Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 2
Molar
NlÐURSTAÐA EKKl KOMIN
UM STYRKl TIU NÝRRA
UANDA í ESB
Viöræður eru nú í gangi um
fjölgun aðildarlanda ESB. Tíu
lönd sækja um inngöngu en
stefnt er að því að fjögur lönd fái
aðild árið 2004.
Eins og kunnugt er veitir ESB
miklu fé til landbúnaðar í löndum
sinum og er það ein megin
ástæða þess að ný lönd sækjast
eftir aðild að sambandinu.
Yfirmaður landbúnaðarmála í
ESB, Franz Fischler, hefur meira
og minna lofað nýju löndunum
þessum greiðslum, en þau lönd
innan ESB, sem greiða meira í
sjóði ESB en þau fá til baka, hafa
stigið á bremsurnar. Um langt
skeið hafa það verið lönd í sunn-
anverðri Evrópu sem hafa þegið
mest framlög til landbúnaðar
miðað við það sem þau hafa greitt.
Sviþjóð, Holland, Þýskaland
og Stóra-Bretland hafa greitt
hlutfallslega mest af þessum
framlögum umfram það sem þau
hafa þegið og nú standa spjótin
á þeim að greiða enn meira.
Þjóðverjar hafa reiknað út að ár-
leg nettóútgjöld þeirra til land-
búnaðarmálaflokka ESB muni
tvöfaldast þegar öll löndin tíu
hafa fengið aðild en þau eru nú
níu milljarðar evra.
Embættismannaráð ESB hefur
lagt til að framlög til nýrra aðild-
arlanda verði í upphafi aðeins
25% af því sem núverandi lönd
fá, en hækki síðan í 100% á tíu
árum. Þjóðverjar, Bretar, Svíar
og Hollendingar telja jafnvel þá
lausn of dýra og fela i sér marg-
háttaða óvissu.
Stefna embættismannaráðsins
nýtur hins vegar umfram allt stuðn-
ings Frakklands, Ítalíu, Spánar og
Portúgals sem berjast hart gegn
minni styrkjum, en af þessum lönd-
um njóta Frakkar mestra styrkja.
„Fjögurra landa gengið", eins
og Þýskaland, Bretland, Holland
og Svíþjóð eru kölluð, líta á nú-
verandi stöðu, varðandi fjölgun
aðildarlandanna, sem siðasta
tækifæri til að endurskoða land-
búnaðarstefnuna. Dragist sú
endurskoðun fram yfir stækkun
sambandsins um 10 lönd verði
nánast ógerlegt að leggja niður
eða draga úr þessum styrkjum.
Þannig hafa myndast tvær meg-
in fylkingar og átök milli þeirra geta
seinkað því að ný lönd fái aðgang
að ESB. Það flækir enn málið að
kosningar fara fram í Þýskalandi í
október nk. og fram að þeim vill
þýska ríkisstjórnin ekki taka neinar
ákvarðanir í málinu. Þá verður
einnig fyrst að fjalla um hvort end-
urskoða eigi hina almennu land-
búnaðarstefnu ESB, oft nefnd
CAP, en sú stefnumörkun ákveður
í raun hver framlögin verða og
hvað hvert land greiðir og þiggur.
Löndin rétt á að vita hvaða skyldur
þau taka á sig, sagði Gunter
Pleuger, fulltrúi í þýska utanrikis-
ráðuneytinu, á ráðherrafundi ESB i
Luxemburg i júní sl.
Bretland og Svíþjóð vilja einnig
fresta ákvörðunum um styrki til
landbúnaðarins til haustsins. Þá
fyrst, þegar ráðherranefndin hef-
ur lagt fram tillögur sínar um
breytingar á CAP, er timabært að
ræða þessi framlög. Þetta
tvennt verði að fara saman.
Frakkland hvetur á hinn bóginn
„fjögurra landa gengið" til að fallast
á tillögur embættismannaráðsins
og telur sjálfsagt að bæði núveran-
di og ný aðildarlönd ESB njóti
óbreyttra styrkja.
ESB leggur nú áherslu á að
Ijúka öllum öðrum þáttum í samn-
ingnum við ný aðildarlönd sem
fyrst í trausti þess að niðurstöða
um framlög til landbúnaðar finnist
eftir kosningamar í Þýskalandi í
haust. Lokatækifæri til að ná sam-
komulagi um stækkun sambands-
ins 1. janúar 2004 er á fundi í
Kaupmannahöfn 13. desember nk.
(Intemationella Perspektiv
nr. 24/2002).
Bandaríkin vilja
LEGGJA NIÐUR
ÚTFLUTNINGSBÆTUR
Á BÚVÖRU
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur
lýst sig reiðubúna að semja um
að allar útflutningsbætur á búvörur
verði lagðar niður. Bandaríkin
segjast hins vegar munu halda
áfram að greiða þær uns bindandi
alþjóðlegur samningur um afnám
þeirra verður gerður.
Bandaríkin hafa lagt til innan
Alþjóða viðskiptastofnunarinnar,
WTO, að þessar bætur verði
felldar niður innan fimm ára.
ESB hefur hins vegar ekki lagt
fram neina slíka tillögu.
Ríkisstjórn Bush kennir útflutn-
ingsbótunum um efnahagsvanda-
mál í mögrum þróunarlöndum.
Samkvæmt bandarískri rannsókn
ver ESB árlega um tveimur
milljónum evra, 160 milljörðum
ísl.kr., í útflutningsbætur á bú-
vörur sínar, sem er talið hundrað
sinnum meira en Bandaríkin gera
og um 90% af öllum útflutnings-
bótum i heiminum.
Jafnfram verndar ESB eigin
búvöruframleiðslu með 30% toll-
um á búvörur. Kanada leggur á
23% tolla á innflutning búvara,
Japan 50% en Bandaríkin 12%.
(Landsbygdens Folk nr. 27-/2002).
| 2 - Freyr 8/2002