Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.2002, Side 31

Freyr - 01.08.2002, Side 31
Á leiðinni suður var m.a. komið við á Þingvöllum og sést hér meirihluti út- lendu gestanna sem tóku þátt í þeirri ferð. (Ljósm. Ól. Dýrm.). húsum þannig að unnt sé að koma við véltækni til að auð- velda fóðrunina. Þótt fólk sætti sig við hefðbundna garða og hjólbörur í smærri húsum er ljóst að vinnuhagræðing i stærri fjár- húsum krefst breyttrar fóðrunar- aðstöðu þannig að bæði sé auð- velt og fljótlegt að koma fóðrinu til ijárins. Einnig var vikið að brynningaraðstöðu og vatnsþörf eftir tegundum fóðurs. Gólfgerð Gagnlegar umræður urðu um gerð gólfa í íjárhúsum sem er býsna breytileg eftir löndum og landsvæðum. Þar sem komrækt er stunduð eða auðvelt er að kaupa hálm á skikkanlegu verði er hann borinn undir féð og grinda- eða ristargólf eru óþörf og þar með sérstakur áburðar- kjallari. Aftur á móti em grinda- eða ristargólf algeng á nyrstu svæðum Norðurlanda, þ.e. nyrst í Skandinavíu, á Grænlandi og á íslandi þar sem komrækt er lítil eða engin og hálmur er dýr eða ófáanlegur. Jafnvel getur undir- burður með hálmi verið kostnað- arsamari en bygging grindagólfs eins og vísbendingar em um hér á landi. Verið er að gera tilraunir með annars konar undirburð, t.d. tættan úrgangspappír og pappa í Norður-Noregi. Fjárbændur á norðurslóðum, sem stunda lífræn- an sauðijárbúskap eða hafa að- lögun að honum í huga, standa nú frammi fyrir þeim vanda að samkvæmt reglugerð Evrópusam- bandsins um lífræna búfjárrækt frá 1999 er ekki heimilt að hafa grinda- eða ristargólf í gripahú- sum nema að mjög takmörkuðu leyti. Ekki liggja þó fýrir neinar vísindalegar niðurstöður um að grinda- eða ristargólf í fjárhúsum skaði velferð sauðfjár með nokkmm hætti. Allt ffá 1996, og á meðan þessar reglur vom í mótun, reyndi höfundur þessarar greinar og fleiri áhugamenn um lífrænan búskap að fá viður- kenndar undanþágur fyrir lífræn sauðfjárbú á norðurslóðum þar sem ekki er tiltækur hálmur eða annar viðunandi undirburður. Norðmenn stóðu vel með okkur í þessu máli en beiðninni var hafn- að án rökstuðnings. Við sættum okkur að sjálfsögðu ekki við þá niðurstöðu því að á þessu vanda- máli þarf að fást viðunandi tæknileg lausn, hvort sem grindur Heyrúlla flutt með rafmagnstalíu að gjafargrind í fjárhúsunum á Eystri- Leirárgörðum. (Ljósm. M. Sigst.). Hannes Magnússon, bóndi Eystri- Leirárgörðum, dreifir rúllunni í gjaf- argrindinni. Búið var að skera rúlluna niður i kjarnann með hnif framan á dráttarvéi. (Ljósm. M. Sigst.). Freyr 7/2002 - 31 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.