Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 30

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 30
Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi sýndi gestum m.a. vænan hákarl og færði þeim margvíslegan fróðleik. Allir fengu að sjálfsögðu að smakka. (Ljósm. Sig. Sig.). st breyttra áherslna við val kynbótaíjár, ómsjármælingar em að ryðja sér til rúms með góðum árangri, farið er að beita BLUP kynbótamati í æ ríkari mæli, sums staðar em sæðingar að aukast og þess em dæmi að fósturvísar séu fluttir á milli landa. Þannig fæddust í vor 43 íslensk lömb í Noregi eftir flutning fósturvísa úr úrvalsfé á Ströndum í Spælsau ær í nóvember og desember 2001. Þótt ræktunarstarfíð beinist einkum að dilkakjöts- ffamleiðslu í samræmi við markaðskröfúr er ullar- og gærueiginleikum einnig sinnt þótt í mun minna mæli sé. Þegar á heildina er litið er mest gróska í ræktunarstarf- inu á Islandi og í Noregi. Fjárhúsabyggingar Annan daginn, 28. júní, voru ijárhúsabyggingar og tækni við sauðfjárbúskap tekið fyrir sérstaklega og Fjárhúsin á Lambeyrum i Dölum og nýjungar við uppsetningu rafgirðinga þar á bæ vöktu mikla athygli. Hér sést t.v. gjafargrind, i miðju frágangur gólfs og t.h. fóðurbætisstokkur á milligerð. (Ljósm. Ól. Dýrm.). síðan lögð áhersla á þessa þætti í kynnisferðum um sveitir á Vesturlandi. Þetta var meginefni málþingsins sem bar yfirskriftina „NJF-Seminar nr. 338“. Aðeins einu sinni áður hafði verið fjallað um þetta efni á þessum vettvangi, þ.e. haustið 1977, og því orðið tímabært að skoða stöðuna í ljósi ýmissa tækninýjunga. Auk þess var lítillega ljallað um húsvist geita. Fjárhúsabyggingar em með ýmsum hætti í þessum löndum, eftir aðstæðum og búskaparhát- tum. Yfirlitserindi, t.d. héðan frá Islandi, sýndu vel hvemig þróunin hefúr orðið. Gjaman em byggð stærri hús en áður, jafhvel þannig að þægilegt væri að brey- ta þeim til annarra nota, og það álit var almennt ríkjandi að van- daðar byggingar væru ekki réttlætanlegar nema féð skilaði miklum afurðum sem hæfðu markaðnum. Jafnframt yrðu ný eða endurbyggð ljárhús að trygg- ja velferð ljárins og bæta vinnu- aðstöðu og umhverfi, svo sem m.t.t. birtu og loftræstingar. Þörf fyrir hýsingu er mismikil, allt frá algerri innistöðu um margra mánaða skeið yfir í aðstæður þar sem fé liggur við opið eða getur leitað góðs skjóls í illviðmm og er því mest úti. Fram kornu vís- bendingar um að mikill hiti í húsum fyrir sauðfé og geitur gæti verið skaðlegri en lágt hitastig. F ÓÐRUNARAÐSTAÐA Með tilkomu rúllubagga og fer- bagga og samfara almennri notk- un votheys til fóðmnar sauðfjár fer fram mikil endurskoðun á að- stöðu til fóðmnar. Aðstaða til sjálffóðmnar er víða sett upp, t.d. á borð við gjafargrindur þær sem Vímet-Garðastál hf. í Borgamesi framleiðir, bæði í nýjum og eldri húsum. Nokkuð var vikið að erf- iðleikum sem upp koma þegar gera þarf breytingar á eldri fjár- | 30 - Freyr 7/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.