Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2002, Page 37

Freyr - 01.08.2002, Page 37
vinnugreinin en hefðbundinn bú- skapur með kýr, sauðfé, svín og hænsni var stundaður til sjálfs- þurftar. Þegar fiskurinn hvarf að mestu af grunnsævi í eyjaklasan- um hrundi úteyjabyggðin. Útræði er nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þótt enn sé dreginn einhver fískur úr sjó. Um ástæður þess að fiskur- inn hvarf eru skiptar skoðanir, en margir kenna því um að ígulker og að einhverju leyti þang- og þarasláttur hafi leikið þang- og þarabeltið mjög grátt þannig að á stórum svæðum er það nánast horfið. Aðrir nefndu óútskýran- legar breytingar á lífkerfi sjávar, samhliða of mikilli veiði á ein- hverju timabili. Frá æðarsafninu í Nes. Ljósm. Árni Snæbjörnsson. Búskapur á Vega Á sjálfri Vega hefur alltaf verið stundaður öflugur hefðbundinn landbúnaður. Þar eru nú um sjö- tíu býli þar sem bændur búa aðal- lega við mjólkurffamleiðslu, en sauðfjárrækt, kartöflurækt og fleira er stundað í dálitlum mæli. Meðalbústærð er 15 mjólkurkýr og er mikið heyjað í vothey þótt rúllubaggavæðingin hafi vissu- lega hafið þar innreið sína. Það vakti athygli ferðalangsins hve býlin voru snyrtileg og byggingar í góðu lagi enda kvörtuðu bænd- umir ekki undan afkomunni, en á hverjum bæ stundaði annar aðil- inn vinnu utan bús ef hjón stóðu að búrekstrinum. Einnig kom fram að kynslóðaskipti á jörðum vom ekki talin vera neitt sérstakt vandamál. Meginvandamál hjóna, sem hefja búskap og ann- arra sem ætla að setjast að á eyj- unni, er að fmna vinnu fyrir hinn aðilann, sérstaklega ef sá hinn sami vill nýta sérhæfða menntun sína. Sagt var bæði í gamni og alvöru, að ungt fólk sem ætlaði að hefja búskap eða hefði aðra vinnu við hæfi þyrfti helst að eiga kennara eða hjúkr- unarfræðing að maka ef komast ætti hjá vandamálum með at- vinnu við hæfi. Tekið skal fram að atvinnuleysi er sára lítið á eyj- unni, en það er fábreytnin í at- vinnulífi dreifbýlisins sem er vandamálið. Hver kannast ekki við það? Áberandi er hve jarðvegur er alls staða gmnnur og sendinn, myndaður af grófum granítsandi og víða með furðu lítið af lífræn- um efnum. í þurrkatíð fara tún og gróðurlendi því mjög illa og hafa Vegabændur stundum þurft að kaupa hey, t.d. haustið 1989 frá Islandi, og létu þeir vel af því. Frá eyjunni Skjærvær sem er ein ysta eyjan i skerjagarðinum. Myndin er tekin yfir höfnina og til byggðarinnar. Eyjan er í eyði. Ljósm. Árni Snæ- björnsson. Freyr 7/2002 - 37 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.