Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 6
Akur í Torfalækjarheppi. (Freysmynd). sendin á stórum köflum og ef það eru snjóalög á heiðinni að vetrarlagi, svo að einhverju nem- ur, ég tala nú ekki um ef snjó er að taka upp fram eftir sumri, þá má slá því föstu að féð verður vænt, það hefur nýgræðing að bíta jafnvel fram í ágústlok. Síð- ustu vetur hefur hins vegar snjó- að afar lítið á þessum slóðum og sést ekki snjódíll eftir mánaða- mótin júní-júlí. Sumrin hafa líka verið mjög þurr og þá hopar jarðvatnið, gróðurinn verður þyrrkingslegur og nýgræðinginn vantar. Veðurfar hefur þannig afar mikil áhrif á það hvemig heiðin er og hversu vænt féð verður. Áður fyrr vom hross rekin á heiðina en það em nokkuð mörg ár síðan því var hætt. Hins vegar er hólf á hálsalandinu upp af Svínadal sem má nota fyrir hross. En hvernig hefur heiðin breyst síðan þu sást hana fyrst? Pálmi: Fyrsta minning mín um heiðina er úr göngum þegar ég var ungur og mér fannst landið þá mjög uppurið. En það er ekki svipað því núna, það hafa orðið algjör stakkaskipti hvað féð er nú miklu færra, líklega lítið meira en þriðjungur af því sem það var þegar það var flest og það er ekki gengið nærri landinu í líkingu við það sem áður var. Gunnar: Þetta sést best á því að í kortum Olafs Amalds hjá Nytjalandi þá komu Auðkúlu- heiði, Grímstungu- og Haukagils- heiði mjög vel út. Pálmi: Ég hef stundum sagt við gróðurvemdarmenn og nátt- úrufræðinga, sem ég hef oft rætt við um þessi mál, að í hólma í svokölluðum Lómatjömum, sem hefur verið friðaður fyrir beit ffá landnámstíð, er ekki að sjá meiri gróður en á landinu i kring. Hins vegar var oft tekin mynd af hólma í Vestara-Friðmundarvatni þar sem var gríðarmikill og stór- vaxinn gróður, en mér er sagt að það hafi stafað af því að þar hafi einhvem tímann orðið úti hross og sprottið vel upp af því á sín- um tíma. Viljið þið fara yfir vinnuferilinn í fjárhúsinu yfir árið eins og hann er núna? Þið stundið vinnu með búskapnum? Gunnar. Ég er í fastri vinnu á Blönduósi allt árið, en hef mitt sumarfrí, Jóhanna vinnur meira i tömum. Jóhanna: Já, ég er ásamt því að stunda bústörfin í alls kyns nefndarstörfum. Gunnar: Hér em um 230-240 fjár, þar af um 40 lömb og 5-7 hrútar fúllorðnir. Flest féð fer á affétt nema kindur sem við treystum ekki í slíkt ferðalag ásamt nokkmm einlembum sem slátrað er undan, í sumarslátmn. Afréttir hér i sýslu gefa ekki fœri á mikilli sumarslátrun? Jóhanna: Oft heyrist það á fólki að það geti ekki nýtt sér sumarslátrun vegna þess að erfitt sé að nálgast féð. M.a. þess vegna var tekin sú ákvörðun núna að flýta göngum um eina viku, bæði til að koma á móts við þá sem vilja slátra snemma og vegna þess að talin er hætta á því að þá verði grös farin að falla. Auðkúlurétt verður núna 7. sept- ember. Gunnar: Göngur á Auðkúlu- heiði taka fimm daga og hugs- andi væri að hólfa hana niður og smala missnemma en það kostar töluverðar girðingar og aukinn kostnað við smalamennskur. Pálmi: Það er auðvitað nóg land í þessari sveit og ræktað land, t.d. hér á Akri, miklu meira en þarf að heyja, en almennt em menn ekki með margt fé heima. Ég tel hins vegar að auðvelt gæti verið að koma til móts við sum- arslátrun með því láta hluta af ánum bera fyrr og hafa þær heima, en það kostar á móti lengri sauðburð og meira fóður því að vorin hafa oft verið köld. Sauðburður hefst hér annars um 10. maí. | 6 - Freyr 8/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.