Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 11
kennslu mína og starf við Ullar- selið á Hvanneyri hef ég alltaf lagt áherslu á gæði ullarinnar svo sem að hvorki séu hvítar né gular illhærur í ullinni, eða svört hár. Svo kom að því að ég varð að taka á þessum vandamálum sjálf sem bóndi. Þegar við komum hér að búinu árið 1997 vorum við svo heppin að taka við mjög góð- um íjárstofni, ekki aðeins hvað varðaði vaxtarlag heldur líka ull, svo að það var ekkert flókið að vinna áfram með það. Ef velja þarf á milli tveggja líf- lamba, sama hvort það eru hrútar eða gimbrar, þá finnst mér sjálf- sagt að velja það ullarbetra. Ég veit að það eru erfiðleikar í rekstri hjá ístex en mér finnst samt mikilvægt að við höldum okkar striki að gæta ullargæð- anna og tapa þeim ekki niður eins og hefur gerst. Þau ullargæði sem ég er að tala um er þelmikil fín ull með langt og glansandi tog án illhæra. Mislitt fé er líka nauðsynlegt að hafa með í fjár- stofninum. Við verðum að muna eftir því að við búum við þann munað að eiga mislitt fé. Hér er ég fyrst og fremst að tala út frá handverkinu þar sem allir litir eru dýrmætir, en gagnvart ullariðnaðinum er það erfiðara vegna þess að þar þarf að vinna samkvæmt litanúm- erum. Mislita ullin er t.d. seld dýrum dómum í Ameríku, reyfíð fer á mörg þúsund krónur. Eflaust eru það sveitabömin sem eiga hér sinn heiður, því að þau hafa löng- um kosið sér að eiga mislitt lamb og hafa þar með bjargað litaúr- valinu. Eigið þið forystukind? Jóhanna: Já, móður minni var send ein á frá Gunnarsstöðum í Þistilfírði. Hún heitir Drottning og er mórauð og hosótt. Hún er Ingi Rúnar Sveinlaugsson, vinnumaður á Akri með hrútana, f.v., Ægi, Pól og Hrein. (Ljósm. Jóhanna Pálmadóttir). mesta ærmóðirin hér á bænum, undan henni hafa verið settar á margar gimbrar en forystan hefúr eitthvað þynnst út í blóðinu. Þessar ær em margar mjög mann- elskar. Sl. haust vorum við með flekk- ótta gimbur, sem fékk nafhið Skrýtla, og er Drottning lang- amma hennar. Skrýtla var alltaf fyrst í rekstri haustlambanna og leiddi hópinn inn í hús, þannig að þessir forystueiginleikar virðast koma fram öðru hvoru. Drottning lifir enn og er afar skynsöm. 1 fyrrahaust vorum við í fjárragi og hleyptum fénu svo út en þá harðneitaði hún að hreyfa sig. Við berum virðingu fyrir hennar vilja og skildum dymar eftir opnar og létum hana ráða. Um nóttina kom rigning og slag- viðri en um morguninn var hún sjálf komin út á tún með sín lömb. Hún er núna 10 vetra og með undurmjúka og fingerða ull. Hún er alfriðuð. Ahugi á sauðfjárrœkt hér í sýslu ? Pálmi: Mér fínnst hann ekki mjög almennur. Víða í öðmm hémðum finnur maður slíkan áhuga á kynbótum og ræktun að hann virðist bændum samgróinn. Ég kynntist því t.d vel þegar ég fór norður í Þistilfjörð og vestur á Snæfellsnes til að kaupa líffé hve þeir bændur sem ég hitti vom bæði fjárglöggir og vel að sér um sitt fé. Hér í héraði er það tiltölulega fámennur hópur sem sýnir vemlegan áhuga á ræktun á fé. Gunnar: Þegar ég var ráðu- nautur á Suðurlandi komst ég að því að sauðfjárræktin er mun al- mennari þar en ég hafði gert mér grein fyrir. Jafnframt fann ég að áhuginn á sauðfjárræktinni er mjög mikill eins og reyndin er með alla búijárrækt á Suðurlandi. Vissulega væri mun skemmti- legra ef svo almennur áhugi fyrir sauðfjárrækt væri fyrir hendi hér og vonandi verður það. Ráðu- Freyr 8/2002-11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.