú- tækninnar. Þá má nefna verkefni í loð- dýrarækt, rannsóknaverkefni á vegum Lífrænnar miðstöðvar, og síðan em það heilsujurtimar, en nýlega hefúr verið stofnað til samstarfsverkefnis við fyrirtækið Saga Medica, sem byggir á rann- sóknum Sigmundar Guðbjama- sonar, prófessors, og markaðs- færslu Þráins Þorvaldssonar. Hagþjónusta landbúnaðarins var sett hér á laggimar árið 1990. Hugmyndin með staðsetningu hennar hér var sú annars vegar að efla hér hagfræðirannsóknir og hins vegar að efla rekstrarfræði- lega kennslu við skólann. Það verður að viðurkennast að því miður þá hefúr Hagþjónustan ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að stunda þessar rannsóknir eins og vert væri. Stofhunin hefúr hins vegar þegar gert mikið gagn, og verði skólanum mikils virði. Síðan emm við með samning við Skógrækt ríkisins og Vestur- landsskóga og Landgræðslu ríkis- ins um samstarf á sviði kennslu, | 12-Freyr 7/2002 Freyr agust , Plate:3

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.